— GESTAPÓ —
Ég man. / Vjer munum
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
     1, 2, 3 ... 140, 141, 142  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Illi Apinn 6/12/04 20:03

Eftir skemmtilega umræðu við félaga minn um hluti sem við mundum eftir en eru alveg horfnir í dag, ákvað ég að skella upp þessum þræði.
Málið er einfalt, svo ég skal byrja.

Muniði eftir þegar veðurfréttamenn í sjónvarpinu voru með stórann kassa sem voru með veðurspánni á, svo þurftu þeir að snúa kassanum fyrir næsta kort?

Svona einfalt er þetta, endilega komið með einhvað sniðugt. Skemmtileg líka ef þið getið komið með einhvað sem er kannski ekki svo langt síðan að það fór en samt virðist fólk vera löngu búið að gleyma.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 6/12/04 20:05

Þegar hægt var að fá mjólk í stórum kössum sem voru með plast poka inn í og stút (eins og á nútíma vínkössum). Þeir voru hvítir með bláum doppum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/12/04 20:06

Skemmtileg umræða...

Man einhver eftir þessum þræði (reyndar lokaður og gleymdur): http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=2492&start=0

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 6/12/04 20:07

Súrmjólk í píramídalöguðum hyrnum.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/12/04 20:08

Nornin mælti:

Þegar hægt var að fá mjólk í stórum kössum sem voru með plast poka inn í og stút (eins og á nútíma vínkössum). Þeir voru hvítir með bláum doppum.

Kóbalt mjólk... nei bara að grínast, haldiði áfram ‹flissar›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Illi Apinn 6/12/04 20:16

Þegar sígópakkinn kostaði undir 400kr og kona var forseti Íslands

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 6/12/04 20:16

Þegar gengi dollarans var í kringum 60 krónur íslenskar.

He he he ...

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Stelpið 6/12/04 20:32

Ég á margar svona minningar í sambandi við ís... var ekki ísinn einhvern tímann í svona kassalaga stykkjum, vafinn inn í smjörpappír eða einhvurn andskotann? Svo var hann líka einu sinni í hringlaga pappadollum.
Svo voru það frostpinnarnir sem voru kenndir við Sól og Mána og svo auðvitað ,,break" pinnarnir...

En munið þið eftir Súkkulaðimjólk? Mér fannst hún góð og leiðinlegt að missa hana af markaðnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 6/12/04 20:39

Talandi um súkkulaðimjólk! - Man einhver eftir heilhveitis ZÚKKÓ? Einhverskonar kókómjólk með gosi... uhhh... mikið agalega klíjaði mig þegar að ég tók fyrsta sopann...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 6/12/04 20:48

Þegar sjónvarpið var aldrei á fimmtudögum og barasta ekki neitt allan júlí.

Muniði líka eftir blómunum sem voru utan á mjólkurfernunum fyrir ekki svo löngu?
‹Ljómar upp›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 6/12/04 21:12

Sjónvarp næstu viku
"Í næstu viku verður svo á dagskránni þátturinn 'Sjónvarp næstu viku' við skulum líta á brot úr þættinum... etc. etc...

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 6/12/04 21:16

Og magnaður drykkur í fernu sem hét Jóki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 6/12/04 21:20

Spurcola. Þarfnast ekki útskýringa.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 6/12/04 21:27

Arnarflugi og Sambandinu

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 6/12/04 21:27

Og KRON!

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 6/12/04 21:27

Hafskip.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 6/12/04 21:28

50 Kílóa heykögglasekkir frá Ólafsvöllum.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 6/12/04 21:28

Ís í pappaumbúðum.

     1, 2, 3 ... 140, 141, 142  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: