— GESTAPÓ —
Undarlegir atburðir og leyndardómar Gestapósins
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 9/3/91 12:45

Fyrir nokkru veittum vjer því athygli að sumir gestanna hjer á Gestapóinu virtust færir um að vera blindfullir í sumum þráðum hjer en með öllu ódrukknir í öðrum þráðum á nánast sama augnablikinu. Skömmu síðar uppgötvðuðum vjer að vjer búum líka yfir þessum ótrúlega hæfileika.

Þótti oss þetta undarlegt mjög því fram að þessu hefur þetta verið talið ógerlegt með öllu. Er þetta enn einn leyndardómur Gestapósins og bætist þar við skrumgleypi og mörg önnur sjerkennileg fyrirbæri. Vjer sjáum einungis tvær leiðir til að þetta geti verið mögulegt:

(1) Tímavjel, sami gesturinn er þá hjer í mörgum eintökum frá mismunandi tímum. Það skýrir hvernig litið getur út fyrir að hann sje fullur og ófullur á sama tíma, hann er það í raun og veru á mismunandi tímum. Það skýrir hinsvegar eigi hvernig vjer getum munað eftir að hafa verið fullir og ófullir á sama augnabliki nema upplýsingar úr minni voru geti flust milli mismunandi eintaka af oss. Auk þess eiga þá grunsamlega margir gestir tímavjel.

(2) E.k. samhliða veruleiki/alheimar þar sem hægt er að vera fullur í einum alheimi/veruleika en ófullur í öðrum. Að ýmsu leyti líklegri skýring en til þessa höfum vjer talið að eigi væri hægt að upplifa marga veruleika í einu.

Þess ber að lokum að geta að oss finnst sjerlega ergilegt og órjettlátt að það sem lýst er að ofan skuli eigi vera mögulegt í sk. 'raunheimum'. Sú staðreynd að raunheimar eru ekki til dregur þó lítillega úr óánægju vorri með þetta.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 20/2/08 15:46

Þetta innlegg er t.d. skrifað núna í öðrum samhliða veruleika, en ég verð að hryggja þig með því að þar ert þú gulur en ekki grænn eins og ég hef heyrt að þú sért í þínum veruleik þaðan sem pistill þinn er skrifaður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 20/2/08 15:47

Þetta væri náttúrulega ofur töff ef þetta væri hægt í raunheimum.
Fara á blindafyllerí og sækja sig svo bara á tímavélinni áður en maður fer á fyllerí eða daginn eftir þegar runnið er af manni.
Hvílíkur sparnaður á leigubílakostnaði!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 20/2/08 15:49

Annað sem gæti skýrt þetta væri einhvers konar ástand þar sem fólk er ofurölvi eina stundina, en verður allt í einu tímabundið allsgáð, og svo kolli af kolli.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/2/08 17:12

Það er möguleiki en oss er þó ekki ljóst hvernig þetta á að geta átt sjer stað og því væru nánari skýringar á hvernig þetta gæti hugsanlega gerst vel þegnar. Oss finnst þessi mögulieki samt ólíklegur. Tímavjelar og/eða samhliða veruleiki/alheimar eru augljóslega líklegri skýring.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 20/2/08 17:29

Gæti t.d. verið ný uppfinning.
Pillur sem ættu að veita ölvun - en pillurnar væru hinsvegar gallaðar og höktu.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/2/08 21:57

Sumir höndla áfengið bara mismunandi vel á mismunandi þráðum... en ég styð samt þessa tilgátu með tímavélina...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/2/08 22:00

Andþór mælti:

Þetta innlegg er t.d. skrifað núna í öðrum samhliða veruleika, en ég verð að hryggja þig með því að þar ert þú gulur en ekki grænn eins og ég hef heyrt að þú sért í þínum veruleik þaðan sem pistill þinn er skrifaður.

‹Hrökklast afturábak, hrasar við og fölnar upp›
Það getur ekki verið. Var kannski ekki til kóbalt þarna heldur ? ‹Hrökklast enn meira afturábak og hrasar enn meira við›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 20/2/08 22:02

jeg er alltaf jafnfullur á öllum þráðum.‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 20/2/08 22:25

Vladimir Fuckov mælti:

Andþór mælti:

Þetta innlegg er t.d. skrifað núna í öðrum samhliða veruleika, en ég verð að hryggja þig með því að þar ert þú gulur en ekki grænn eins og ég hef heyrt að þú sért í þínum veruleik þaðan sem pistill þinn er skrifaður.

‹Hrökklast afturábak, hrasar við og fölnar upp›
Það getur ekki verið. Var kannski ekki til kóbalt þarna heldur ? ‹Hrökklast enn meira afturábak og hrasar enn meira við›

Það myndi útskýra afhverju þú ert ekki grænn þar.
Kenningar eru um að þú hafir í raun fæðst gulur, en sökum þess hve miklum tíma þú hefur eytt í kringum kóbalt gegnum ævina sértu orðinn eins og þú ert núna.
Ætli þú verðir ekki grænblár eftir 10 ár.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 21/2/08 10:18

Tigra mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Andþór mælti:

Þetta innlegg er t.d. skrifað núna í öðrum samhliða veruleika, en ég verð að hryggja þig með því að þar ert þú gulur en ekki grænn eins og ég hef heyrt að þú sért í þínum veruleik þaðan sem pistill þinn er skrifaður.

‹Hrökklast afturábak, hrasar við og fölnar upp›
Það getur ekki verið. Var kannski ekki til kóbalt þarna heldur ? ‹Hrökklast enn meira afturábak og hrasar enn meira við›

Það myndi útskýra afhverju þú ert ekki grænn þar.
Kenningar eru um að þú hafir í raun fæðst gulur, en sökum þess hve miklum tíma þú hefur eytt í kringum kóbalt gegnum ævina sértu orðinn eins og þú ert núna.
Ætli þú verðir ekki grænblár eftir 10 ár.

Það er strax byrjað. Hann er að minnsta kosti grænblárri en ég.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 21/2/08 23:43

Eigi stenst það þar eð þróun litarins hefur verið öfug. Vjer höfum verið að grænka en eigi blána. Allt til haustsins 2004 litum vjer svona út:

Þá rann upp fyrir oss að blái liturinn var heldur áberandi þar eð sökum hættu á aðgerðum óvina ríkisins vildum vjer eigi líta út sem gangandi auglýsing fyrir últrakóbalt. Tókst oss því að þróa afar fullkomna og flókna aðferð til að halda bláa litnum í skefjum. Lýsingu á þessari aðferð má finna í einhverjum þræði hjer á Gestapóinu en því miður höfum vjer eigi fundið hann.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermundur Frotté 21/2/08 23:51

Nei sko herra forseti, mikið hafið þér stækkað.
‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Hermundur Frotté • ógöfugmannlegur og ósnyrtimenni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 22/2/08 01:05

Vladimir Fuckov mælti:

Eigi stenst það þar eð þróun litarins hefur verið öfug. Vjer höfum verið að grænka en eigi blána. Allt til haustsins 2004 litum vjer svona út:

Þá rann upp fyrir oss að blái liturinn var heldur áberandi þar eð sökum hættu á aðgerðum óvina ríkisins vildum vjer eigi líta út sem gangandi auglýsing fyrir últrakóbalt. Tókst oss því að þróa afar fullkomna og flókna aðferð til að halda bláa litnum í skefjum. Lýsingu á þessari aðferð má finna í einhverjum þræði hjer á Gestapóinu en því miður höfum vjer eigi fundið hann.

Galdurinn hlýtur að vera meira gult.
gult er alltaf betra.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 23/2/08 06:36

Hlandgult. ‹Hikstar›

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 27/2/08 00:06

Það tilkynnist hjer með opinberlega að það var einmitt í þessum þræði sem vjer prófuðum tímavjel vora og sáum að hún virkar núna ‹Ljómar allur upp›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 27/2/08 00:49

Ég bíð spenntur eftir gögnum sem sýna það. ‹Starir þegjandi út í loftið› eru þau nokkuð komin fram?

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 27/2/08 00:49

Jú, þau eru komin fram ‹Ljómar upp›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: