— GESTAPÓ —
Bændaspeki
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 38, 39, 40 ... 42, 43, 44  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 2/12/11 14:43

Bóndinn oft í erg og gríð
iðkar hverskyns dýraníð.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 3/12/11 23:17

Margslungið er bóndans böl,
bikkjan dauð og jörðin föl.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 3/12/11 23:19

Heldur seint að hefja slátt,
hrímið felur jörðu brátt.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 3/12/11 23:34

Lá í flórnum fullur bóndi,
frygðarlega á kýrnar góndi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 4/12/11 00:12

Mjólka ber í morgunsárið
mæða sú víst er allt árið.

Dr. Barbie von Mattel - YFIRLÆKNIR. . • Sendiherra Baggalúts í N-Ameríku, drottnari innfæddra þar, Forseti USA og sérleg hirðmey Júlíu miklu. Dýrkuð og dáð um aldur og eilífð.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 6/12/11 14:43


Út í hlöðu bóndi hrítur.
Haninn galar,bóndi skítur.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 7/12/11 19:19

Forðagæslumaður mat
mikils heimasætugat.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 7/12/11 20:39

Boli graður kelfir kúna.
Kalli bódi gleðs við núna.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 12/12/11 22:22

Má bændaspekin bera fyrirsögn? Mér finnst reyndar ágætishugmynd að stofna þráð þar sem ort er í sama bragarhætti og hér -- ekki þó takmarkaðann við bændaspeki -- og hver hending hefur lærðan titil sem á alls ekki við svo knappt form.

Um æðri menntun búalýðs

Ef bóndi ritar doktorsrit
rýrist kýr um öll sín nyt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 13/12/11 10:19

mubli mælti:

Má bændaspekin bera fyrirsögn? Mér finnst reyndar ágætishugmynd að stofna þráð þar sem ort er í sama bragarhætti og hér -- ekki þó takmarkaðann við bændaspeki -- og hver hending hefur lærðan titil sem á alls ekki við svo knappt form.

Um æðri menntun búalýðs

Ef bóndi ritar doktorsrit
rýrist kýr um öll sín nyt.

Nyt (í þessu tilfelli kúa) er kvenkynsorð í eintölu.

vér kvökum og þökkum
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 13/12/11 18:04

Bóndi hafiði' í höfði vit.
Á höfði var með lús og nit.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 13/12/11 22:52


Huggulegt er bóndans bú
bæjarhús og falleg frú:

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 17/12/11 16:07

Grannar bóndans hæða hann
því heldur frú við sæðarann.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 17/12/11 16:37

Þá aðventan er æði köld
ekki greiða skatta' og gjöld.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 17/12/11 20:14

Nú hrútar ærið stunda starf
og sterkan bóndann frúin þarf.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 18/12/11 22:35

Heimskautafroskur: Er þetta í lagi:

Ef bóndi ritar doktorsrit
rýrist kýr um alla nyt.

___________________________

Þá kofann hylur kafaldsbylur
klakinn dylur -- enginn ylur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 18/12/11 23:01

Vér teljumst seint til sérfræðinga, en færi eigi betur á:
„Ef doktors- bóndi ritar -rit“

upp á stuðlasetningu að gera?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 18/12/11 23:06

Sennilega, jú. Á ekki alltaf að vera stuðull á þriðja bragliði?

        1, 2, 3 ... 38, 39, 40 ... 42, 43, 44  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: