— GESTAPÓ —
Vísnagátuleikur...
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3, ... 191, 192, 193  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 29/4/04 14:39

Er þetta Nykur?

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 29/4/04 14:42

Stóll. Að stóla á e-ð?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 29/4/04 14:47

Þetta er ekki allt í áttina en þið standið ykkur samt vel. Ég held að ekkert okkar myndi nenna að grafa neitt með umræddu orði í garðinum en kannski í óeigindlegum skilningi þá myndum við öll standa okkur vel.‹Brosir til allra viðstaddra›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 29/4/04 14:49

Er seinasta línan líka vísbending, eða meira svona almenn athugasemd?

Tól? Tæki?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 29/4/04 14:50

Villt.

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/4/04 14:51

Vatn?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 29/4/04 14:54

Góðum notum garði í, - gott að hafa á í garðinum , þá þarf ekki að slá
giska ekki lengur, - á eitthvað
langferð leitast oft við því - maður getur siglt eftir ám
líst mér á það drengur. -altsvo á

Er þetta á?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 29/4/04 14:57

Nei en það mætti nota tillögu Hakuchi sem vísbendingu. Líka seinustu setninguna Júlía...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/4/04 14:58

Hvað heitir þetta drasl sem notað er til að vökva blóm? Vantskanna? Vökvari?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 29/4/04 14:59

Einmitt Hakuchi og orðið er þá......

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 29/4/04 15:00

Er þetta tvíræð vísa hjá þér Barbie?
Stútur? Stautur? (nei, það eru ekki sagnorð líka)

Fáum við aðra vísbendingu?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 29/4/04 15:00

kanna.

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/4/04 15:01

Æj fjandans, orðið er dottið úr hausnum á mér eins og svo margt annað þessa dagana.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 29/4/04 15:01

Rétt Nykur.
Góðum notum garði í, - vökvunarkanna eða kanna fyrir djús á sumardegi,
giska ekki lengur, -kanna málið
langferð leitast oft við því - kanna ókunnar slóðir
líst mér á það drengur. - kanna hug sinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nykur 29/4/04 15:03

Æ sé að Hakuchi var eiginlega kominn með þetta á undan, gef honum heiðurinn af þessu og réttinn til að hnoða saman nýja gátu.

Krónprins & Forsætisráðherra Baggalútíu • Baggalútíu allt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/4/04 15:24

Neinei Nykur minn, ég náði þessu ekki fullkomlega og vissi ekkert hvað ég var að gera.

Ég vissi ekki að með réttu svari fengist réttur til að koma með vísu. Ef svo er þá er ekki möguleiki að ég geti komið með vísu þar sem ég hef nákvæmlega enga hæfileika á sviði vísnagerðar og hef ekki nennt að rækta þá hingað til.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 29/4/04 15:31

Nykur, boltinn er hjá þér.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 29/4/04 15:33

Hingað til hafa skáldin séð um að yrkja, við hin ráðum bara gátuna.

Ertu hagyrðingur, Nykur?

LOKAÐ
        1, 2, 3, ... 191, 192, 193  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: