— GESTAPÓ —
Rökfræðiþrautir
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2, 3 ... 100, 101, 102  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 18/6/04 22:57

Hér vil ég setja upp nýjan leik. Reglurnar verða sams konar og í mörgum öðrum leikjum sem hér hafa birst. Sá sem ræður þrautina má (en er ekki skyldaður) setja inn nýja. Gerið svo vel.

Í þorpi einu í villta vestrinu eru tveir rakarar. Annar er snyrtilegur um sig; vel klipptur og rakaður og stofan hans var öll hin fallegasta. Hið sama verður ekki sagt um hinn. Hann er illa snyrtur í framan og stofan öll í rusli.

Hvorn rakarann væri rökréttast að velja ef maður væri ferðamaður í þorpinu og hvers vegna?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 18/6/04 23:50

Þann illa snyrta, því hann klippir greinilega þann snyrtilega.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 18/6/04 23:54

Þann snyrtilega. Ég gæti ekki látið sjá mig hjá hinum enda er ég annálað snyrtimenni.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 19/6/04 00:00

Ég myndi velja þann vel snyrta.
Ef ég væri ferðamaður og kæmi í afskekkt þorp væri ég ekki að leita að klippingu, enda feministar þekktir fyrir að láta það vaxa. Ég veldi því þann vel snyrta og byði honum út borða á huggulegasta staðinn í bænum, sem fröken Júlía yrði svo væn að benda mér á.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 19/6/04 00:11

Til hamingju Sverfill!
Nú mátt þú kasta fram annarri

Þið stelpurnar (feministi og Vamban) ættuð hins vegar (að mínu mati) að leggja höfuðið betur í bleyti fyrir næstu þraut

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 19/6/04 01:57

Æi, þessi er voða einföld og klén.

Bóndi nokkur og vinnumaður hans voru að bera korn inn í hlöðu. Bóndinn bar einn sekk af korni, en vinnumaðurinn tvo sekki. Spurt er: Hvor þeirra var með þyngri byrði? Og hver er skýringin á því?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/6/04 02:01

Ég ætla að fara einföldu leiðina og segja að vinnumaðurinn hafi verið með þyngri byrgði...en ég veit að ég hef rangt fyrir mér...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 19/6/04 02:03

Einmitt, rangt skal það vera...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/6/04 02:12

Ég hugsa að Bóndinn hafi verið með þyngri byrgði þá...en skýringin er óviss og því ekki fullnægjandi svar hjá mér...kannski hugsar maður skýrar á morgun...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 19/6/04 02:14

Smá ákavíti skerpir sellurnar...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/6/04 02:19

‹hellir ákavíti í glas og þambar og finnur hvernig sellurnar skreppa saman og þenjast út til skiptist› uhhh...bóndinn var sterkari en vinnumaðurinn og þess vegna greip hann þunga sekkinn...vinnumenn eru yfirleitt aumingjar sem eru bara að eltast við heimasætuna...erfiðara er að bera einn sekk af því að það hefur svo slæm áhrif á bakið, meiri balance í tveimur sekkjum...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 19/6/04 02:24

Ekki slæm tilgáta, en bæði röng og of flókin...

Lausnin er í textanum ef vel er að gáð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/6/04 02:30

ohh...ég skil...það var ekkert í sekkjunum sem vinnumaðurinn bar inn...dóh...verst að ég kann engar gátur til að spyrja svo ef þetta er rétt þá gef ég það frá mér...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 19/6/04 02:32

Þarna kom það.

SKÁL

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/6/04 02:33

skál og góða nótt...ef enginn verður kominn með gátu þegar ég mæti næst...þá "bý" ég til eina svínslega...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 19/6/04 13:31

Þetta er sniðugur þráður en mér datt í hug hvort ekki væri hægt að stofna Trivialþráð? Þá ekki þráð tileinkaðan spilinu fræga heldur þráð þar sem almenn kunnátt fólks væri athuguð. Spurningin er hvernig slíkt yrði framkvæmt og hverjar leikreglurnar yrðu?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/6/04 13:32

Hérna er ein gömul gáta...

Fjórar konur (kvennadagurinn sjáið til) þurfa að komast yfir brú yfir gljúfur nokkurt. Brúin er í slæmu ásigkomulagi og aðeins komast tvær yfir í einu. Þetta er seint um nótt og þær hafa aðeins eitt vasaljós. Því verða tvær að fara yfir í einu og ein að koma til baka með ljósið, svo næstu tvær komist yfir. Þessar fjórar konur eru misjafnlega lengi að fara yfir brúna. Það tekur eina 30 mínútur, næstu 15 mínútur, þriðju 7 mínútur og fjórðu 4 mínútur að komast yfir.

Hversu fljótt tekur það fyrir þær að komast allar yfir, þ.e. hver er fljótasta samsetningin?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 19/6/04 14:06

Þær verða klukkutíma að komast yfir; Fyrst fara 30 og 4 yfir og 4 til baka, því næst fara 15 og 4 yfir og 4 til baka og að lokum fara 7 og 4 yfir og þá komast þær allar í kvennahlaupið!

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
     1, 2, 3 ... 100, 101, 102  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: