— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, ... 35, 36, 37  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 18/9/06 16:02

Enn skal taka'í ár og róa
yfir kvæðastrauminn feginn.
Núna finnst mér grasið gróa
grænna Baggalútar megin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Morgun vísa.

Þvagrás losa þrífa tær,
þarma líka tæma.
Tennur bursta trimma klær,
teyga kaffið slæma.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 19/9/06 13:39

Mættur nú, á nýja síðu,
nývaknaður drykkur.
Hegða mér af bestri blíðu,
bara fyrir ykkur.

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 19/9/06 13:44

Mold er hold og hold er mold
hermir aldin saga.
Þannig goldið fáum Fold
fyrir lánið daga.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 19/9/06 17:39

Konur, mig sjálfræði svipta.
Í sambúð þær frelsinu rifta.
Þjakaður kvíða
nú þarf ég að ríða
og bleyjum á börnunum skipta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 21/9/06 20:29

Með stírur í augum, stíflað nef,
strengi og magapínu.
Þessa flensu ég fengið hef
í framhjáhaldi mínu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 21/9/06 22:13

Í orðastað manns við dánarbeðið:

græna torfu geng ég undir
gefist mér þá næðistundir
á himnum, fimmtán fagrar sprundir
og feitir einnig heimanmundir

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 22/9/06 15:16

Glitra oft í augum tár,
um mig skríður hrollur
Ég giftist minni frú til fjár,
en fékk með henni rollur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 22/9/06 20:05

Er ég bóli út úr smó
yfir sundin leit ég þá.
Sól á austurhimni hló,
hún var alveg græn og blá.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 22/9/06 22:10

Er ég rúmi út úr þaut,
yfir húmið svarta leit.
Á mig Glúmur glyrnum skaut.
Goða trúm ég bænir reit.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/9/06 22:12

Rétta stuðla? Rímið gott?
(Reiti hár af bragfræðinni.)
Blaðið kuðla. Bið um tott.
Bölva árans ritstíflunni.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Fór í ónefnda verzlun á höfuðborgarsvæðinu.....

Blekið ekki boðlegt hér,
borga vildi minna.
Aurinn spara og þá fer,
í Ofice það að finna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 25/9/06 17:43

Mér finnst það ekkert undarlegt
að yrkja vísur hér á blað.
Frúin er kannski sár og svekkt,
sú verður bara að hafa það.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 26/9/06 13:26

Hér vill troðast enn og aftur
Ullargoði'á Baggavef.
Þessi hroða kvæða kjaftur
kann að hnoða vísnastef.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ullargoði 30/9/06 15:02

Heilsan betri orðin er
eftir fjörugt kvöld í gær,
þá sótti fast í fang á mér
50 ára gömul mær.
-Eftir kapp og kræfan skell,
á klofbragði ég loksins féll.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/10/06 15:10

Í dag er ég steiktur og stend mig við dottið,
stirðnaður, veslast upp, fölur á kinn
augun ég píri og örmjótt er glottið
eymsli í hausnum ég sífellt til finn.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 5/10/06 22:56

Í dag er víst þreittur latur og lúinn
læðist á tánum hvert einasta spor,
uppgefinn alveg, rótinni rúinn
ræfill, á taugum síðan í vor.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 9/10/06 20:18

Ég sendi Enter einkapóst áðan varðandi möguleika á aðgangi að gömlum kveðskaparþráðum.
Ég lét vísu þessa fylgja með:

Legg ég nú inn litla bón,
um löngu horfna þræði.
Þótt varla myndi teljast tjón
ef týndust öll mín kvæði.

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
        1, 2, 3, ... 35, 36, 37  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: