— GESTAPÓ —
Skilaboð utan úr geimnum
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 20/1/05 16:35

Mér voru rétt í þessu að berast skilaboð í gegnum örbylgjuofninn minn. Ég tel allar líkur að þær séu utan úr geimnum en nú vantar mig bara að brjóta niður kóðann.

l,tkc< nxrænllxlv ,mvr mxlæs,hæ luæthcm

Takið eftir að þeir nota æ, það finnst mér afar skrítið.

Sá sem nær að brjóta kóðann fær að nota örbylgjuofninn minn til að senda skilaboð til baka.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/1/05 16:39

Mjög áhugavert.

Ég þekki ekki málið, en með einfaldri samanburðarmálfræði og fyrri reynslu þykist ég nokkuð viss um að mvr þýði strax eða tafarlaust og að cm sé kvenkyns ending, sennilega á einhvers konar tæki, eða íláti. < er líklegast forsetning, annað hvort á eða í

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 20/1/05 16:39

Þetta eru klárlega geimhænur. Ég hef heyrt að þær séu sérstaklega hrifnar af Æ.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/1/05 16:42

Auðvitað!
Þá táknar mxlæs örugglega egg, eða réttara sagt eggin, því æs er þá fleirtöluending.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/1/05 16:50

‹Blaðar líkt og sturlaður maður í Orðsifjabók Blöndals›

Djöfuls skrudda! Hér er ekki stafkrókur um kommunotkun á öðrum lífsstjörnum!

‹Grýtir bókinni út í horn›

Fokking amatör!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 20/1/05 16:52

Setjum okkur í spor hænanna.. ef þú værir hæna hvar myndiru nota kommu?
Jú.. að sjálfsögðu til að sitja á.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 20/1/05 16:55

Þessar hænur eru klárlega kommunistar.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/1/05 16:56

EF ÞIÐ ÆTLIÐ BARA AÐ VERA MEÐ SKÆTING ÞÁ GETIÐI BARA VERIÐ ÚTI!

‹Sér strax eftir að hafa æpt á Tigru og Greini og mildast aðeins›

Þetta er ekkert gamanmál sko.

Það er mjög sjaldgæft að sjá kommu í framstöðu orða sko, hvað þá inni í miðju orði. Þær hafa augljóslega mjög sérhæfða merkingu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 20/1/05 16:59

‹Finnst Finnur Magnússon vera genginn aftur. Nú, eða George Stephens... fyllist aðdáun.›

* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 20/1/05 17:06

Sko miðað við:

Enter mælti:

Mjög áhugavert.

Ég þekki ekki málið, en með einfaldri samanburðarmálfræði og fyrri reynslu þykist ég nokkuð viss um að mvr þýði strax eða tafarlaust og að cm sé kvenkyns ending, sennilega á einhvers konar tæki, eða íláti. < er líklegast forsetning, annað hvort á eða í

Enter mælti:

Auðvitað!
Þá táknar mxlæs örugglega egg, eða réttara sagt eggin, því æs er þá fleirtöluending.

Þá sýnist l,tkc< nxrænllxlv ,mvr mxlæs,hæ luæthcm við fyrstu vera mataruppskrift..
nxrænllxlv ,strax egg ,hæ ílátið (skálina eða annað kvenkyns orð)
En þar sem við þurfum að taka í reikninginn að egg eru fyrir hænum afkvæmi þeirra, þá sýnist mér sem geimhænurnar séu að fjölga sér og geymi afkvæmi sín í risavaxinni útungunarvél sem svífur um geiminn.
Greinilegt er að eitthvað hefur farið úrskeiðis og útungunarvélina rekið af sporbaug og er um það bil að stefna á jörðina og mun þá bæði drepa ungana og okkur.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/1/05 17:06

Ahh, Mosa mætt.

Þú getur kannski sagt mér í sambandi við ,hæ .

Er ekki rétt ályktað hjá mér að þetta geti verið persónufornafn með hreyfiforlið? Sem sagt:
hæ = ég/þú/hann/hún/það
, = fór/kom/færði úr stað

Ég bara átta mig ekki á hvort þetta er nútíð, þátíð - eða hugsanlega framtíð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/1/05 17:08

Tigra, þú ert snillingur!

luæth er auðvitað komið af luk, sem er, eins og allir vita stór hellir! Að ég skyldi ekki sjá þetta strax.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/1/05 17:11

Og ef Mosa staðfestir grun minn um ,hæ þá er seinni hlutinn:

strax | eggin | færið þið | stór hellir

eða:

setjið eggin án tafar í stóra hellinn!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 20/1/05 17:11

Einn af þeim vísindamönnum sem ég hef borið þessi skilaboð undir segist vera nokkuð viss um að þetta sé annaðhvort beiðni eða skipun.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 20/1/05 17:12

Mér sýnast hænurnar vilja hjálp við að stöðva útungunarvélina..
Nú þurfum við örbylgjuofn Limbra!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/1/05 17:14

Þær eru augljóslega að biðja okkur um eitthvað.

Ég sé líka að hellirinn gæti auðvitað verið stór pottur - hugsanlega já, útungunarvél. Eins eins gæti verið að það standi til að sjóða afkvæmi geimhænsnanna!

setjið eggin án tafar í stóra pottinn!

En hvað með fyrri partinn: l,tkc< nxrænllxlv

l, gæti verið eins konar ávarp. Ég er ekki nógu vel að mér í útgeimsþéringum, en tkc hef ég einu sinni séð notað í ávarpi til mjög valdamikils geimkonungs.

Og þá í mjög niðrandi merkingu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/1/05 17:22

Einmitt. Það var sem ég hélt.

l,tkc gæti helst útlagst Hey, asni! eða Halló bjánar! eða eitthvað slíkt.

Raunar, ekki bara asni, heldur hinn mikli asni, eða jafnvel erkifífl.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 20/1/05 17:31

Enter mælti:

En hvað með fyrri partinn: l,tkc< nxrænllxlv

l, gæti verið eins konar ávarp. Ég er ekki nógu vel að mér í útgeimsþéringum, en tkc hef ég einu sinni séð notað í ávarpi til mjög valdamikils geimkonungs.

Ég hef áhyggjur af þessu tákn: <

Er þetta endilega bókstafur?

‹blaðar í gríðarlegu verk eftir F.M.›

Mér finnst ekki ólíklegt er hér sé á ferð annars konar tákn, og merking þess er sú, að við ættum að lesa vissa bókstafi, þá sem standa rétt á undan, tvisvar, fyrst áfram og svo aftur á bak (sbr. má spegilrúnir). Þarmeð kemur rétta merking kommunnar í ljós líka:

Þannig að l,tkc< ætti að lesast l tkcckt.

Og ég er ekki viss um að það sé neikvætt.

     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: