— GESTAPÓ —
Hugtakakerfi vísindanna
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 23/4/08 18:40

En til baka að upphaflegri spurningu, af hverju eru klassisku heitin dottin út í hugtökum vísindanna:
satt er það,að klasskisk menntun og latinukunnátta eru í undanhaldi.

En svo virðst þessi hugtak "heimspeki nátturunnar" of við fyrir eðlisfræði, og eðlisfræði er raunvisindi sem byggist á tilraunum og mælingum, eða hvað? En svo er til bæði tilraunaeðlisfræði, sæ. "experimental fysik" og einnig "teoretisk fysik", sem gæti nu verið historia naturalis að vissu leyti. Ef ég get nú eitthvað sagt um það. Og svo eru öll fræðin æ meir og meir sérhæfð og þeir rannsaka æ minna og minna svið.

Ég held að rynni upp sá dagur, að myndast aftur svona stór kenning sem tekur utanum allar litlar fræðigreinar. Að minnsta kosti einhver reynir það.

Og svo held ég einnig, að þó allir visindamenn séu að rembast til að vera sem hlutlausastir, það gengur aldrei alveg upp. Visindin eru alltaf túlkunaratriði, alltaf spurning um fyrr tilvernadi kenningu, túlkunarmunstri, gildismat. Svona sem einhvrn þýðverji kalladi "Vorverstendis", fyrirframskilningu.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 23/4/08 20:43

Kiddi Finni mælti:

Og svo held ég einnig, að þó allir visindamenn séu að rembast til að vera sem hlutlausastir, það gengur aldrei alveg upp. Visindin eru alltaf túlkunaratriði, alltaf spurning um fyrr tilvernadi kenningu, túlkunarmunstri, gildismat. Svona sem einhvrn þýðverji kalladi "Vorverstendis", fyrirframskilningu.

Jú! Nú þenkjum við á líkum nótum. Alltaf pirrar það mig jafn mikið þegar fólk heldur því fram að raunvísindi séu eitthvað hlutlausari eða nákvæmari vísindi en hugvísindi. Kjarninn í öllum fræðum er sá að á bakvið þau standa manneskjur, og manneskjur eru, vita allir sem svo er ástatt um að vera manneskja, eru allt annað en óskeikular. Þeim stjórna hagsmunir, áhugamál og óviðráðanlegar aðstæður.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 21/2/10 21:39

Heyriði gáfumenni, sem töluðuð um vandann en gáfust svo upp í miðri krufingu! - Hver er munurinn á paleo- og archeo- ?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 21/2/10 23:30

Blöndungur mælti:

Heyriði gáfumenni, sem töluðuð um vandann en gáfust svo upp í miðri krufingu! - Hver er munurinn á paleo- og archeo- ?

Gúgglaðu það.

‹Glottir eins og fífl›

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 22/2/10 20:54

Heyrðu nú mig Huxi, óvinur fræðanna! Ég er of vandur af virðingu minni til að notast við þannig vélar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 24/2/10 18:01

Bæði þýðir þetta vist "gamalt" eða "fornt". Og bæði heitin eru dregin úr tungu Grikkja. En án þess að gúggla tel ég uppá það að "arkheo" bardúsar með fórnum leifum frá mannlegu starfsemi, húsakynni, verkfæri eða hvað sem er og var gert af mannavöldum á sinum tíma.
Paleo er aftur á móti fornaldar-liffræði. Risaeðlur og svona dót.
Ég held að Paleontolog er að spá í beinum hellisbúans, en arkeolog í búslóð hans.

ss. án þess að gúggla.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 26/2/10 18:56

Blöndungur mælti:

Heyrðu nú mig Huxi, óvinur fræðanna! Ég er of vandur af virðingu minni til að notast við þannig vélar.

Af fræðimanni að vera þykir mér þú ragur við heimildaöflun. ‹Glottir ekki neitt›
Google er svo sannarlega eitt öflugasta tæki sem við höfum ef við þurfum að afla okkur heimilda.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 28/2/10 14:15

Já það er líklega rétt hjá þér Huxi. En ég get ekki varist þeirri tilfinningu að að leita á Google sé hálfgert svindl, svo auðvelt er það.
Þar fyrir utan fannst mér útskýring Kidda alveg ágæt, og efast um að ég hefði fundið slíkt í gegnum Google án mikillar fyrirhafnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 28/2/10 21:39

En á hitt ber að líta að ef Google gefur svar þá er otast vissara að sannreyna það eftir öðrum leiðum, þannig að segja má að á Google er að finna upphaf margra ritgerða, en sjaldnast endi þeirra.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
        1, 2
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: