— GESTAPÓ —
Opin samkeppni um lofkvæði um hana ömmu mína
» Gestapó   » Kveðist á
     1, 2  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/8/03 15:22

Þið verðið að afsaka að hér fylgi ekki ljóð, en ég kann ekki þá list að semja ljóð, nema maður kasti frá sér einstaka hækum eftir að hafa drukkið of mikið sake.

Mig langar til þess að opna fyrir samkeppni um hver getur samið fallegasta ljóðið um blessaða ömmu mína sem er reyndar til sölu hér annars staðar á síðunum.

Til að þið hafið eitthvað um að semja læt ég hér fylgja lýsingu á henni:

Nokkuð komin til ára sinna en við góða heilsu.
Örlítið feitlagin með grásprengt hár.
Er glaðlynd, félagslynd og barnvæn, kann góða samræðulist, sérstaklega um veður og fisk.
Er úrvals saumakona.
Les helst ævisögur.
Bakar mikið af pönnukökum og bakkelsi á gestkvæmum dögum.
Er ættglögg mjög og áreiðanlegri en íslenski ættfræðigagnagrunnurinn.
Eldar gott lamb.
Er edrú og stundar ekki fjárhættuspil utan lottós.
Hún er úr Strandasýslu en hefur búið á mölinni í talsverðan tíma.
Hefur fætt vel yfir 10 börn, öll feðruð af sama manninum (afa heitnum) eftir því sem best er vitað.

Ég vona að boð mitt muni veita ykkur þá áskorun að hefja andagift ykkar upp í hæstu hæðir, ömmu minni til dýrðar. Hún á það skilið blessunin.

Með von um góð viðbrögð,
Hakuchi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/8/03 15:39

Feitlagin og heilsuhraust
Hakucha gráa amma
glaðlynd er og grínalaust
góð hún kyssir kjamma

Börnum væn og blaðrar vel
um brælu og hrognkelsi
Saumar kjóla, sögur les
særir fram bakkelsi

Pönnukökur panta skal
og prufa ættfræði
góð hún er við gestaval
gerir lambið æði

drekkur ei og dundar sér
duflar í lotto vélum
gamla strandastúlkan er
stundum út á melum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/8/03 15:54

Bravó! Toppið þið þetta, baggalútsgestir!

 • LOKAР•  Senda skilaboð

Amma gamla allar þekkir ættartölur
hvur er sonur hvurs sem er,
hvur það var sem gekkst við þér.

Sína ætt ei síst hún kann og segir gjarnan:
"öll mín börn ég einum manni
eignaði, og það með sanni"

Tíu ól hún unga, jafnvel aðeins fleiri,
Reyndist henni raun, og afa,
rétta tölu á þeim að hafa.

Börnin ól á bakkelsi úr búri sínu,
lambaketið kát hún sauð,
keypti ýsu, smér og brauð.

Hafðu þessar braghendur um hana ömmu þína, þó ekki komi allar upplýsingar um hana fram.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 18/8/03 17:05

Stórfenglegt hjá þér. Amma verður mjög hrifin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð

Gömul og ættglögg
Gengur í bakkelsið
gestvæn er mjög

Amma
þín!

sumir okkar spara orðin og eru hnitmiðaðir

sanaatanasya dharma iti sanaatan dharmah
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/8/03 17:25

Vel má vera að þú sparir orðin, en plássið sparar þú ekki, það er nokkuð ljóst.

Varðandi hnitmiðið, þá jú jú, vissulega miðar þú greinilega beint. En þú hittir bara alltaf á sama staðinn og góð vísa getur verið of oft kveðin.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 18/8/03 18:08

Hún ævisögur ættfróð les,
edrú lottó stundar,
við Bakkus alltaf er til hlés,
ágæt málin grundar.

um fisk sem veður fjasar glögg,
félagslynd og saumar,
pönnukökum snarar snögg,
snilldar lambið kraumar.

Dr.Barbapabbi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 18/8/03 18:47

Laglegust er hún og lunkin,
lúsiðin ættmóðir mesta.
Kemur ávalt með kökudunkinn,
kætir hann gemlinga flesta.

Það er sem dásamlegur draumur,
að hlýða á hennar dulrænu sögur.
Aðalsmerkið er samt líklega saumur,
stórkostlegar flíkur og önnur verk fögur.

Lambið og sósan eru listavel gerð,
og laglegar gerir hún ilmandi lummur.
Og nú er á konuna komið verð,
karlinn hann Hakuchi á tvær ömmur. $$$

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 18/8/03 20:22

Amma þín er eflaust góð
eins og fleiri slíkar
ömmur skilið eiga ljóð
enda kostaríkar

Dr.Barbapabbi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 19/8/03 08:48

Fékk smá andagift að láni hjá Barbapabba.

Kvæði:

Amma hans er frábært fljóð
Hakuchi fær nýja flík
amman sú er sjaldnast hljóð
enda er hún sögurík.

Takk Barbapabbi.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/8/03 09:00

Ömmuljóðasamkeppnin virðist ganga mun betur en ég átti von á. Hér er hvert hugljúft ljóðið um ömmu á fætur öðru og verður greinilega erfitt að velja sigurvegarann.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Glúmur 19/8/03 09:09

Kvæði:

Amma mín og amma þín,
úti báðar búa.
Drekka bjór og brennivín,
berja fólk og ljúga.

Gagnvarpið er komið til að vera
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/8/03 12:00

Heyrðu Glúmur! Ert þú að reyna að kasta rýrð á heiður ömmu minnar!? Mundu að ég elti uppi alla þá sem skrifa illa um ömmu og hegg af þeim útlimi í réttu hlutfalli við móðgun þeirra með blóðþyrsta katanasverðinu mínu. Ég met þessa móðgun upp á vinstri hendi upp að olnboga og hægra eyra.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Blástakkur 19/8/03 13:02

Högg þú heilastur manna,
helg er hún amma.

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 19/8/03 14:53

Já, hún amma þín...ég spurðist fyrir um hana á elliheimilum og öllum bar saman um að hún væri ekki alveg laus við lesti. Er nú tímabært, þar sem þú ert orðinn vel stálpaður, að þú heyra fáir sannleikann:

Öðlingur mun amma þín
örugglega vera
kaupi hún sér kláravín
kann hún vel að skammast sín.

Bak við hurð hún bergir á
brennsanum í laumi
Kát hún barnabörnum þá
brauð og kökur gefa má.

Ævintýr hin aldna mær
ömmubörnum segir;
Ímyndunar-aflið fær
aukinn byr, ef glas er nær.

Steikir lamb sú gamla gott,
galdurinn er þessi:
Ket er mjög af viskí vott,
vín fer rautt í sósupott.

Ekki fyrir fitunni
fer á henni ömmu;
Bjúgur er í andliti
af allri konjakksdrykkjunni.

Fornra daga gliðna gjár
ef gamla sýpur mikið;
sífrar þá um síldarár,
situr ein og fellir tár.

 • LOKAР•  Senda skilaboð

Sem sagt, ég er gesturinn hér að ofan, og enginn annar.
Innskráning mín fyrirfórst á meðan ég reit kvæðið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/8/03 16:19

Hmmm.....þú segir það já....ærusviptir ömmu mína...allt í lagi. Ég óska þér góðra daga en bið þig samt að vara þig á að missa ekki hausinn með því að rekast með hálsinn í hárbeitt samúræjasverð eitthvert kvöldið. Ekki það að þú komist undan því.

LOKAÐ
     1, 2  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: