— GESTAPÓ —
Orðsnilldagátuleikurinn
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
     1, 2, 3 ... 283, 284, 285  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/6/04 16:36

Nú ætla ég að starta nýjum leik. Ég byrja á því að henda fram einhverja setningu héðan af Gestapó og svo eigið þið að giska hver sagði þau orð. Sá sem giskar rétt fær að koma með næstu setningu.

Hver sagði eftirfarandi setningu?

Komstu og fórstu eða fórstu bara eða fórstu og komstu eða fórstu og þurftir að fara ? Eða hvað ?

Hugmyndin er fengin frá þræði Mikils hákonar...sem staddur er á Þýðingar speki og orðsnilld

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 4/6/04 16:58

HlewagastiR gæti hafa sagt þetta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 4/6/04 17:45

Vamban?

Eru takmörk fyrir svarmöguleikum í einni færslu?

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 4/6/04 20:36

Minnir oss á Albert Yggarz - var þetta hann ?

‹Nú bölvum vér í hljóði því af einhverjum ástæðum eru innlegg vor trúlega oftast fremur auðþekkjanleg›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 4/6/04 21:41

Ekki man ég eftir að hafa sagt þetta en mig grunar að Mikill Hákon hafi umlað þessu út úr sér.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 4/6/04 22:11

Ég dreg fyrri ágískun mína til baka og segi Hakuchi.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/6/04 00:49

Nei, enginn hér að ofan hefur rétt fyrir sér...vísbending?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 5/6/04 00:53

Já við viljum fá vísbendingu takk.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/6/04 01:01

Hann hefur reyndar ekki mætt á lútinn í 3-4 mánuði (skömmin), en var þokkalega virkur þar áður...góð ástæða fyrir þá sem hafa verið stutt hérna að kynna sér gömul innlegg...hahaha

hér er setning frá honum:

Það er algjör réttur hins fullkomna ríkis að fylgjast með og hafa áhrif á skoðanir þegna sinna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 5/6/04 01:32

Ég ætlaði að finna út úr þessu á hávísindalegann hátt en nennti því svo ekki og giska á Ruglubulla.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 5/6/04 01:44

Þá er þetta faðir minn heitinn, hann Blástakkur!

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/6/04 01:48

Ekki er það Ruglubulli og ekki Blástakkur (enda hefur hann nú ekki verið svo lengi í burtu)... geri þetta auðvelt, hann er á topp 50 listanum...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 5/6/04 02:09

Ég veit þetta, þó að það tók mig heillangan tíma a fatta þetta. Með smá hjálp frá heimavarnarliðinu. En ég vil ekki segja það, ég er neðar en hann staddur í heimavarnarliðinu. Þetta er ‹trommuslög í þónokkurn tíma› LIMBRI!!!!!

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/6/04 02:12

Já Goggurinn minn (vel af sér vikið, þetta tók þig bara 25 mínútur-5 mínútur sem fóru í klósettferðir og bjórþamb = 20 mín)...þú átt rétt á næstu spurningu...veldu vel...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 5/6/04 02:22

Jæja já, þetta tók sinn tíma. En já, tilvitnunin:

„Sannleikurinn sem knýr ofurmennin til dáða.“

Hver sagði þetta? Ekki búast við svari fyrren um kl. 14:00.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 5/6/04 11:37

Grimmis?

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/6/04 13:08

Blástakkur?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 5/6/04 13:13

Hakuchi?

     1, 2, 3 ... 283, 284, 285  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: