— GESTAPÓ —
50 bestu lög allra tíma.
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9, 10, 11  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 25/10/04 11:36

Ert'eitthvað súr vinur? Viltu ekki bara vera einhversstaðar annarsstaðar, ha?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 25/10/04 13:59

Um smekk er ekki hægt að deila. ‹Deilir í smekkinn með servéttunni›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 25/10/04 14:10

Vlad, hér þarf líka að hreinsa slóð aðskotadýra...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 25/10/04 15:16

Verð því miður að segja að umræða þessi er glórulaus. Telur sig hérna einhver vera þess betur umkominn en aðrir að ákveða lög hvaða hljómsveita eigi heima á "top 50" listanum? Það er alveg sama hvað maður á margar plötur (geisladiskar eru líka plötur), hvað maður hefur halað miklu niður, hvað maður hefur grúskað mikið eða farið á marga tónleika, þetta er bara smekksatriði og það meira að segja breytilegt. Finngálkn hefur á sinn groddalega hátt rétt fyrir sér sem og Tinni á sinn barnalega. Tónlist er bara tilbrigði við samhljóm alheimsins og sem slík óhæf til uppröðunnar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 25/10/04 16:31

Heilmikið til í þessu...

Seztur í helgan stein...
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/10/04 17:34

Nafni hefur hárrétt fyrir sér. Hins vegar er gaman að rífast um tónlist og skoða einstaka lista.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 25/10/04 18:05

Er ekki almennt gott að þrátta, hvort sem umræðuefnið er tónlist eða klámlist? ‹Starir í gegnum skjáinn›

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/10/04 18:07

Æ jú. Lífið væri drepleiðinlegt án skemmtilegra þrætna um gildi hins og þessa. Lífið væri tómlegt og drepleiðinlegt án þess. Stundum er jafnvel gaman að rökræða en það er ekki hefð fyrir því hér á landi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 25/10/04 19:40

Á ég þá að segja núna að þrætur séu ónauðsynlegar og í rauninni drepleiðinlegar? ‹Klórar sér í höfðinu›

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 25/10/04 19:42

Tinni mælti:

Ég hef lítið gaman af því að segja svona hluti, en bara verð að vera heiðarlegur og hreinskilinn: Hinn röksemdalausi málflutningur Finngálkns er beinlínis móðgun við Baggalútíu í heild sinni. Hinsvegar veit ég að þessháttar orðræða á mikið frekar heima inn á vefsvæðum eins og www.hugi.is, www.einkamal.is og inn á nokkrum þráðum á www.malefnin.is. Hugsaðu um þessa valkosti, en ég vil eindregið vísa þér veginn í þá áttina‹Verður strangur á svipinn og lyftir vísifingri áttina að umræddum vefsvæðum›

Mér þykir það merkilegt hversu auðvelt að koma við vissar taugar hjá þér, stuttur þráður. Ef þú vilt hins vegar rökræður hefjast þær hér með: þó svo að ég skelli fram einhverri athugasemd er ekki þar með sagt að ég þurfi sífelt að vera gera þér til geðs með því að rökstyðja hana á málefnalegan hátt - hins vegar ætla ég að gera það núna.
- Bítlarnir: Þessi hljómsveit hef ég marg oft reynt að hlusta á og reynt að sýna þolinmæði, oftar en ekki fyrir tilstuðlan einhverra hástemmdra "Bítlaaðdáenda" - án árangurs. MÉR FINNST ÞEIR KVÖL OG PÍNA Í FORMI HLJÓÐS. Er það þar með sagt að þeir séu lélegir? Ég væri sennilega að berjast við það sama og hrjáir þig (sem er verðugt verkefni fyrir hugvísindin að kryfja) ef ég fullyrti það. Samkvæmt fræðibókum og almenningi (bítlakynslóðinni) höfðu þeir gríðarleg áhrif á fjöldann og tilheyrandi tíðaranda. En gæði eru ekki það sama og skemmtanagildi og öfugt. Hins vegar fer ég ekkert ofan af því að þeir eru gríðarlega ofmetnir músíkkantar! Þetta er eins að segja að það sé Led Zeppelin að þakka hvernig þungarokkið þróaðist frá 1975 til dagsins í dag. Ég neita ekki vinsældum Bítlanna, að sjálfsögðu ekki en þeir stóðu ekki einir að því brautryðjanda starfi sem unnið var á þessum tíma. Elvis Prestley Roling Stones, Bob Dylan, Janis Joplin, Jimi Hendrix, Led Zeppelin, Deep Purple, Pink Floyd allt dæmi um stórfenglega tónlistarmenn sem hafa þó aldrei verið taldir einir og sér, hafa mótað vissa tónlistarstefnu - eins og allir þeir kolvitlausu BÍTLAAÐDÁENDUR (eins og þú virðist vera) hafa haldið fram um sína menn.
Hvað hinar sveitirnar varðar (Björk, Sigurrós, Nirvana og Metallica), hafði ég þær með til að koma við taugarnar á sem flestum. Ég hlusta sjálfur á Nirvana og Metallica. Ef þessi klausa fullnægir ekki kröfum þínum um rök vill ég GRAÐUR halda áfram, því sama hvað svona besservisserar eins og þú æsa sig ávinst ekkert ( nema hor nin og halin á mér taka að stækka). Þegar kjarninn í slíkri umræðu er skoðaður er ávalt um skoðun og smekk í grunninn að ræða - you fuckin fuck!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 25/10/04 20:16

Jú rétt hjá Nafna smekkur manna er misjafn, því hef ég ákveðið að taka sem minnst þátt í þessum umræðum, enda væri maður að æra óstöðugan að halda því fram að tónlistin sem maður hefur gaman af, ættu allir aðrir að hafa gaman af...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Illi Apinn 25/10/04 20:31

Hvað ertu að reyna að segja Finngálkn? Ertu að segja að allar þessar sveitir seu ofmetnar? Ef svo, af hverju varstu að telja þær upp í lista yfir 50 bestu Lög í heimi? Ef þetta var bara til að æsa fólk þá hefði verið skemmtilegra fyrir alla ef þú hefðir búið til annan þráð fyrir það. Ég mæli með að þér gerið þráð sem heitir "Finngálkn reynir að gera alla pirraða og setir eingöngu inn komment þar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 25/10/04 20:42

Bítlarnir (einbesta hljómsveit í heimi)
Nirvana (hlusta ekki á)
Sigurrós = OFMETNUSTU FYRIRBÆRI TÓNLISTARSÖGUNNAR
Metallica(hlusta ekki á)
Björk

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 25/10/04 20:49

Illi Apinn mælti:

Hvað ertu að reyna að segja Finngálkn? Ertu að segja að allar þessar sveitir seu ofmetnar? Ef svo, af hverju varstu að telja þær upp í lista yfir 50 bestu Lög í heimi? Ef þetta var bara til að æsa fólk þá hefði verið skemmtilegra fyrir alla ef þú hefðir búið til annan þráð fyrir það. Ég mæli með að þér gerið þráð sem heitir "Finngálkn reynir að gera alla pirraða og setir eingöngu inn komment þar.

Lestu nú allan þráðinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 25/10/04 20:50

Æ lokaðu kjaftinu saman og raulaðu.

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 25/10/04 21:07

Gaman, Finngálkn, að þú skulir minnast á Þungarokkið og t.d. Led Zeppelin en grunnurinn að þeirri tónlistarstefnu var lagður með einföldum blús. Málið er að aukið rafmagn og kraftmeiri græjur mótuðu blúsinn smám saman yfir í ryþmablús sem síðar með auknum tækjakosti þróaðist yfir í Þungarokk. Þó ótrúlegt megi virðast þá er sjálfur Robert Johnson, guðfaðir Þungarokksins en hann var myrtur árið 1936.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 25/10/04 21:30

Tinni mælti:

Gaman, Finngálkn, að þú skulir minnast á Þungarokkið og t.d. Led Zeppelin en grunnurinn að þeirri tónlistarstefnu var lagður með einföldum blús. Málið er að aukið rafmagn og kraftmeiri græjur mótuðu blúsinn smám saman yfir í ryþmablús sem síðar með auknum tækjakosti þróaðist yfir í Þungarokk. Þó ótrúlegt megi virðast þá er sjálfur Robert Johnson, guðfaðir Þungarokksins en hann var myrtur árið 1936.

Eigum við þá að sættast? Ég sé að þú ert mun fróðari um tónlist en ég - þótt ég hafi góða yfirsýn, gott svar. Annars vil ég hvorki né nenni að standa í skoðanadeilum á þessu sviði. Peace man!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 26/10/04 08:20

„Peace man!“Hvað eru að reyna að segja ég skil ekki neitt nema íslensku.

Hvað, hver, hvur
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9, 10, 11  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: