— GESTAPÓ —
Lagfæringar á íslenskri réttritun
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 19/2/08 21:08

Fokk.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 19/2/08 23:12

Uss Rattati, maðr segr FÖKK.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 19/2/08 23:35

Ég er af suðurlandinu. Linmæltur.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 19/2/08 23:52

Segir maður ekki: Æm a púr lónsom káboj?

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 20/2/08 12:21

Günther Zimmermann mælti:

Sá (líklega) síðasti sem beitti ufsiloni eftir framburði lézt snemma á 17. öld. Um hann hefur Ólafur Halldórsson skrifað.

Notaði ekki Björn M. Ólsen allaf aðeins venjulegt i?

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Helena 20/2/08 12:44

Texi Everto mælti:

Segir maður ekki: Æm a púr lónsom káboj?

Mig minnir reyndar að það hafi verið Æm a púr lónsom kúsmal.

...hin fagra.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 20/2/08 15:24

hvurslags mælti:

Günther Zimmermann mælti:

Sá (líklega) síðasti sem beitti ufsiloni eftir framburði lézt snemma á 17. öld. Um hann hefur Ólafur Halldórsson skrifað.

Notaði ekki Björn M. Ólsen allaf aðeins venjulegt i?

Ég veit allavega að landlæknir Zoidberg sér engan tilgang í y-ritun

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 20/2/08 19:30

hvurslags mælti:

Günther Zimmermann mælti:

Sá (líklega) síðasti sem beitti ufsiloni eftir framburði lézt snemma á 17. öld. Um hann hefur Ólafur Halldórsson skrifað.

Notaði ekki Björn M. Ólsen allaf aðeins venjulegt i?

Jú, Björn notaði ekki ufsilon. Enda er frægt dæmi í texta eftir hann þar sem hann gleymdi sér, og skrifaði y í orði. Því tíðkast, vitni maður í þann texta, að setja pent lítið [sic!] á eftir ufsilonorðinu.

En smá minnisvarða um ufsilonframburðinn forna eigum við í hinu stórfallega orði pulsa.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 21/2/08 20:21

Er enginn hér sem hefir hug á að halda þessari fróðlegu umræðu lifandi?

Ég vil nota tækifærið og mótmæla enn og af enn meiri krapti framburðar-æi (ǽ) Glúms. Slíkt væri óráð hið mesta eins og ég hefi áður rakið, og brot í málssögu íslenzkunnar (nema sem undirkafli í hliðarspori Konráðs Gíslasonar, en til þess þarf umfangsmeiri breytingar en með hljóðritun eins hljóðs, en hinum sleppt).

Einneiginn vil ég ræða ögn orðið „gagnvarp“. Samhljóðaklasinn í miðju orðinu er einstaklega óþjáll í framburði, og sárbænir lesarann um að skjóta inn sérhljóði. Því legg ég til að orðið verði héreptir (því þetta er ágætt* orð) „gagnavarp“. Því í gagnavarpinu er gögnum jú varpað heimshorna á milli. Orðið er þá jafnmörg atkvæði og rómanska orðskrípið „internet“, en heldur germanskri fegurð sinni. Ekki þarf að fjölyrða um mengið sjónvarp, útvarp og gagnavarp, en hér má með sanni segja að heildin sé stærri en summa parta hennar.

---
*Ágætt er hér notað í réttri merkingu.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 27/2/08 22:13

Merkilegt að zetan heitin hafi ekki verið nefnd í þessu samhengi. Ætli það sé ekki vegna þess að enginn man afhverju hún var brúkuð? Hún var jú slegin af árið 1974.

Zetureglurnar eru í raun nokkuð einfaldar. Ef tannhljóð er í stofni (dé, eð, té) þá er sett zeta þegar ess fylgir. Sbr.:
Ísland - íslendska - íslenzka - eftir 1974: íslenska.
Rætast - rætst - ræzt - e. '74: ræst.
Kætast - kætst - kæzt - e. '74: kæst.
Betra - betst - bezt - e. '74: best.

&c.

Stafsetning m.v. stofn orða er nauðsyn.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 28/2/08 01:04

Þetta var fróðlegt hef aldrei skilið þessa zetu fyrr en nú.
Þannig að fyrir '74 gat maður kæzt yfir hversu vel skatan var kæst. Þá hefðu einnig þær spár ræzt að virkjun er aldrei ræst á réttum tíma.
Þetta "meikar jafnmikinn sens" og yppsilonið og getur valdið misskilningi. Ef yppsilonið yrði fellt niður vildi ég ekki vera sá "skítur í markið firir framan 20.000 áhorfendur"

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Helena 28/2/08 11:55

Ég myndi líka vilja gera greinarmun á því hvort barnið er skýrt eða skírt.

...hin fagra.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermundur Frotté 28/2/08 15:20

Kræzt segi ég nú bara!

Hermundur Frotté • ógöfugmannlegur og ósnyrtimenni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 26/3/08 19:29

Günther Zimmermann mælti:

Finnskt ritmál hefur verið hljóðritað nú um allnokkuð skeið við víst ágætan árangur (þó hver skrifi vitaskulld með sínu nefi, og það hefur sínar afleiðingar, t.d. mikinn mállýzkumun í stafsetningu - íslenzka hefur engar mállýzkur að neinu marki og því væri það óheillaspor).

.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 26/3/08 19:35

Günther Zimmermann mælti:

Finnskt ritmál hefur verið hljóðritað nú um allnokkuð skeið við víst ágætan árangur (þó hver skrifi vitaskulld með sínu nefi, og það hefur sínar afleiðingar, t.d. mikinn mállýzkumun í stafsetningu - íslenzka hefur engar mállýzkur að neinu marki og því væri það óheillaspor).

.

Heyrðu,Günther minn, þetta er bara ekki rétt. Finnskt ritmál er ekki hljóðrítað, þó ansi nær er, og réttrítun er staðlað eftir vissum reglum. Menn skrífa þó eitthvað á sinum mállýskum, en það er ekki mikið. Og jafnvel bókmál er ekki hljóðrítað, um það eru dæmi, en þar sem fæstir kunna hér finnsku, ég kem ekki með þau. En þar hefur þú rétt fyrir þér, að framburður og réttrítun séu ansi nálægt hvor öðrum. Sendu mér póst ef þú vilt vita meira.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 26/3/08 21:21

Kiddi Finni mælti:

Günther Zimmermann mælti:

Finnskt ritmál hefur verið hljóðritað nú um allnokkuð skeið við víst ágætan árangur (þó hver skrifi vitaskulld með sínu nefi, og það hefur sínar afleiðingar, t.d. mikinn mállýzkumun í stafsetningu - íslenzka hefur engar mállýzkur að neinu marki og því væri það óheillaspor).

.

Heyrðu,Günther minn, þetta er bara ekki rétt. Finnskt ritmál er ekki hljóðrítað, þó ansi nær er, og réttrítun er staðlað eftir vissum reglum. Menn skrífa þó eitthvað á sinum mállýskum, en það er ekki mikið. Og jafnvel bókmál er ekki hljóðrítað, um það eru dæmi, en þar sem fæstir kunna hér finnsku, ég kem ekki með þau. En þar hefur þú rétt fyrir þér, að framburður og réttrítun séu ansi nálægt hvor öðrum. Sendu mér póst ef þú vilt vita meira.

Heiðraði Kiddi.

Allan minn fróðleik um þettað hef ég úr grein Páls Bergþórssonar veðurfræðings í Lesbók Morgunblaðsins frá 26. maí 2007, bls. 3.

Þar segir m.a.:

Tilvitnun:

Sá merkilegi atburður varð fyrir um það bil 100 árum að Finnar tóku upp stafsetningu eftir framburði. Í sinni hreinustu mynd einkennist hún af því að hvert hljóð í mæltu máli er sýnt með sérstöku rituðu tákni, og hvert tákn í rituðu máli vísar til sérstaks málhljóðs. Til þess að þurfa ekki að fjölga bókstöfum og öðrum táknum um of getur þurft að gera undantekningar frá þessu, en þá verða þær að hlíta föstum og auðlærðum reglum. Um leið var tekið upp samræmt og „vandað“ finnskt ritmál sem að sumu leyti var og er nokkuð úrelt. Það er þó notað sem talmál við messugerð, í stjórnmálaumræðum og fréttaflutningi. En þetta ritmál skilur sig nokkuð frá daglegu talmáli sem aftur á móti tíðkast í alþýðlegum sjónvarps- og útvarpsþáttum og á vinnustöðum. Og nú er orðið algengara en áður að ritað sé á talmáli og með framburði hvers ritara, til dæmis í einkabréfum og ekki síst í hinum umfangsmiklu orðaskiptum á netinu. Þá er samt fylgt sömu stafsetningarreglum og í samræmda ritmálinu, eftir framburði, en að breyttu breytanda.

Greininni lét hann og fylgja ljóðið Hafís e. Einar Benediktsson, bæði með sunnlenzkum framburði og norðlenzkum.
Sjáum fyrst hinn norðlenzka:

Kvæði:

Frá vesdri til ausduhrs um hólman hálvan
hríngar siq brimkvíta fljótandi álvan.
Þar björgjin siq milja sem brothæhd sgurdn
ivir bældu, æðandi reiinhavi. –
Ein himinvíð sjón út á heimsenda sjálvan,
eihd helsdohrgjið ríkji með turdn við turdn,
sem gljá oq sbeiglasd við gjeisla kvurdn
ivir gaddbláum sguggum, marandi í hálvu kavi.

Og þá hinn sunnlenzka:

Kvæði:

Frá vesdri til ausduhrs um hólman hálvan
hríngar siq brimhqvíta fljódandi álvan.
Þar björgjin siq milja sem brodhæhd sgurdn
ivir bældu, æðandi reiinhavi. –
Ein himinvíð sjón úd á heimsenda sjálvan,
eihd helsdohrgjið rígji með turdn við turdn,
sem gljá oq sbeiglasd við gjeisla hqvurdn
ivir gaddbláum sguggum, marandi í hálvu kavi.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 29/3/08 09:38

Jæja. Hvernig ætti annars skrífa eftir vestfirskum bramburði, langur, þar sem algengasti framburðurinn er lángur?

En það sem finnskuna varðar, vil ég bara benda á, að þessar upplýsingar standast ekki alveg fullkomlega:

1.Þróun finnska rítmálsins hefur mun lengra rætur. á 17. og 18. öld skrifuðu menn meira eftir vestur- og suðvesturfinnsku, og þess vegna er rítmál þeirrar tíma frábrugðin þeirri finnsku sem skrifuð er í dag. Á 19. öld var sk. mállýskudeila, þar sem sumir vildu leyfa öllum að skrífa eftir sínu mállysku, en komið var upp einhverskonar málamiðlun og ritmálið stendur þá næst framburðinu sem tiðkast í Mið-Finnlandi, kringum borgina Jyväskylä.

2. Þó að rítmál er ansi nær framburðinum, eru samt hljóð í framburði sem verða ekki skrifuð, td. svokallað "aspirasjon", hvað sem það nú er á íslensku. Dæmi: "Tule tänne", Komdu hingað, er sagt "tulet tänne", þar sem t-ið í seinna orðinu endurspeglast í endanum á fyrra orðinu. En t-ið hefur enga merkingu og er þess vegna aldrei skrifað. Eða "komdu heim" er "tule kotiin", borið fram "tulek kotiin".

3. Breyting sem í greininni var nefnd, að stillinn í fjölmiðlum er orðið nær talmáli, er satt, en þá er spurning meira um orðaval og stil frekar en réttrítun. Satt er einnig, að í netinu menn skrifa meira eftir talmáli, annað hvort eftir mállýskum og unga fólkið sléttir frám sítt úllingamál. Sömuleiðis er leyft að skrifa meira eftir mállýskum og talmáli í bókmenntum, þegar það á við. Má nefna, að vinsælasta ljóðskáld í Finnlandi er ung (eða undir fertugt) kona sem skrífar á suðvesturfinnsku.
Á hinn boginn hafa mállyskur verið að jafnast út, eða fært sig nær sameinlegu talmáli, sem eflaust er áhríf frá fjölmiðum og fólksflutningum ínnanlands. Ég get ekki á mér setið, vil gefa eitt dæmi í viðbót um mállýskumun: "Ég er" er á rítmáli "minä olen". Sama setning getur hljómað "mää ole" í suðvestri, "mie oon" í suðaustri og "minnoun" í mið-austri eða Savo-héraðinu.

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/3/08 11:50

Þetta er skjemtilegur þráður sem jeg ætla að lesa áfram, en eigi koma með athugasemdir við.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: