— GESTAPÓ —
Enn er kveðist á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 277, 278, 279 ... 453, 454, 455  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/4/05 02:58

Dagar langir líða enn
læðast bakvið þilið
Ennþá drekka auðnumenn
Ákavíti... Skilið?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 24/4/05 03:02

Skilið hef ég heimsins böl
helstu menn reynt að teyma.
En drukkið hef nú dáltið öl
djöfuls helling bún'að gleyma.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/4/05 03:41

Gleymast dagar gleymast ár
gleymast sælustundir
Þó ég man oft mörg þau sár
er magna ástarfundir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 24/4/05 04:06

Ástarfundir fyrnast seint
fljót er ei að gleyma.
Fórum oftast afar leynt
um lífsins sæluheima.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 24/4/05 04:08

Ástarfundir, unaðsstundir,
æfifundir part úr degi.
Koma undir karl og sprundir,
kreppast mundir eigi.

‹Of seinn›

Sæluheima svo mun dreyma
sofna heima - hér.
Kött að breima og klár að teyma,
kanske gleyma mér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 24/4/05 04:27

Mér nú leiðist líka þófið
langar til að skemmta mér.
Leiða þig með mér í hófið
mæla ljúft í eyra þér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 24/4/05 04:47

þér verður ekki skotaskuld
að skella saman bögu.
Örkum saman út í kuld-
-að gera sögu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 24/4/05 23:36

Sögu okkar segi aldrei
sannleikann ég mæli ei.
Þagað getur þessi mey
þar til hverfur naglafley.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 24/4/05 23:39

Naglafleyið fúið er
flýtur þó að venju
Stefnið lakka, stundum ver
ég, stýrishús með menju

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 24/4/05 23:46

Menjar finnast fólkið um,
farið þó sé liðið.
Af lokrekjum og lasta rum
lítið eftir nema sniðið.

(Á við að oft finnast bara för eftir hluti þegar verið er að grafa eftir fornminjum)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 25/4/05 01:03

Sniðið eftir snjáðu formi
snarræðið á undanhaldi
grufla eftir gráum ormi
grenja mig í svefn með valdi

leiðið þetta hjá ykur ef þið viljið, spratt bara upp í hugann

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Valdi ég í vísuna
vönduð orð & stafi.
Hnakkreifst svo við hnísuna
sem hneggjaði í kafi.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 25/4/05 13:47

Kafi uppúr kom ei strax
en korraði við bakkann
reyndi svo að rísa upp
en rann þá niður slakkann

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ljón Vitringanna 25/4/05 23:23

Slakkann niður slengdi sér
Stærðarinnar hnísa
Lenti fyrir löppum þér
Lagleg þessi skvísa

(Er þetta ekki að koma hjá mér?)

[þetta er jú allt að koma... minni samt á gnýstuðlun, sjá rimur.is og heimskringla.net... Skabbi]

Reddari vandamálaráðuneytis Baggalútíu • Konungur Dýragarðsins • Bestur í heimi • Vitringur alls
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 25/4/05 23:29

Skvísa ein þar skellir hurðum
skolli er hún undan sjer
mikil fjandans meri að burðum
menn hún bræðir eins og smjer.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 26/4/05 11:05

Smjerið lekur, smakka brauðið
smýgur innum vitund, sæla
Mikið var þó myglað frauðið
maginn berst við, kemur æla

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 26/4/05 12:10

Ælandi á opnum stað,
aldrei skal ég aftur,
falla í það forarsvað,
fyrrum drykkjuraftur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 26/4/05 12:38

Drykkjuraftur, delinn sefur
drýpur slefan niður kinn
Ölið sýpur, eftir gefur -
aldrei enginn sopi inn.

[lyktar töluvert af ofstuðlun hjá þér Isak... Skabbi]

Ég tók reyndar eftir því Skabbi, var að hugsa um að gera athugasemd sjálfur en nennti því ekki.

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 277, 278, 279 ... 453, 454, 455  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: