— GESTAPÓ —
Til áminningar
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/10/06 10:43

Eftirfarandi er orðrétt frá ritstjórn og skulu menn hlýða því í hvarvetna, ellegar sæta harðri refsingu:

Þennan sáttmála samþykkja menn sem skrá sig inn á Gestapó:

Ritstjórn mælti:

Þau skrif sem hér birtast eru alfarið á ábyrgð höfunda og endurspegla ekki á nokkurn hátt skoðanir eða viðhorf aðstandenda Baggalúts.
Notendur samþykkja að hafa í frammi almenna kurteisi í skrifum sínum og koma á allan hátt drengilega fram hver við annan. Hverskyns dónaskapur, ofbeldi og svívirðingar eiga ekki heima á spjallrásum þessum. Verði notendur uppvísir að slíku verða þeir umsvifalaust útilokaðir frá frekari þátttöku í umræðum og þeim refsað grimmilega, með aðstoð miðla og særingarmanna.
Notendur samþykkja að upplýsingar um þá og skrif þeirra verði vistaðar í gagnagrunni. Slíkar upplýsingar verða að öllu jöfnu ekki afhentar öðrum án samþykkis notanda (nema gegn ríflegri greiðslu).


Að auki fá menn þessar upplýsingar um hegðun:

Ritstjórn mælti:

* Notendur Gestapó skulu vera kurteisir, upplífgandi, hófsamir, smekkvísir, geðgóðir, umburðarlyndir og friðsamir.
* Skrif skulu einkennast af sannleiksþrá, fræðilegri nákvæmni, vönduðu málfari og góðri stafsetningarkunnáttu.
* Umræður skulu fara fram á íslensku, vandaðri.
* Umræður skulu fara fram á friðsamlegum nótum.
* Drengskapur skal viðhafður í öllum leikjum.
* Klúryrði, meiðandi athugasemdir, dónaskapur, frekja og hvers kyns skrílsháttur verður ekki liðinn.
* Reykingar eru leyfðar á Gestapó.
* Áfengisneyslu skal stillt í hóf.


Um Myndir:

Ritstjórn mælti:

* Myndasafn er uppfært endrum og sinnum.
* Ef engin mynd í safni er þér að skapi skaltu snúa þér til ritstjórnar.
* Örar myndbreytingar eru ekki vel liðnar.

Um Félagsrit:

Ritstjórn mælti:

* Félagsrit skulu vera fræðandi, skemmtileg og innihaldsrík.
* Félagsrit skulu ekki innihalda blaður, orðagjálfur, tittlingaskít ellegar argaþras.
* Félagsrit skulu vera höfundi sínum til sóma.

To live outside the law, you must be honest.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fallegust 18/10/09 10:36

Sæl öll...‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›.
á ég að vera hrædd, ég meina, sko...‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›
ég lofa að reyna vera þæg, góð og fara eftir öllum þessum reglum en úffff

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Einn gamall en nettur 18/10/09 11:42

Þetta er tómt þvaður þessar reglur.
Eina reglan sem þú þarft að muna er að styggja ekki tígrisdýrin.

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 18/10/09 11:48

Velkomin. Vertu bara ekki hársár, og skemmtu þér vel.
Annars eru tígrisdýrin flest orðin tannlaus. ‹Fer í tígrisdýrahelt búr og læsir að sér›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 18/10/09 12:30

Taktu bara þann gamla til fyrirmyndar því hann kann allveg að temja tígrisdýrin.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 18/10/09 12:49

Fallegust mælti:

Sæl öll...‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›.
á ég að vera hrædd, ég meina, sko...‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›
ég lofa að reyna vera þæg, góð og fara eftir öllum þessum reglum en úffff

Þú gleymdir einni reglunni, að setja punkt á eftir setningu.

Annars eru þessar reglur, ef þú skoðar þær vel, ekkert annað en venjulegir mannasiðir (sem sumir kunna ekki , því miður). Vertu svo velkomin.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 18/10/09 18:18

Og muna að sýna sínar bestu hliðar öllum stundum.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/10/09 22:59

Hvernig stendur á því að þessi þráður er opinn? ‹Starir þegjandi út í loftið›

To live outside the law, you must be honest.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fallegust 18/10/09 23:13

Opinn? ‹Starir þegjandi út í loftið› gerði ég eitthvað vitlaust?‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/10/09 23:16

Jamm, hlýtur að vera... með miklum særingum og andkosmískum hugsunum tókst okkur að loka honum fyrir nokkrum árum... ótrúlegt... ‹Byrjar særingar›

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/10/09 00:04

‹Byrjar væringar›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 19/10/09 00:19

Billi bilaði mælti:

‹Byrjar hræringar›

Ertu ekki að hræra í vitlausri súpu?‹Glottir eins og fífl›

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 19/10/09 00:38

Ja hérna, getur þessi nýliði verið sá útvaldi, þessi sem ritað er um í 7. spádómsbók Myglars.

Tilvitnun:

Vers 65746655.354G: Og sjá, 4 tákn endalokanna mun birtast í nýliða sem hefur vald til að ljúka upp áður læstum þráðum...

Svo reyndar kemur eitthvað um fjölmiðlafrumvörp sem munu þýða endalok Gestapó... en ég held að það gerist ekkert...
‹Starir þegjandi út í loftið›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fallegust 19/10/09 16:27

Nei því miður er ég ekki þessí útvaldi....en‹Starir þegjandi út í loftið› en ég er náin ættingi svo það ætti að teljast nokkuð gott.‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 19/10/09 16:30

Kannski er hún þá mögulega sá úlfaldi sem minnst er á í apókrífsku bókunum ...

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Madam Escoffier 19/10/09 20:34

Eru úlfaldanir mínir sloppnir aftur? Best að reyna að smala þeim saman í hvelli, þetta gæti farið allt í vitleysu annars.‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 19/10/09 20:37

Hvað fær maður fallega konu fyrir svona marga úlfalda í Egyptalandi? Kannski þá fallegustu?

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 19/10/09 21:05

Átt þú kannski fallegustu úlfaldana í Egyptalandi?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: