— GESTAPÓ —
Frjáls leikur Ívars: Hvernig er veðrið?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 46, 47, 48 ... 114, 115, 116  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 17/10/04 22:25

Hundleiðinlegt veður og komið haust eða jafnvel vetur, a.m.k. í bili: Norðan strekkingur og vægt frost.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 18/10/04 10:40

Sem betur fer hefur ekki enþá reynst þörf á því að draga fram kóbaltknúnu snjósköfuna sem reyndist mér vel síðasta vetur. Ætli það sé ekki samt kominn tími á að íhuga dekkjaskiptingar.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbie 18/10/04 11:04

Hér er allt þakið í snjó, fjúk og jafnvel stormur. Almennt skítaveður.
Diotallevi hefur það fínt inni í hlýju íbúðinni okkar með góða bók og vænan krakkaskara. Í það minnsta vona ég það. Best að baka pönnsur á eftir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/10/04 16:03

Andskotans blindbylur - hárkollan fokin og gleraugun pökkuð af snjó. Ætti að kenna mér að vera ekki að spila golf í svona veðri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/10/04 16:08

Mér sýnist að ég ætti ekkert að vera að segja ykkur hvernig veðrið er hér hjá mér. Vil ekki græta neinn.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Himinninn er rauður.. það veit nú ekki á gott..

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 18/10/04 18:03

‹Lítur út um gluggan og hrekkur við› Úff, já; þetta er undarleg og óhugnanleg birta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/10/04 18:04

Roðinn í austri, er það ekki annars? Ég er nefnilega að máta jólasveinabúninginn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 18/10/04 18:06

Nú, þú hefur bætt á þig nokkrum pundum, Haraldur minn, síðan að við sáumst síðast.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/10/04 18:07

Getur ekki verið. ‹Lyftir kinnunum til að geta hneppt efstu tölunni›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 18/10/04 18:22

Tilgangurinn með mjaðmaaðgerðinni var að þú yrðir léttari á fæti - og þá var ekki bara verið að hugsa um að þú kæmist oftar og hraðar í ísskápinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/10/04 18:30

Komst að því um daginn að ljósið logar þegar ísskápurinn er lokaður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/10/04 18:32

Ég vissi það!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 18/10/04 18:35

Skoh! Það hafa fleiri en ég dottið inn í skápinn og lokað á eftir sér. Ferlegt mál þegar ég kom út úr honum aftur. Mamma misskildi allt saman og ætlaði aldrei að hætta að gráta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 18/10/04 18:36

Þú hefðir átt að segja henni að þú værir að æfa fyrir hlutverk í leikritinu "Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum".

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 18/10/04 18:37

Meintuð þér eigi "Njósnarinn sem kom út úr kuldanum" ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 18/10/04 18:38

"Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum" ... semsé uppá enskuna "The Spy Who Came In From The Cold". Ég kannast við það sem bók eftir njósnarareifarahöfundinn John Le Carré ... svo var held ég gerð mynd eftir bókinni. Af samnefndu leikriti hefi ég hins vegar aldrei heyrt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 19/10/04 17:57

Enn er bölvaður næðingur og skítakuldi. En birtan er falleg, himininn yfir Perlunni í pastellitunum...Hvað er Haraldur nú að máta þar eystra? ‹Þessi síðasta setning gæti virst óskiljanlegt óráðshjal, en er vísun í umræður gærdagsins›

        1, 2, 3 ... 46, 47, 48 ... 114, 115, 116  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: