— GESTAPÓ —
Finnskunámskeið
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3 ... 9, 10, 11  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 15/5/08 19:17

Tervetuloa. Verið velkomin.

Vegna beiðni nokkurra Gestapóa er hérmeð byrjað með smá námskeið eða kynningu á finnsku og öllu sem henni líður. Námskeið fer fram þannig að ég segi stundum frá einhverju atriði sem finnskunni kemur við og svo er fólki leyft að spyrja allan áns... allt mögulegt og ræða málin.
Þess skal geta, að kennari námskeiðarinnar er svolitið upptekinn um þessar mundir, við erum að fleyta meðfram ánni timbrið sem við huggum í vetur. Svo er það bara í pásum sem maður kemst í þráðlaust gagnavarp. Setur rafalinn í gang og stillir tölvuna uppá tréstubb, meðan félagar mínir híta kaffi við varðeld.

Fyrst mætti kannski segja frá uppruna finnskunnar, að hún er alls ekki indó-evrópst mál eins og íslenskan og önnur germönsk, rómönsk og slavnesk mál.
Finnskan tilheyrir finnsk-úgriskum málaflókki, náskyldustu önnur mál eru kirjálskan sem töluð er í sveitinni Rússlandsmegin austur frá Finnlandi, og svo eistneskan, sem er eins og sænska fyrir Íslendinga, og svo samiskan, en hún er þó nokkuð fjarskyld. Ss. maður skilur ekki bofs af henni án þess að læra.
Fjarskyldari mál eru svo ymis minnihlutamál í Rússlandi, svo sem mari, komi og mordva. Og svo er ungverskan, en hún er allra fjarskyldast, þó uppbygging málsins svipar svolitið. Í finnskunni eru til dæmis 14 föll, en hjá frændum vorum Ungverjum eru þau yfir tuttugu. En það er allt frjósamara hjá þeim þarna suður á boginn.

Kiitos. Takk fyrir.

Kysymyksiä? Spurngingar?

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 15/5/08 19:27

Er ekki rétt að það séu ekki forsetningar, heldur mismunandi endingar sem tákna til,frá; að; nálægt o.s.frv.?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 15/5/08 19:31

Alveg hárétt.

Þessa merkingu sem í íslenskunni er í forsetningum, er komið til skila í öllum þessum beygingum.
Dæmi:
Talo=hús (eins og Pohjolan talo, Norræna húsið)

Taloon: inn í ´husið
Talossa: í húsinu
Talosta: út úr húsi

og svo er margt meira, en svona virkar það

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 15/5/08 19:36

Kæri Kiddi, hafðu þökk fyrir þetta framtak.

Ég hef nokkrar spurningar:
1° Hversu algengt er það að Finnar séu jafnframt sænskumælandi? Hve stór er sænski minnihlutinn í Finnlandi?
2° Gætirðu sýnt okkur þennan fallafrumskóg, hvað þau heita, merkja og íslenzka þýðingu?
3° Er það vitleysa sem ég hef haldið mig vita, að finnska sé fjarskyld basknesku?

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 15/5/08 20:10

Ég þekkti einu sinni finnska stelpu sem hét Nartí Hælana.. hún var sæt.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 15/5/08 22:42

Nú langar mig fyrst og fremst að þakka fyrir þetta kærkomna framtak og mig vantar að vita hvernig margir eins stafir í röð eru bornir fram , er gert bil á milli og hver stafur sagður sér eða renna þeir saman í lint eða hart hljóð. Komdu með nokkur mismunandi dæmi og dæmi um hljóðið í orðunum á íslenski.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 15/5/08 23:04

PERKELE !!!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 16/5/08 00:03

Gunter. Ekki er ég með þetta finnskunámskeið og kann ekkert í finnsku. En af því að kennarinn brá sér aðeins frá þá ákvað ég að láta ljós mitt skína.‹Ljómar upp›
Finnska er ekki skyld Basknesku. Það er ekkert tungumál skylt Basknesku, það vitað er, og vilja reyndar sumir halda því fram að Baskneska sé komið beint frá frumbyggjum Evrópu, (þ.e. steinaldarmönnum), og hafi fyrir einhverja hundaheppni sloppið við áhrif og samblöndun við önnur tungumál.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 16/5/08 01:54

Þetta er virðingarvert framtak hjá þér, Kiddi Finni, og bíð ég spenntur eftir næstu kennslustund. Hvernig segir maður "gúmmískór" á finnsku?

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 16/5/08 12:05

Satana Perkele !

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lepja 16/5/08 12:47

Heitir jólasveinninn ekki Kemurann Mep Akkana?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 16/5/08 19:15

Afsakið biðina, það var svolitið að gera í sk. raunheimum en byrjum aftur.
Spurningu Gúnthers um föllin ætla ég að svara síðast.

Sænskumælandi Finnar, eða Finnlandsvíar eru um 6 af hundraði núorðið. Fyrir hundra árum voru þeir um 10%, en þeim hefur farið fækkandi vegnaþess að þeim er svo auðveld að flytja til Svíþjóðar, og sérstaklega á suðurströndinni hafa þeir blandast Finnum.
En sænskan er kennd í skólum eins og danskan á 'islandi og margir Finnar geta bjargað sér á sænsku.

Huxi svaraði alveg rétt: finnskan og baskneskan eru ekkert skyld. Ein kenningi er þó, að Samar og Baskar væru skyldir á blóði,en Samar tekið að sér finnsk-úgriskt mál. Og í basknesku og samisku er fleirtalaendingin eins, nefnilega -k. En hvur veit.

Gummiskór eru

kumisaappaat.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 16/5/08 19:25

Dula:

í finnskunni er gert mun milli langt sérhljóð og stutt, og sömuleiðis milli einfalt og tvöfalt samhljóð. En hljóðið sem slíkt breytist aldrei, það er bara lengra. Og oft breytist merkingin. TIl dæmis "u" er alltaf eins og íslenskt "ú", nema lengra eða styttra:

tuli: eldur
tuuli: vindur
Sérhljóðin renna alveg saman, tvöfalt er bra lengra

Svo eru stafir eins og k, p og t.

laki: lög
lakki: húfa.

Kk er borið fram eins og kk í íslenska orðinu "þakkantur".

Tyttö: stelpa

y er ypsilon, eins og þyskt ü, ö eins og íslenskt ö, tt eins og tt í orðinu "úttaugaður".

kuppi:bolli

munið, u eins og stutt "ú", og pp eins og í "Hjálppeningur" (ok, svona orð er ekki til en til að hjálpa með framburðinn)

kallio: klettur, ll eins og orðinu "myllan"

kassi: taska, alveg eins og ss í íslensku.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 16/5/08 19:26

Hvæsi:

Saatana er með tvöfalt a í fyrsta atkvæði.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 16/5/08 19:42

Jæja, ég reyni þá að koma með dæmi um föllin.

Tässä on talo. Hér er hús. Tässä on poika, tyttö. Strákur, stelpa. Tässä on pöytä. Hér er borð.

svona til að byrja með, til að hafa fyrir dæmin.

Talon: húsins. eignarfall endar með -n, notað einnig sem "objekt" þegar eitthvað er klárað:
Rakennan talon. Ég ætla að byggja hús (og klára).

Taloa, partitiv, endar með -a. Hluti af einhverju, þegar eitthvað er óklárað eða gert bara að hluta til.
Rakennan taloa: ég er að byggja hús (ekki búið) Rakastan sinua, ég elska þig, (get gert það á morgun og eftir 50 ár)

Taloksi : eitthvað sé breytt eða gert að húsi. "translativ". alltaf þegar einhver breytist eða er breytt í eitthvað.
Tahdon poliisiksi. Ég vil verða lögreglumaður. Tahdon:ég vil.

Talona: Eitthvað er sem hús. "Essiv". ss. notað sem hús.
Tulin poliisiksi. ég varð lögreglumaður. Nyt olen poliisina. Nú er ég sem lögreglumaður.

Taloon: (einhver fer) inn í húsið.

Talossa: í húsinu

Talosta: útúr húsi.

Talolle: til húsins
Pöytä (borð) Pöydälle: (leggja) á borðið.

Talolla: hjá húsinu
Pöydällä: á borðinu

Talolta: frá húsinu
Pöydältä: af borðinu

Talotta: án húss
Kumisaappaitta: án gúmmistigvéla

Kumisaappaineen: með sínum gúmmistigvélum

Kumisaappain: notandi gúmmistigvél

Þessi tvö síðustu föll eru frekar sjalgæf.

En já, hér eru allir.
Olkaa hyvä, gjörið þið svo vel.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 16/5/08 19:44

‹Hættir við að reyna að læra finnsku.› ‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dula 16/5/08 20:14

Þetta er algjörlega magnað og erfitt. Ég vona að það komi fleiri með spurningar svo ég fái hugmyndir af fleiri spurningum.

Kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu. •  Forsetafrú, líka PRINSESSA og settur heilbrigðismálaráðherra (skv ráðherra og embættismannalista baggalútíu ) •  Gestgjafi Duludjammsins. • 22. kast er mitt !
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 16/5/08 20:27

Jedúdda mía.
‹Ljómar upp›
Ég er að spá í að læra finnsku.

Ä ä - hvernig er það borið fram?

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
     1, 2, 3 ... 9, 10, 11  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: