— GESTAPÓ —
Hvað er í sjónvarpinu?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 12, 13, 14 ... 47, 48, 49  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 9/12/04 12:42

Þetta má vera rétt hjá þer Hakuchi en þá verða menn líka að passa sig að halda ódæðum hans til haga. Komandi kynslóðir mega ekki halda að hann hafi bara verið besti karl, þrátt fyrir allt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/12/04 12:49

Almáttugur já. Ódæðin mega aldrei gleymast. Það má heldur ekki afgreiða manninn sem bara einhvern slefandi brjálæðing sem engin hætta er á að birtist aftur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 9/12/04 12:51

Alls ekki. Hann á að vera heiminum víti til varnaðar því sagan endurtekur sig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 9/12/04 13:54

Ég er sammála Haraldi. Það er ljótur plagsiður að verða að draga upp myndina af manninum Hitler. Það manngerpi á ekki annað skilið en gleymsku. Þó hann hafi verið sæmilegur við hundinn sinn er það ekkert á við öll hans voðaverk. Hann var viðurstyggilegt ómenni, holdgervingur illskunnar.

Blessaður einkaritarinn sýndi nær engar tilfinningar, nema þegar hún rifjaði upp hinstu stundirnar með Goebbels-börnunum. Annars virtist þetta hafa verið eilíf tedrykkja.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/12/04 13:56

Júlía mælti:

. Það manngerpi á ekki annað skilið en gleymsku.

Nei, það má nefninlega aldrei nokkurn tímann gleyma þessu ómenni. Aldrei. Hann á að vera vitnisburður um þá illsku sem mannskepnan getur leyst úr læðingi og vonandi mun slík vitneskja koma í veg fyrir að svona djöfull í mannsmynd komist aftur á sjónarsviðið.

Sammála með tilfinningaleysi ritarans. Þetta var hálf óhugnalegt að sjá hana tala um tedrykkju og hve matmálstíminn raskaðist til, þrátt fyrir að vera innan um þessi gerpi.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 9/12/04 14:00

Júlía mælti:

Ég er sammála Haraldi. Það er ljótur plagsiður að verða að draga upp myndina af manninum Hitler.

Gallinn við að birta ei líka mannlega mynd af þessu skrímsli er sá að þá er frekar hætta á að það gleymist að það blasir ekkert endilega alltaf við við alveg frá upphafi að einhver upprennandi þjóðarleiðtogi/harðstjóri sé jafn snarruglaður eins og Hitler var.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 9/12/04 14:07

Hakuchi mælti:

Júlía mælti:

. Það manngerpi á ekki annað skilið en gleymsku.

Nei, það má nefninlega aldrei nokkurn tímann gleyma þessu ómenni. Aldrei. Hann á að vera vitnisburður um þá illsku sem mannskepnan getur leyst úr læðingi og vonandi mun slík vitneskja koma í veg fyrir að svona djöfull í mannsmynd komist aftur á sjónarsviðið.

Sammála með tilfinningaleysi ritarans. Þetta var hálf óhugnalegt að sjá hana tala um tedrykkju og hve matmálstíminn raskaðist til, þrátt fyrir að vera innan um þessi gerpi.

Ég átti ekki við að Hitler ætti að gleymast, eða hans voðaverk, fjarri því. Mér finnst óþarfi að vera að draga upp mynd af honum sem hundavin, barngóðum 'frænda', frístundamálara og jolly karli. Þessi maður sýndi fádæma grimmd, tilfinningaleysi og mannfyrirlitningu - skiptir þá einhverju máli að honum fannst gaman að leika við hvolpa?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/12/04 14:12

Ah. Það er annað mál. En eins og ég sagði ofar, þá má heldur ekki draga upp mynd af honum sem einhverju einstökum brjálæðingi sem er undantekning sem aldrei mun koma upp aftur. Það er of auðveld lausn. Það er til fullt af minihitlerum sem hafa blossað upp í gegnum söguna, jafnvel menn á sama skala og Hitler sjálfur. Jafnvel má sjá svona siðleysingja á rambi í dag og á allra síðustu árum (Rúanda, Kambódía osfrv).

Mannskepnan hefur getu til ólýsanlegrar illsku og hún getur jafnvel blossað uppi í fólki sem undir eðlilegum kringumstæðum hefði gengið í gegnum lífið sem ósköp venjulegt fólk. Ímyndið ykkur ef staðið hefði verið rétt að lokum fyrri heimsstyrjaldar og rétt höndlað með kreppuna miklu, þá hefði skrýmslið Himmler kannski gerst búfræðingur og drukkið bjór og étið vínarsnitsel það sem eftir var ævinnar, í stað þess að verða að því sem hann varð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 9/12/04 14:47

Þetta rímar við svo margt annað í heiminum um þessar mundir. Það er allt í lagi að græða peninga hvað sem það kostar aðra. Það er allt í lagi að heilu heimsálfurnar svelti, þær verða bara bíða þangað til hagsveiflan nær til þeirra. Við vösumst til um innanríkismál annara þjóða, en nota bene aðeins ef við getum hagnast á því með einhverjum hætti. Af hverju ættum við ekki að milda aðeins ljótukalla ímynd Hitlers og fyrra okkur ábyrgð á fortíðinni líka. Við þjáumst af siðdoða og við elskum umbúðir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 9/12/04 15:20

Leitt að hafa ekki getað tekið þátt í umræðunum hér á undan, enö ekki fannst mér nú myndin sem dregin var upp af Hitler vera neitt sérstaklega mannleg, hún var eiginlega frekar lítilmannleg og hann sýndur sem aumkunarvert lítilmenni, sem kaus þá leið að yfirgefa sína hrundu spilaborg á lítilmótlegan hátt. Hef heyrt þeirri kjaftasögu haldið á lofti að Foringinn hafi verið ónýtur til kynlífs og þess í stað hafi hann eytt sömu orku í mannvonsku og stríðsrekstur...

Ég er nú ekki sammála Júlíu um að þetta hafi verið auðveld frásögn hjá gömlu konunni, hún beygði af nokkrum sinnum og eitt skiptið þá vildi hún bara hætta spjallinu sökum ofþreytu. Hún hafði þagað um þetta í heil 50 ár og ég held að meginástæðan fyrir því að hún leysti frá skjóðunni var sú að hún var komin með krabbamein þegar upptökurnar fóru fram, en hún lést af völdum þess stuttu eftir frumsýningu myndarinnar

Annars voru nú hlutar í myndinni svolítið grátbroslegir og allt að því sjúklegir eins og t.d. þegar Hitler gaf hundi sínum, Blondie, blásýru frá Himmler og síðan þessi giftingaveisla Foringjans og Evu Braun sem haldin var undir harmonikkuleik og sprengjudrunum einum degi áður en þau gengu til móts við eilífðina með eigin aðstoð og loks þetta með börn Göebbelshjónanna sem fengu engu ráðið hvort þau færu sömu leið og foreldrarnir. Já, það má kannski segja að tilvistin í byrginu hafi verið í senn átakanleg og aumkunarverð. Magnaður fjári...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dillinger 13/12/04 02:28

Goodfellas, þessa stundina á skjá einum.

John Dillinger. • Foringi Aftökusveitar Krumpu. • Fangelsisstjóri Baggalútíu. • Eigandi Sálar Nornarinnar. • Skriffinnur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 19/12/04 23:45

Eitthvert besta sjónvarpskvöld á RUV sem ég man eftir var barasta núna fyrripartkvölds. Fyrst mögnuð íslensk heimildamynd um nokkra einstaklinga sem eru fastir í fátæktargildru og þurfa að betla, uppburðarlitlir fyrir jólasteikinni á hverju ári. Ég var eiginlega, án gríns, að því komin að hágráta yfir myndinni og þá sérstaklega þegar ein einstæða móðirin skýrði frá því að börn hennar væru efnileg í íþróttum og fimleikum, en hún hefði bara ekki efni á því að kosta slíkt. Dapurlegt og enn dapurlegra til þess að hugsa að Davíð telji allt þetta fólk svikarhrappa og tækifærissinna sem hagnýti sér góðgerðarsamtök til þess að fó ókeypis jólasteik.

Á eftir þessu var frábær heimildamynd um flottustu popplistamenn allra tíma, hljómsveitina Abba. Ferlega góð mynd og vel unnin og enn gefa lög eins og Eagle, Dancing Queen, Knowing Me Knowing You og The Winner Takes It All manni algjörlega þvílíka hrifningargæsahúð. Þó svo að hljómsveitin sé löngu orðin grilljóner af einhverjum 360 milljón seldum hljómplötum þá hefur slíkt ekki nægt til að halda hamingjunni gangandi hjá sumum meðlimum og kom fram í myndinni að Agnetha Fältskog sé einskonar nútíma Greta Garbo sem láta lítið á sér bera opinberlega, en þó lofar hún nýrri sólóplötu með tíð og tíma.

Og ekki var allt búið enn hjá RUVinu. Þeir skelltu þvínæst á skjáinn hreint unaðslegri heimildamynd ljósmyndasnillingsins Raxa um ferð hans á nyrsta byggða ból í heimi á vesturströnd Grænlands ogn hreint makalaust að fylgjast með því hvað fólk getur verið nægjusamt, heilbrigt og hamingjusamt í næstum 40 stiga frosti. Þó svo að fátækt, ríkidæmi og hamingja hafi komið við sögu í tveimur fyrrnefndu myndunum, þá leyfi ég mér að efast um að slík hugtök séu til á meðal hinna skríkjandi og kersknu sleiðaveiðimanna á V-Grænlandi. Hjá þeim er hamingjan eðlislæg af því að lífið er svo einfalt. Svo einfalt er nú það...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 20/12/04 20:47

Ég ætlaði mér að setjast niður og horfa á Frasier. En nei, Sjónvarpið víxlaði þáttum hjá sér (Hvernig er það hægt á 21. öldinni ?) og er nú að sýna einhvern vítamínþátt . Ef einhverjir tæknimenn sjónvarpsins eru með hiksta þá er það af mínum völdum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 20/12/04 20:49

Ætli þáttaröðinn hafi ekki verið bara búinn.

Hvað, hver, hvur
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 20/12/04 20:53

Úps. Eyða.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 20/12/04 20:56

bauv mælti:

Ætli þáttaröðinn hafi ekki verið bara búinn.

Samkvæmt dagskránni þá átti Fraiser að vera klukkan átta. Reyndar var dagskráin mismunandi eftir því hvort maður væri að lesa Baugstíðindi eða íhaldssnepilinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ljón Vitringanna 29/12/04 13:52

Sjónvarðið er svart núna ætli ég þurfi ekki að ýta á einhverja takka..

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 13/1/05 21:43

Ég minni spesíaln aukaþátt af Office eftir tíufréttir á eftir!

        1, 2, 3 ... 12, 13, 14 ... 47, 48, 49  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: