— GESTAPÓ —
Smellt í góm.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/4/07 20:33

Stundum þegar ég er að lesa einhverja spekina hér á Baggalúti kemur fyrir að ég smelli þrisvar í góm og hristi höfuðið hægt um leið. Svona: ‹Smellir þrisvar í góm og hristir höfuðið hægt.›
Það kemur fyrir að mig langi til að skrifa þetta, en þá er ekki til neinn bókstafur sem tjáir þetta hljóð á íslensku.
Sjálfsagt erþó til rittákn fyrir þetta á búskmannamálum eða öðrum þeim málum þar sem þetta hljóð er algengt í talmáli.
Mig minnir endilega að ég hafi einhvern tíma séð skrifað eftirfarandi: tsk, tsk, tsk. Mér hefur dottið í hug að viðkomandi ritari hafi ætlað að skrá umrætt hljóð, en líklegra er þó að þarna standi þrisvar sinnum skammstöfunin fyrir teskeið.

Hvað segið þið Bagglýtingar góðir. Getum við komið okkur saman um hvernig eigi að tákna þetta hljóð? Til dæmis 't, eða ß, eða ^c?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 11/4/07 20:38

Ég varð að hætta að koma hingað lengi vel af því að ég hristi hausinn of mikið.
Læknarnir sögðu mér að ég væri komin með heilaskemd af þessu og hálsinn hefði styst um fjóra sentímetra.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/4/07 20:42

Það þarf kannski tákn fyrir höfuðhristingar líka.
Annars á að hreyfa höfuðið fram og til baka en ekki í hringi.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 11/4/07 21:37

Þegar ég smelli í góm heyrist hljóð sem er best lýst með „tokk“.

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/4/07 22:16

Ég meina ekki „tokk“, það er of aftarlega.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/4/07 22:20

Ég held að það heyrist: „d~i“.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/4/07 22:21

„d~í“?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/4/07 22:25

Dlo(k)? Er það hljóðið. Er hljóðið myndað með því að láta tungubrodd falla úr efri gómi niður að neðri tannrótum?

Eða er þetta hljóð þar sem tungubrottur er nálægt efri hluta gómsins, lofti lokað og hleypt af en tunga snertir ekki neðri góm? Þá myndi ég kalla hljóðið (s)tu.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/4/07 22:25

Þetta hefst á einhvers konar öfugu dje-i (dje á innsoginu), svo er hálfgert uppbrotið hljóð sem mætti kannski helst kenna við err (og því tákna ég það með bylgju) og svo endar þetta á i-i. ‹Ljómar upp›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/4/07 22:28

Ég er ekki að meina dlo-(k) hljóðið sem maður notar stundum við litla krakka. Ég held að Billi sé nær þessu nema ég kannast ekki við neitt i.
Tungubroddur rétt fyrir aftan tennur (ef þær eru til staðar) og „smellt í góm“.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/4/07 22:31

Það er eiginlega rétt. I-ið er meira svona tilfinning sem ég fæ, frekar en hljóð sem heyrist.

D~

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/4/07 22:35

Æ ég gefst upp. Hef reyndar aldrei skilið þetta smella í góm dæmi. Heyri fólk aldrei gera þetta. Það er aðallega í bókum sem fólk virðist gera þetta.

Þú ert þó ekki skáldsaga Regína?

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/4/07 22:36

Nei, hún er ritröð. ‹Grípur um kvið sér, leggst í fósturstellingu á jörðina og veltist um, emjandi af hlátri›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/4/07 22:36

‹Veltir því fyrir sér hvort hún sé skáldsaga› Veit ekki, en þú?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/4/07 22:37

Nei, ég er gulnað eintak af Tígulgosanum.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 11/4/07 22:39

Öll eintök af Tígulgosanum eru gulnuð. Ég vissi ekki að þú værir svona gamall. ‹Smellir þrisvar í góm og hristir höfuðið hægt.›
D~ D~ D~ Virkar þetta?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/4/07 22:44

‹Ljómar upp› Já, það svínvirkar.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 11/4/07 22:46

D~ D~ D~ Er þetta þá niðurstaðan?

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: