— GESTAPÓ —
Rannsókn á hafnfirzkri mállýzku
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3, 4, 5  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 2/12/04 22:13

Tók eftir þessu í Kópavogi og Breiðholti fyrir mörgum árum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 3/12/04 09:15

hlewagastiR mælti:

Flestir Íslendingar: „Ertu að grínast í mér?“

Ég mótmæli því harðlega að flestir Íslendingar tali svona mállýsku, þetta er unglinga- eða barnamál og "röng" orðanotkun. Menn atast í eða fíflast í en grínast ekki í, það gengur ekki upp.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/12/04 09:38

Vil nefna til sögunnar setninguna: „Nei, nú ertu að gantast í mér“

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 3/12/04 17:57

Geturðu gefið upp hversu gamall þú og vinirnir vori. Sjálfur sagði ég voða lítið þegar ég var tveggja mánaða.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/12/04 17:58

voff mælti:

Geturðu gefið upp hversu gamall þú og vinirnir vori. Sjálfur sagði ég voða lítið þegar ég var tveggja mánaða.

Kannske sagðirðu iiiiiii... hehe

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hr.Ölver Vindhóll 12/12/04 00:33

iiiiiiiiiii

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 12/12/04 18:12

Golíat mælti:

hlewagastiR mælti:

Flestir Íslendingar: „Ertu að grínast í mér?“

Ég mótmæli því harðlega að flestir Íslendingar tali svona mállýsku, þetta er unglinga- eða barnamál og "röng" orðanotkun. Menn atast í eða fíflast í en grínast ekki í, það gengur ekki upp.

Þetta er eins og sögnin "að pæla"
Upprunalega þýðir það að moka.. en mér finnst hún reyndar notuð í ágætis samhengi því það má segja að maður sé að moka upp hugsunum og "pælingum" þegar maður er "að pæla"

En að grínast í er vitanlega bara málfræðilega rangt.
En börnin læra það sem fyrir þeim er haft.

Líklega er þetta tekið úr ensku þar sem er sagt: Are you kidding me?
Fyrst hefur líklega verið sagt: "Ertu ekki að grínast?" En svo þetta smitast af enskunni.. og þar sem að "Ertu ekki að grínast mig" passar enganvegin, þá var því breytt í "Ertu ekki að grínast í mér"
Það sem hér var klikkað á, er að sagnirnar að grínast og to kid eru alls ekki sömu sagnirnar.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 12/12/04 18:18

Þetta er hárrétt hjá þér, Tigra.

Rétt þýðing á ensku sögninni to kid er að sjálfsögðu að barna.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 12/12/04 20:59

Ég skal með glöðu geði reyna að varpa einhverju ljósi á hafnfirskar mállýskur, enda uppalin á þeim stað og tíma sem i-ið var upp á sitt besta.

I-ið ku vera útdautt í málfari ungs fólks í Hafnarfirði, kæmi mér ekki á óvart þótt hafnfirskir unglingar í dag könnuðust ekkert við það.

Það er alveg rétt að I-ið hafði allar þessar merkingar og jafnvel fleiri, en þó er málið flóknara en svo. Skiljanlega gat verið flókið að skilja merkinguna hverju sinni, og til að flækja málin enn meira þá fór það eftir hverfum hver merkingin var. Dæmi er um ungling úr Suðurbænum sem sagði "iiiiiiii" í merkingunni "djöfull er þetta flott" en var illilega misskilinn af ættingja sínum úr Norðurbænum sem skildi tjáninguna sem "glætan, þú ert að djóka". Hugsanlega er það einmitt þessi hverfaskipting mállýskunnar sem hefur orðið henni að falli.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 12/12/04 21:03

Annars verða menn að viðurkenna að "iiiiiii" er fjári gott orð, svona til fjölnota ef þannig má að orði komast. Kannski maður ætti bara að fara að taka þetta upp aftur! Iiiiiiii! ‹lætur lesendum eftir að túlka I-ið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 12/12/04 21:09

Svo ég haldi nú áfram með hafnfirskar mállýskur, þá er ein sögn sem er mjög algeng í Hafnarfirði en það er "að ramba". Þetta er það sem aðrir Íslendingar kalla "að vega salt" sem ég hef aldrei skilið. Hvað eiga börnin með að vera að vigta eitthvurt salt úti á leikvelli? Nei, þau ramba, svona eins og þegar maður segir að einhver rambi á barmi gjaldþrots. Alveg sama orðið.

Reyndar skilst mér að Vestfirðingar hafi notað rambið líka, enda flest allt gáfað fólk þar á ferð.

Aftur á móti má greina breytingar undanfarin ár á heiti apparatsins sem notað er til ofangreinds leiks. Í minni bernsku var það kallað "Rambelta" (um rambeltu, frá rambeltu, til rambeltu) en er núna kallað "Ramba" (um römbu, frá römbu, til römbu). Það tók mig nokkurn tíma að jafna mig á hvarfi rambeltunnar, en komst svo að þeirri niðurstöðu að líklega væri ramban betri, enda rambeltan hálfgert orðskrípi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 12/12/04 21:16

Þetta vissi ég ekki. Áhugavert. Rambelta hljómar mjög orðskrípalega, já. Eins og því hafi verið kippt út úr arabísku eða öðru álíka hrognamáli.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 12/12/04 21:30

Þú segir það.
Eftir því sem ég best hélt þýddi sögnin að ramba að ráfa eitthvert.. eða reika e-ð.
Frekar óstöðugt labb, t.d. ramba fyllibyttur.

Sú meining sést hér í þessu þekkta kvæði:

Bí bí og blaka
álftirnar kvaka
ég læt sem ég sofi
en samt mun ég vaka

Bíum bíum bamba
börnin litlu ramba (líka til með sögninni þamba sem getur þýtt að brjótast áfram t.d. í roki eða ófærð)
fram á fjalla kamba
að leita sér lamba

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 12/12/04 21:43

Já Tígra, þessi notkun "að ramba" í ljóðinu olli mér miklu hugarangri í æsku, eða þar til ég komst að því að orð geta haft fleiri en eina merkingu. Ég var mjög glöð að heyra að blessuð börnin voru ekki að leika sér á rambeltu einhvers staðar í óbyggðum, hvað þá að það hefði einhverja lambaleit í för með sér! ‹brosir í kampinn›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 12/12/04 23:44

Híhí.
Ég velti einmitt því fyrir mér þegar ég heyrði þetta með að þamba á fjallakamba.. því mín þekking á orðinu "þamba" var að drekka mikið og hratt.
En eins og þú segir.. þá hafa mjög mörg orð fleiri en eina merkingu.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Trommudruslan 4/1/05 18:18

Sko svona gengur ekki! Ef á að ræða þetta þá veður að gera það á fræðilegum nótum.
Það er náttúrulega mikill munur á því hvort við erum að tala um Hafnfirsku (iiiiiiii) eða mállýskuna westý(iiiiii) sem er töluð í Vestmannaeyjum sem er afskekktur eyjaklasi í norðursjó. Eins og þið sjáið er á þessu mikill munur.

iiiiiiii
iiiiii

munar 2 i-um.
‹dregur augað í pung›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 4/1/05 18:18

‹Klórar sér í pung...›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Trommudruslan 4/1/05 18:24

Sverfill, ég vill ekki sjá þetta. Þú veist eins vel og allir að það skiptir máli hvað það eru mörg i.
Veit nú ekki betur en ég hafi heyrt þig tala Westý..eða varstu kannski bara að tala við Seppa?

     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: