— GESTAPÓ —
Kvikmyndaatriðagetraunarleikur Illa Apans
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 51, 52, 53 ... 114, 115, 116  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 10/3/05 17:44

Er ljóti kallinn að koma eftir ganginum? Eða er kannski enginn ljóti kall?

Er þetta 8. áratugurinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/3/05 17:47

Nei. Gangurinn er tómur og yfirgefinn. Það er ekki ljóti kall í myndinni, svona í hryllingsmyndarlegum skilningi en það eru vondir menn í myndinni.

Myndin er frá 8. áratugnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 10/3/05 17:54

Ekki er þetta Chinatown?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/3/05 17:56

Neibb. Jackurinn kemur hvergi nálægt.

En þetta er mynd af svipuðu kalíberi, þó plottið og tímasetningin (í sögunni) sé ekki svipuð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 10/3/05 18:02

Gerist myndin á 8. áratugnum? Og það sem meira er um vert - er hún amerísk?

Felast hvörfin í samtalinu? Eru maðurinn og konan par? Er þetta svokallað fjölskyldudrama?

---

Hmm ... Ég hef augljóslega ekki hugmynd um hvaða mynd þetta er.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/3/05 18:08

Já. Myndin gerist í samtíma sínum. Fólkið er ekki par en hann er að tala við stúlku og er að reyna að leiðrétta herfileg mistök á stefnumóti skömmu áður.

Hvörfin felast í því að þarna er hann endanlega að klúðra málunum, sem hefðu getað hjálpað honum mikið og er um leið að byrja að missa tökin á raunveruleikanum.

Það má líta á þetta flakk myndavélarinnar af honum, á tóman og yfirgefinn gang sem eins konar metafór fyrir hans ástand.

Þetta er ekki fjölskyldudrama. Þetta er beitt samfélagsgagnrýni.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 10/3/05 18:27

Þetta ætlar að ganga erfiðlega.

Aukavísbending: Leikstjórinn hefur ekki fengið óskar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 10/3/05 18:51

Scorsese? Leigubílstjórinn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Trommudruslan 10/3/05 20:13

Easy. Taxi Driver.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/3/05 10:45

Enter hafði það loksins.

Þarna var Bickle að reyna í síðasta sinn að leiðrétta fyrir þann ótrúlega hálfvitaskap að draga deitið sitt á klámmynd á fyrsta stefnumóti. Allir vita að slíkt gerir maður ekki fyrr en á þriðja stefnumóti.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 11/3/05 10:47

Auðvitað til háborinnar skammar að vera svona lengi að þessu. Ég pusa inn atriði áður en varir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 12/3/05 11:42

Afsakið , þurfti að skreppa á klóið. Hér er eitt:

Örvinglaður maður með mikið og skítugt hvítt skegg stendur á gangstétt og beinir skammbyssu að gagnauga sér. Hann hleypir af. Ekkert gerist.
Maðurinn kastar frá sér byssunni og skot ríður af.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 13/3/05 12:54

Trading Places?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 13/3/05 16:06

Auðvitað. Dan Aykroyd í jólasveinabúningnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 13/3/05 16:41

Hér kemur ein lauflétt.

Nokkrir kúrekar sitja saman úti í náttúrunni og borða baunir. Allt í einu eru allir farnir að reka við.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/3/05 16:41

Nema þetta sé trix, þá segi ég: Blazing Saddles.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 13/3/05 16:53

Auðvitað er þetta úr Blazing Saddles.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/3/05 17:00

Næsta atriði.

Gaur 1 vaknar um miðja nóttina þar sem hann og gaur 2 sofa úti við eld. Gaur einn læðist hljóðlega að gaur tvö og ætlar upp að honum að ná í stígvélin sín. Gaur 2 stekkur upp eins og fjöður, Gaur 1 bregður en þykist vera að slá til moskítóflugna og bölvað og ragnar öllum moskítóflugunum. Gaur 2 veit að hann er að plata.

Gaur 2: Bara ein moskítófluga.

Móskítófluguhljóð heyrist. Gaur situr grafkyrr og fylgist með henni. Á einni svipstundum rífur hann upp hníf úr klæðum og heggur í loftið. Hljóðið hættir.

Gaur 2: Engin moskítófluga.

Þeir fara aftur að sofa.

        1, 2, 3 ... 51, 52, 53 ... 114, 115, 116  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: