— GESTAPÓ —
Lagfæringar á íslenskri réttritun
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 19/2/08 16:28

Hér mun öllum vera frjálst að koma með lagfæringar á íslenskri réttritun eins og hún er viðtekin í dag. Þar er um auðugan garð að gresja og má þar nefna atriði sem eru öllum kunnug eins og t.d. óþarfa notkun y og ý í ritmálinu, tilviljanakennda notkun bókstafsins x auk vorrar heittelskuðu ng/nk reglu sem þjónar engum tilgangi.

Eitt sem hrjáð hefur íslenskunotkun mína er að mér finnst bagalegt að notast sé við bókstafinn æ fyrir tvenn hljóð. Það tíðkast nefnilega að nota æ bæði yfir hljóðin æ (eins og í sækja) og hljóðið jæ (eins og í kæfa).

Þverasnaháttur þessa samkurls hljóða sést ágætlega þegar horft er á orðin sækja og skækja þar sem í öðru þeirra er æ-ið borið fram eðlilega en í því seinna er það borið fram sem jæ, prófið bara að segja "Skækja, skjækja" nokkrum sinnum í röð. Ennfremur er vert að líta á hljóðin e og je sem fyrir löngu búið að aðskilja í tvo bókstafi (þó að til sé eftirtektarverð undantekning frá þeirri reglu).

Ég legg því til að hér eftir verði notast við bókstafinn ǽ til að tákna hljóðið jæ (eins og í kæfa) og því skal kæfa framvegis vera skrifuð sem kǽfa.

Sem þumalputtareglu má jafnan géra ráð fyrir að ǽ (eins og í kǽfa) komi fyrir í texta á eftir g og k þó það sé ekki algilt, sbr. orðin kæjak og Gæjol (gleraugu töffari) sem eru bæði skrifuð með æ en ekki ǽ (eins og í kǽfa).

Áfram skal þó notast við stafinn æ þar sem hann kemur fyrir á undan ng eða nk eða þar til sú leiðinda regla verður felld niður.

Það er auðvitað algjörlega géfið mál að það er réttara að skrifa orðin gǽr, kǽr, gǽgjugat og kǽrasti með ǽ (eins og í kǽfa) en ekki æ. Að auki mun þetta vinna gegn lúmskri tilhneigingu sumra til að rugla saman é og æ, að ekki sé minnst á öll börnin sem sífellt leitast við að setja samviskusamlega j fyrir framan æ-in í þessum tilvikum og fá óverðskuldaða skömm í hattinn fyrir vikið.

Jamm og ǽja, ég geri ráð fyrir að margir hafi eitthvað við þetta að athuga og ég vona að sem flestir beri gǽfu til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Glúmur Angan

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 19/2/08 16:32

Kǽrkomin breyting!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 19/2/08 16:51

‹Sækir klórblönduðu hreinskriftar og málverndarsápuna› Hér þarf aldeilis að taka til hendinni. ‹Hefst handa við að skrúbba villurnar›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 19/2/08 16:52

‹Hjálpar Búbbanum við að skrúbba› Ansvítans, ég næ þessu ekki af! ‹Blótar herfilega og rífur hár sitt›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 19/2/08 16:54

Þetta eru orð í tíma töluð Glúmur. Þó fyrr hefði verið.
En tölvan mín er eitthvað biluð, mér tekst ekki að setja kommu yfir æið, hvernig sem ég reyni.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 19/2/08 17:31

Jú, það er nokkrum vandkvæðum háð að rita ǽ í texta því það bjóða ekki allar tölvur upp á ritun hans á einfaldan hátt. En í versta falli geturðu alltaf afritað einn af mínum eða breytta skálarþulunni og setja ´ í stað x og æ í stað T og hreinsa hismið utan af o taginu.

Áhugafólki um æ verð ég síðan að benda á hið stórmerka félaxrit Mosu frænku; Frœðakorn

Illu heilli þá hefur mér því miður ekki tekist að rita kommu yfir œ-in mín svo að vel sé og þarf að breyta skálarþulunni til þess, því vitanlega er ekki allskostar rétt að skrifa skǽði án þess að hafa þar ´œ

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/2/08 17:39

Varðandi 'æ' þá teljum vjer í ljósi þessara skrifa Glúms, svo og fjelagsrits Mosu (sem ætti að vera skyldulesning allra hjer), algjörlega nauðsynlegt að nota fjórar 'tegundir' af æ:

æ
œ

Og svo þessa tvo stafi með kommu yfir:

ǽ
´œ

Í ljósi skrifa Glúms og Mosu er þörfin fyrir þetta augljós.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 19/2/08 17:41

Vladimir Fuckov mælti:

Varðandi 'æ' þá teljum vjer í ljósi þessara skrifa Glúms, svo og fjelagsrits Mosu (sem ætti að vera skyldulensing allra hjer), algjörlega nauðsynlegt að nota fjórar tegundir af æ:

æ
œ

Og svo þessa tvo stafi með kommu yfir:

ǽ
´œ

Í ljósi skrifa Glúms og Mosu er þörfin fyrir þetta augljós.

En erum við þá ekki komin í sömu vitleysuna og Glúmur vill útrýma með niðurfellingu Y og Ý ? ‹Starir þegjandi út í loftið›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/2/08 17:43

Ein leið til að leysa það vandamál er að breyta einfaldlega framburðinum á Y/Ý og bera þá stafi fram eins og t.d. Danir bera fram Y ‹Ljómar upp›.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 19/2/08 17:57

B. Ewing mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Varðandi 'æ' þá teljum vjer í ljósi þessara skrifa Glúms, svo og fjelagsrits Mosu (sem ætti að vera skyldulensing allra hjer), algjörlega nauðsynlegt að nota fjórar tegundir af æ:

æ
œ

Og svo þessa tvo stafi með kommu yfir:

ǽ
´œ

Í ljósi skrifa Glúms og Mosu er þörfin fyrir þetta augljós.

En erum við þá ekki komin í sömu vitleysuna og Glúmur vill útrýma með niðurfellingu Y og Ý ? ‹Starir þegjandi út í loftið›

Mikið rétt, ég sagði hér að ofan að mér þætti notkun á y óþörf - en ég á samt skelfilega erfitt með að fá mig til að skrifa texta án þess að nota y. Hluti af mér vill afnema stafina en hluti af mér vill lofa þeim að lifa áfram vegna sögunnar á bak við þá. Þangað til ég gét endanlega gert upp hug minn stendur mér á sama um að ástandið haldist óbreytt.

Að sama skapi þá þykir mér sagan á bak við œ ákaflega skemmtileg en ég gét ekki gert upp hug minn hvort hægt sé að réttlæta upptöku hans vegna þess að þá værum við komin með tvo stafi yfir sama hljóðið sem flækir málfræðina án þess að veita henni meiri upplausn.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 19/2/08 18:19

Hvað þá með U þegar það er borið fram VU eins og í Guð?

Ü?

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 19/2/08 18:43

Grágrímur mælti:

Hvað þá með U þegar það er borið fram VU eins og í Guð?

Ü?

Slepptu rómverjar ekki U? Það má kannski taka upp þeirra rithátt og nota V í stað U. Gvð eða maðvr.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 19/2/08 18:49

Væri það þá Vladimir Fvckov?
‹Klórar sér í höfðinu›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 19/2/08 18:50

krossgata mælti:

Grágrímur mælti:

Hvað þá með U þegar það er borið fram VU eins og í Guð?

Ü?

Slepptu rómverjar ekki U? Það má kannski taka upp þeirra rithátt og nota V í stað U. Gvð eða maðvr.

Þá sparast líka 1 stafvr. ‹Ljómar upp›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 19/2/08 19:48

Ég hlýt að vera hjartanlega ósammála framburðarskrift, sbr. þá sem Glúmur boðar (en takmarkar einhverra hluta vegna við framburð á æ-i). Reglur að slíkri eru til, Konráð Gíslason samdi þær og þær voru boðaðar í Fjölni, um 1840. Samkvæmt hans hugmyndum væri réttara að bæta bara inn joði, í stað þess að koma með sérstakt tákn fyrir hljóðið. Hins vegar er ég hjartanlega sammála því að œ fái aftur sinn sess í íslenzka stafrófinu.

En hvað einföldun stafsetningarinnar varðar, þá hef ég lengi barizt fyrir niðurfellingu bókstafsins ð. Hann var ekki notaður í íslenzku ritmáli frá því um 1350 fram á 19. öld, þegar Fjölnismenn og aðrir „hreinsuðu“ tungumálið og fyrntu og bættu honum inn á nýjan leik. Á þessu u.þ.b. 500 ára tímabili var d notað í staðinn. Áður en nokkur byrjar að væla yfir því að d og ð sé alls ekki sama hljóðið, skal sá hinn sami bera saman t.d. g í orðinu gull og g í orðinu segja. Íslenzka er ekki hljóðritað mál, og hefur aldrei verið. Þeir sem aðhyllast slíkt geta flutt til Finnlands. Finnskt ritmál hefur verið hljóðritað nú um allnokkuð skeið við víst ágætan árangur (þó hver skrifi vitaskulld með sínu nefi, og það hefur sínar afleiðingar, t.d. mikinn mállýzkumun í stafsetningu - íslenzka hefur engar mállýzkur að neinu marki og því væri það óheillaspor).

Hvað u og v varðar, þá voru það ekki bara Rómverjar sem brúkuðu sér- og samhljóðatákn þessa hljóðs á víxl, það þekkist í íslenzkum handritum fram á 18. öld að nota u fyrir v og öfugt (sbr. uetur fyrir vetur, kälfvr fyrir kálfur o.s.frv.) Hér verður að hafa í huga að tilraunir í átt til fastsetningar og samræmingar stafsetningar upphófust ekki í heiminum fyrr en á 19. öld. Þegar þjóðernishugmyndin vaknaði (hjá mönnum eins og Herder o.fl. (sem Fjölnismenn lásu í þaula)) þá varð hugmyndin um þjóðtunguna sem sameiningartákn þjóða til, og þar með kom hugmyndin um samræmda stafsetningu. Sveinbjörn Eigilsson rektor deildi við Konráð Gíslason um stafsetningu minnir mig, og er það líklega með fyrstu skiptum sem það var gert m.t.t. íslenzkrar tungu.

Um ufsilon, Halldór Laxness hljóðritaði sitt ritmál að einhverju marki, en gafst upp fyrir ufsiloninu. Hann sá, sem rétt er, að stafsetning án ufsilons er arfaljót. Sá (líklega) síðasti sem beitti ufsiloni eftir framburði lézt snemma á 17. öld. Um hann hefur Ólafur Halldórsson skrifað.

Ég gæti talað um þetta í marga daga, en læt staðar numið hér. Góðar stundir.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 19/2/08 20:03

e|\| @ð hæ++@ 4Lf4|21ð að n074 8ó|{$+4|=1 09 N0@ táKN í s+4ðiN ?

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 19/2/08 20:07

B. Ewing mælti:

e|\| @ð hæ++@ 4Lf4|21ð að n074 8ó|{$+4|=1 09 N0@ táKN í s+4ðiN ?

@ er náttúrulega ágætt tákn, er band eða ligatúra fyrir latneska orðið ad, sem samsvarar að hjá okkur. Sjálfsagt að nota @ í staðinn. Hins vegar, þar sem æ færri lesa núorðið, og fólk því hætt að greina almennilega muninn á að og af, finnst mér athugandi að gefast upp í því stríði og nota a' fyrir bæði að og af.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hermundur Frotté 19/2/08 21:07

ề gæti hæglega komið í stað ei sb. ég gekk hềm og nềtaði þềm um samfylgd.

Hermundur Frotté • ógöfugmannlegur og ósnyrtimenni
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: