— GESTAPÓ —
Frétta og auglýsinga þráðurinn
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
     1, 2, 3  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 27/4/06 08:26

Þetta er nýr leikur, sem skýrir sig alveg sjálfur. Skrifa á frétt eða auglýsingu um myndina og finna mynd fyrir næstu frétt eða auglýsingu. Síðan koll af kolli. Ávallt þó með okkar eina og sanna sannleika að vopni og leiðarljósi.
.


.
.
Sá stórmerkilegi atburður átti sér stað á tíunda tímanum í gær að saumnálin hreinlega týndist.
.
Var þá brugðið á það ráð að rífa niður hvern einasta heystakk á mjög stóru svæði. Nú á sextánda tímanum hafði ekkert spurst til saumnálarinnar og leitarmenn orðnir að vonum vonlitlir um árangur.
.
Sigvaður Bergmann yfirmaður björgunarsveitarinnar „Bjartur í Sumarhúsum” lét hafa eftir sér
.
„Að alvara málsins væri mikil. Menn margir hverjir á öðrum degi leitarinnar orðnir þreyttir og slæptir eða óvígir sökum heymæði, Þó lægi ekkert annað fyrir á þessu stigi málsins, en að halda leit áfram meðan birtu nyti við í dag. Hvað tæki við eftir það, væri ekki gott að segja til um.” Hann lauk síðan máli sínu með þessum orðum „Ef að á að halda þessum útnára í byggð þá er ein gott að helv…Saumnálin að finnast.”


------------------------------------------------------------------------------------------
.
.
.
.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/4/06 09:48

Flottur leikur.

Ólga á prestastefnu


Deilur um upprisu dýra á prestastefnunni (sviðsett mynd).

Okkur var að berast fréttatilkynning frá ónefndum presti:

Ég, ónefndur prestur, vil mótmæla því að dýr (önnur en menn) komist ekki til himna, hamsturinn minn á ekki langt eftir ólifað og vill fara til himna. Biskupinn segir að dýr megi það ekki, ég er ekki sammála og kem ég hér fram nafnlaus til að segja að hann sé vondur maður.
Kær kveðja.
Séra Magnús Þorsteinsson.

Næsta mynd:

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 27/4/06 10:04

Með nýju gagnvirku intenet-tengdu speglunum okkar getur þú litið yfir veðrið, hlutabréfamarkaðinn, séð hvað klukkan er og margt margt fleira á meðan þú ert í rólegheitum að dunda þér við morgunraksturinn.
.
UNDRA-SPEGLAR-GROUP


------------------------------------------------------------------------------------------
.
.
.
.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 27/4/06 15:40

Mynd (átti að vera tekin þar en því var ekki viðkomandi vegna veðurs, svo að henni var einfaldlega stolið af internetinu) þessi er tekin á hestamannamótinu sem haldið er í ár á Stormeyri í Vatnsfirði. Hér er veður búið að vera í sínum versta ham, rigning og rok alla mótsdagana og veðurguðirnir láta engan bilbug á sér finna. Kaldir og hraktir mótsgestir hafa leitað ásjár á næstu bæjum en verið úthýst með ísköldum móttökum og ónotum . Nokkrir bændur hafa nú samt tekið sig saman í andlitinu og reist veitingatjald sem að þeir kalla Súpu-Paradísina en þar er hægt að versla sér súpudisk á kr. 10.700.
.
Við náðum tali af einum bóndanum Bjargráði Búmann sem glotti drjúgt við tönn í troðfullu veitingatjaldinu og spurðum hann hverju verð þetta sæti. „Nú það liggur í augum uppi sagði hann tíu þúsund og níuhundruð hefði verið svo hallærislega Hagkaupslegt og að fara yfir ellefu þúsund hefði lyktað af að menn væru að misnota sér aðstöðu sína. Þannig að úr varð að halda sig við þetta sanngjarna verð 10.700 kr. sagði hann" og benti fréttamönnum á hóp skjálfandi mótsgesta sem biðu í illa dulinni eftirvæntingu eftir súpunni sinni.


------------------------------------------------------------------------------------------
.
.
.
.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 27/4/06 16:07

Verðbréfaguttar urðu undir er gengið féll yfir þá.

3 Verðbréfamiðlarar voru hætt komnir er gengið féll nú á dögunum.
Mun þetta hafa komið þeim all svakalega á óvart og voru þeir að vonum skelfdir.

"Þetta er hræðilegt, nú er ætlast til að við lifum á tveim millum á mánuði"
Ríkið mun bjóða þeim áfallahjálp og jafnvel hlaupa undir bagga hjá þeim varðandi auraleysið, því eins og þeir orða það, "Við komumst líklega bara 4 sinnum á Vox það sem eftir er af apríl, og ég verð líklega að vera á sama bensanum út mánuðinn sömuleiðis" Sagði erlendur Sveinn Hermannsson. (Fyrir miðju á mynd)

.
.
Næsta mynd. .......... Sniðugur leikur Riddari. xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 27/4/06 16:54

Sushibar sushibar

Fáið yður okkar ómótstæðilega grænmetis-sushibar á frábæru verði. Sushibarinn - Hallærisplaninu

Næsta:

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 27/4/06 16:58

Það er sko sniðugt að sleppa undirskriftinni í þessum leik. Þá kemur myndin neðst og texti næsta í beinu framhaldi. sko svona..[skellir sér á sushibarinn]
.
------------------------------------------------------------------------------------------
.
.
.
.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 27/4/06 22:29

Karólína (36) og Friðfinnur (32) mættu óvænt saman á sigurhátíð Ebenesar (Bleika svíninu). Ekki var laust við að vel færi á með þeim í veislunni og yfirgáfu þau hana saman..Þegar blaðamaður náði sambandi við Friðfinn á tíunda tímanum í morgun. Hafði hann það um málið að segja að þau væru góðir vinir.

------------------------------------------------------------------------------------------
.
.
.
.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 27/4/06 23:39

Þurfið þér vörn gegn óvinum yðar?

Nýi verndarhjúpurinn frá Securitex verndar yður og þá sem eru í allt að 3 metra radíus án þess að gera súpu úr innyflunum. Hringið og pantið strax í dag, þér sjáið ekki eftir því.

Nú einnig með vanillulykt, rafhlöður fylgja ekki með.

_
Næsta:

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 28/4/06 00:13

Minni á undirskriftaslökkvarann
.
Hljómsveitin sem aldrei hættir, Sálin hans Jóns míns, hélt stórtónleika í Félagsmiðstöðinni við Ásbyrgi í gærkvöldi. Eyjólfur Kristjánsson og Grétar Örvarsson voru sérstakir gestasöngvarar á ballinu sem heppnaðist í alla staði mjög vel. Mæting var góð úr sveitabæjunum í nágrenninu en talið er að allt að 11 gestir hafi verið þegar mest var þrátt fyrir að sauðburður sé í fullum gangi. Í stuttu samtali okkar við löðursveittan og ráman aðalsöngvara sveitarinnar sagðist hann ekki hafa séð þvílíka stemmningu síðan þeir tróðu upp á hlöðuloftinu á Þjóðólfsstöðum rétt fyrir utan Djúpavog fyrir um 2 árum. „Þetta var alveg rosalegt ball. Í fyrra þegar við komum var mun færra fólk enda snjóaði þá svo mikið um daginn að við vorum lokaðir inni í 3 daga.“ Þar með rauk hann aftur á svið til að taka annað aukanúmerið sitt í röð.
.
.
.
Næsta:

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 28/4/06 01:06

Nýtt íþróttaæði hefur gripið um sig hjá þjóðinni; furðufjallgöngur. Greinin var fundin upp af nokkrum fjallgöngugörpum sem að eigin sögn voru „búnir að fá nóg af því að þramma bara upp og niður, algjörlega tilbreytingarlaust“ og hefur þegar náð mikilli útbreiðslu. Vinsælasta útfærslan af furðufjallgöngu er 100 metra sprettur í 40° halla með frjálsri aðferð og er stefnt að því að koma henni inn á ólympíuleikana 2008. Forsvarsmenn ÍTR eru nú að rannsaka hvort heppileg æfingasvæði finnist hér á landi fyrir þessa skemmtilegu, nýju grein og kemur Bláfjallasvæðið helst til greina enda „geta þessir íslensku skíðamenn ekki neitt hvort sem er og detta bara í miðri ferð, það er um að gera að nota svæðið í eitthvað sem við getum orðið virkilega góð í“ segir Njáll Vilhjálmsson, talsmaður ÍTR.

_
Næsta:

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 28/4/06 05:42

Jæja hér er blaðamaðurinn ykkar óþreytandi mættur í opnunarveislu.... Veisluþjónustu Steffí og Gúnda. Steffí (62) sem er þýsk að uppruna en hefur búið á Íslandi síðastliðin 32 ár segir hún með þýskum hreim og brosir dreymin á svip...Nei hún hefur ekki fundið sér neinn ektamann (libeling eins og hún orðar það) hérlendis en það er nú allt í þessu fína meðan hún á hlut í honum Gúnda sínum...Hér grípur Gúndi (58) fram í...Hlær flóttalega og segir, „grínið alltaf í henni Steffí"...Gúndi er hamingjusamlega giftur og á 4 uppkomin börn. Veisluþjónustan er búin að vera draumur sem þau hafa verið með í maganum i ein 10 ár segir Gúndi og þau hlægja bæði af þesum orðaleik Gúnda, þetta er greinilega velþekktur innanhús brandari hjá þeim...Gúndi heldur uppveðraður áfram á sömu nótunum og segir að einkunarorð veisluþjónustunar sem Steffí hafi nú reyndar fundið upp séu..VIÐ ELTUM ÞAÐ..VIÐ ELDUM ÞAÐ OG ÞIÐ ETIÐ ÞAÐ...Hér brosa þau bæði og eru greinilega ánægð með þetta allt saman. Þau hafa ákveðið að sérhæfa sig í þýsku og Íslensku kraftfæði og ekkert „grönnmetiskjaftæði segir Steffí" Hér skilur blaðamaðurinn ykkar óþreytandi við Gúnda og Steffí þar sem þau eru búin að koma sér fyrir við hlaðborðið (sjá mynd) og eru greinilega himinlifandi með þennan áfanga..Óskum þeim alls hins besta.

------------------------------------------------------------------------------------------
.
.
.
.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 28/4/06 09:57

Til sölu trabantkerti, fást í mörgum lyktarafbrigðum, mjög smart í garðinn og við leiði ættingjanna. Brennur upp á tveimur dögum.

Erum einnig að fá nýja sendingu af hinum sívinsælu Lada-sprittkertum.

Bílakerti ehf.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 28/4/06 14:07

Hið heimsþekkta lukkudýr Snúlli (52) er staddur hér á landi. Snúlli öðlaðist fyrst frægð á miðjum tíunda áratug síðustu aldar þegar hann var ráðinn lukkudýr Sameinuðu Þjóðanna fyrstur allra. Síðan þá hefur hann starfað á ýmsum stöðum í heiminum, m.a. sem opinbert lukkudýr Hvíta hússins og kántrístjörnunnar Garth Brooks og og komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við Fear Factor (mascot edition) og Desperate Housewives. Snúlli dvelur á Nordica Hótel og mun fara af landi brott á mánudag.

_

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 29/4/06 13:23

Friðleif (73) og Siggi Palli (71) eru bæði virkir meðlimir í félaginu Ung í anda. Þau kynntust á síðasta áramótaballi félagsins og síðan þá, eins og Siggi Palli orðar það „hefur slefan ekki slitnað á milli þeirra"
.
Þau ætla að láta pússa sig saman núna um mitt sumar. .


------------------------------------------------------------------------------------------
.
.
.
.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dalalæða 29/4/06 23:26

Hárgreiðsludúkkurnar vinsælu komnar aftur. Nú til í Kró-magnonmanni, hómó erektus og surti. Tilvalin sumargjöf handa litlum hárgreiðslumeisturum.

(Geymist í frysti þegar ekki í notkun. Bíta sjaldan.)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 30/4/06 09:59

Leikfélag Akureyrar hefur ráðið til starfa við sýningu sína „Litlu Hryllingsbúðina" sérhæfðan mannætuplöntu-hirðir.
.
Janet (28) sem er frá Nýja Sjálandi er sérhæfð í umhirðu slíkra plantna. Leikstjóri Litlu Hryllingsbúðarinnar tók eftir því núna í vikunni að plantan var e-ð „lúbbuleg" eins og hann orðaði það og þar sem sýningin stendur og fellur með mannætuplöntunni, þá varð að grípa Janet strax, fyrst að hún var á lausu. Mannætuplantan í umsjá Janet hefur aldeilis náð sér á strik og aldrei litið betur út.
.
Leikfélag Akureyrar vill nota þetta tækifæri til að auglýsa eftirfarandi lausar stöður. Okkur bráðvantar húsvörð. Halli húsvörður hjá okkur til 20 ára lét sig bara hverfa, einnig vantar okkur hæfan ljósamann, hann virðist hafa horfið með Halla (Afar undarlegt)

------------------------------------------------------------------------------------------
.
.
.
.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skari 30/4/06 19:06

EINSTAKT TILBOÐ!
Kauptu eina bók og eitt A4 blað þú færð eina gellu að eigin vali í kaupbæti.
Tilboðið gildir aðeins út apríl.
Hefner PlayBooks inc.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

     1, 2, 3  
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: