— GESTAPÓ —
Myers Briggs
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 17/12/04 16:59

Í tilefni góðra viðtekta nördaþráðarins sem ég stofnaði til vil ég nota tækifærið og benda á eitt þeirra fyrirbæra sem ég er persónulega haldinn miklum nördisma gagnvart. Það er persónuleikaprófið Myers Briggs.

Ég er gjörsamlega heillaður af þessu blessaða prófi, og tel að það gefi skuggalega góða mynd af fólki. Fyrir áhugasama er vefútgáfu af þessu prófi að finna hér. Þetta er í lengra lagi, en vel þess virði. Því miður eru engar lýsingar á týpunum þarna með, en þær má hins vegar skoða hérna. Svo er google leit á mismundandi týpum ætíð áhugaverð; samanber til dæmis svona.

(Já, ég tilheyri sjálfur týpunni INTJ og er nokkuð ánægður með það).

Umræða um þetta próf væri vel þegin. Er einhver sem kannast við þetta og vill deila áliti sínu? Eða jafnvel gefa upp eigin týpu. Endilega seðjið nördismann minn!

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 17/12/04 17:31

Hmm.. mér finnst vanta svona "Don't know" valmöguleika í þetta próf því það voru hlutir þarna sem ég hreinlega hef ekki hugmynd hvort eiga við mig.

Annars fékk ég ISFJ og það passar ágætlega, sérstaklega þetta:

"ISFJs are often unappreciated, at work, home, and play. Ironically, because they prove over and over that they can be relied on for their loyalty and unstinting, high-quality work, those around them often take them for granted--even take advantage of them. Admittedly, the problem is sometimes aggravated by the ISFJs themselves; for instance, they are notoriously bad at delegating ("If you want it done right, do it yourself")."

Eins og talað út úr mínu hjarta!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 17/12/04 18:27

Ég gef nú ekki mikið fyrir svona próf, en svona til samanburðar var ég eNTp. Hvort það lýsir mér eitthvað er annað mál, ég kaupi ekki fjögurra stafa persónulýsingar, sérstaklega þar sem þessir fjórir stafir eru ekki fullnýttir, heldur tákna 16 mismunandi persónuleika. Ansi fátæklegur heimur ef við erum bara 16.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 17/12/04 18:36

Tja, mér finnst sextán nú ágætis tala í ljósi þess að auðvitað er hér um frekar grófa flokkun að ræða. Auðvitað rúmast alls konar týpur innan hvers flokks. Þetta er miklu frekar svona nokkurs konar útdráttur á ákveðnum grundvallarþáttum, og sem slík eru þessi fræði ansi áhugaverð.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 17/12/04 19:06

Ég prófaði og var settur í sama flokk og Þarfi. Ekki ónýtt það!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 17/12/04 19:10

Stórmerkilegt! Skál fyrir því, Nafni minn!

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 17/12/04 19:11

Skál bróðir!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/12/04 22:48

Vér prófuðum þetta og var niðurstaðan mjög athyglisverð og ýmislegt kunnuglegt þar en einstaka atriði voru það eigi eða vantaði jafnvel. Einstaka spurningum hefði þurft að vera hægt að svara með 'Vitum eigi'.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 19/12/04 23:14

Ég er ISTJ
og það passar ágætlega. Ég var ekki viss um hvernig ég ætti að svara öllum spurningunum þannig að ég svaraði fyrst á einn veg og fór svo til baka og breytti því sem ég var ekki viss um.
Það skemmtilega við það er að ég var samt alltaf ISTJ bara með mismunandi prósentur í hverjum lið.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/12/04 23:30

ESFJ hérna. Eskifjörður?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/12/04 23:32

Og hvað er ESFJ, fylgir því einhver lýsing?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Stuðfríður Fender 19/12/04 23:49

Hef gert þetta einhvern tíma áður, en mundi ekki niðurstöðuna, svo ég tók prófið aftur. Ég er sem sagt INTJ

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 20/12/04 01:13

Hakuchi mælti:

Og hvað er ESFJ, fylgir því einhver lýsing?

Annars er merkilegt að hér eru komnir tveir Gestapóar sem eru andlega skyldir mér. Svo veit ég um aðra hér á lútnum sem er einnig í þessum flokki. Merkilegt í ljósi þess að einungis um 1% mannkynsins mun tilheyra flokknum.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/12/04 01:30

Þetta er nú hálf ómögulegt próf. Spurningarnar eru oft þess eðlis að ómögulegt er að svara þeim játandi eða neitandi. Ég tók það samt og fékk útkomuna INTJ (http://keirsey.com/personality/ntij.html).

Skv. síðu (http://www.typelogic.com/intj.html) um INTJ er Donald Rumsfeld líka INTJ. Afsakið meðan ég fer á klósettið og æli.

Maður getur svosum fundið eitthvað af sjálfum sér í þessum greiningum en í sjálfu sér segir þetta varla mikið. Þetta er svipað og þegar fólk þykist sjá eitthvað af sjálfu sér í stjörnumerjaspekúleringum. Ef talað er á nógu almennum nótum í greiningu (þessu eða stjörnumerkingu) þá getur hugur, sem er reiðubúinn að trúa þessu, auðveldlega samsamað sér einhverju af þessu og heppilega gleymt þeim atriðum sem ekki eiga við og endað á því að trúa á svona greiningar. Flestir gera sér þó blessunarlega grein fyrir að svona dótaríi ber að taka með fyrirvara, miklum fyrirvara.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 20/12/04 02:30

Ég tók þetta próf aftur (já, maður veit hreinlega ekki hvað maður á að gera við tímann sinn í öllu þessu fríi) og svaraði líklega nokkrum „kannski“ spurningunum öðruvísi og fékk út að ég væri INTJ.
Ég er þá einhvurs konar ISFJ-INTJ blendingur, en hvort það er merkilegt veit ég ekki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/12/04 11:00

Ekki kemur neitt á óvart hér, INFP.
Er í hóp með Shakespeare, Láru Ingalls, Júlíu Róberts og John F. Kennedy, að ónefndum Calvin (í Calvin og Hobbes) og E.T.
http://www.typelogic.com/infp.html

Í þeim töluðu orðum var ég að glápa út um gluggann og horfa á ótrúlegt skýjafar í tengslum við sólarupprás og þá gæti nú verið eitthvað til í fyrstu setningunni: INFPs never seem to lose their sense of wonder.

Þessi setning vísar kannske í viðbrögð mín gagnvart verr liðnum einstaklingum hér á lútnum: INFPs have the ability to see good in almost anyone or anything.

Annars trúi ég ekki mikið á svona... nú spyr maður sig, ef maður hefði svarað vafaspurningunum öðruvísi, væri maður þá annarskonar persónuleiki?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/12/04 11:51

Eftir að hafa prófað að 'fikta' við nokkur vafasvör til að sjá hvað breyttist við það virðist sem vér séum INTP - verulega mismikið þó eftir því hvernig er svarað.

Vér höfum hinsvegar líkt og Hakuchi og Skabbi verulegar efasemdir um þetta og tökum þessu með miklum fyrirvara. Þetta er þó skárra en stjörnuspeki er Hakuchi nefndi (sem er í reynd nánast hægt að afsanna 'rökfræðilega') að því leyti að eitthvað er þó a.m.k. á bak við þetta.

Hjá oss fannst oss 'vanta' ýmislegt í það sem vera átti lýsing á oss sem vér fundum svo í lýsingu á einhverju öðru (t.d. INTJ) og sumt passar eigi alveg. Sumt var þó kunnuglegt og vér könnumst a.m.k. eitthvað við þetta úr byrjun lýsingarinnar á INTP:

INTPs are pensive, analytical folks. They may venture so deeply into thought as to seem detached...
‹Starir þegjandi út í loftið›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 20/12/04 15:17

Sýnist að ég sé iNTp-týpa eins og forsetinn og Lafði Dí.....

     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: