— GESTAPÓ —
Geta karlmenn verið lauslátir?
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 22/4/08 17:29

Kæru félagar. Varðandi íslenskt mál vil ég nú spyrja svolitð um álit ykkar um málfar sem tengist kýnlifshegðun. Sem sagt, ekki í raun og veru, heldur um málfar. Spurningar til dæmis:
Stundum heyrir eða sér maður orðið "vergjarn" notað um karlmann. En er þetta orð ekki um konur, þar sem "ver" bendir til karlmanns? Hvað getum við notað í staðinn? Er nóg að segja að einhver sé kvensamur?
Eða er kvensemi / karlsemi og lauslæti það sama?
Geta karlmenn verið lauslátir, eða geta þeir vist, en er hægt að segja svona?

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 22/4/08 17:57

Vergjörn hefur ekki þennan lauslætisstimpil á sér, þannig að kvensamur finnst mér vera ágætis mótvægi.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 22/4/08 18:03

Oft heyri ég að konur séu laustlátar en oftast heyri ég að karlar séu kvennsamir. Stundum heyri ég talað um konur að það sé karlastand á þeim.
Að vera ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum heyri ég talað um karlmenn.
Að vera ekki við eina fjölina felldur í ástarmálunum heyri ég talað um kvennfólk.

Að vera vergjarn þýðir kannski meira að vera illgjarn. Þó ekki viss.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 22/4/08 18:04

Í mínum huga er vergjörn kona lauslát. En það er rétt, karlmenn eru varla vergjarnir, nema þeir séu samkynhneigðir. Ætli það sé síðan ekki mat hvers og eins hvaða orð sé best að nota í staðinn.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 22/4/08 19:28

Geta þeir ekki verið kvengjarnir? Lausgirtir, er það ekki eitthvað í áttina líka?

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 22/4/08 19:54

Við erum lausgyrtir, lauslátir, kvennsamir greddupungar sem eltast við hvert pils.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 22/4/08 19:54

Er það ekki málið að karlmenn skrifa flestar orðabækur? Eða er ég að rugla?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 22/4/08 20:20

Það rifjast upp fyrir mér núna að spákona ein hafði spáð fyrir mér karlmanninum að ég ætti eftir að vera laustlátur í framtíðinni. Sú spá hefur reyndar enn ekki ræst.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
blóðugt 22/4/08 20:24

Lopi mælti:

Það rifjast upp fyrir mér núna að spákona ein hafði spáð fyrir mér karlmanninum að ég ætti eftir að vera laustlátur í framtíðinni. Sú spá hefur reyndar enn ekki ræst.

Þú kannski tekur upp á því þegar þú ert búinn að gifta þig. ‹Glottir eins og fífl›

Hjarta skal mér Högna í hendi liggja blóðugt, ór brjósti skorit balldriða saxi slíðrbeitu syni þjóðans.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 22/4/08 20:26

Nermal mælti:

Við erum lausgyrtir, lauslátir, kvennsamir greddupungar sem eltast við hvert pils.

Talandi um að einhverjum ratist satt á munn.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 22/4/08 20:28

Eru kvensamir menn endilega lauslátir? Eru það ekki alveg eins þessir sem auðveldlega sýna áhuga án þess endilega að meina neitt?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 22/4/08 21:28

Ég er ekki lauslát t.d. Ég er bara með brókarsótt.

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 22/4/08 21:46

Ég er karlhóra.

‹Skoppar uppá borð, rífur af sér buxurnar og tekur kynþokkafullan dans›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 22/4/08 22:02

Lopi mælti:

Að vera vergjarn þýðir kannski meira að vera illgjarn. Þó ekki viss.

Ver = (karl)maður

Vergirni er semsagt það að girnast karlmann eða karlmenn. Hefur ekkert með orðið illgjarn að gera.

Hins vegar set ég ekki samasem merki á milli vergirni og lauslætis. Þetta er kannski bara matsatriði hvar mörkin liggja. En til að svara upphaflegu spurningunni þá myndi ég álíta að bæði kynin geti verið lauslát.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skreppur seiðkarl 22/4/08 22:12

Regína mælti:

Eru kvensamir menn endilega lauslátir? Eru það ekki alveg eins þessir sem auðveldlega sýna áhuga án þess endilega að meina neitt?

Skrýtin spurning frá konu...
Sérstaklega í ljósi þess að konur kvarta oftast undan því að vera kallaðar lauslátar og jafnvel druslur sofi þær hjá mörgum karlmönnum.

Það eru til 10 tegundir af fólki í heiminum, fólk sem skilur binary og fólk sem ekki gerir það. • Sumt fólk kallar það Malt í gleri en ég kalla það Bóndakók í rúðu. • Það er ekkert mál að hætta að reykja! Ég hef margoft gert það...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skreppur seiðkarl 22/4/08 22:13

Nú skil ég allavega orðið 'verbúð'.

Það eru til 10 tegundir af fólki í heiminum, fólk sem skilur binary og fólk sem ekki gerir það. • Sumt fólk kallar það Malt í gleri en ég kalla það Bóndakók í rúðu. • Það er ekkert mál að hætta að reykja! Ég hef margoft gert það...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 22/4/08 22:14

Skreppur seiðkarl mælti:

Regína mælti:

Eru kvensamir menn endilega lauslátir? Eru það ekki alveg eins þessir sem auðveldlega sýna áhuga án þess endilega að meina neitt?

Skrýtin spurning frá konu...
Sérstaklega í ljósi þess að konur kvarta oftast undan því að vera kallaðar lauslátar og jafnvel druslur sofi þær hjá mörgum karlmönnum.

Skreppur, ég var ekki að tala um að sofa hjá, heldur flangs. Það getur verið mjög ógeðfelt.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skreppur seiðkarl 22/4/08 22:17

Stelpur eru oft kallaðar druslur fyrir það eitt að vera að daðra, er það réttlátt gagnvart þér?

‹Verður hrikalega misboðið›

Það eru til 10 tegundir af fólki í heiminum, fólk sem skilur binary og fólk sem ekki gerir það. • Sumt fólk kallar það Malt í gleri en ég kalla það Bóndakók í rúðu. • Það er ekkert mál að hætta að reykja! Ég hef margoft gert það...
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: