— GESTAPÓ —
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 20/9/11 15:45

Ég tel rétt að hafa samkeppni á mörkuðum og mun því fara í beina samkeppni við vandamálaþráð Huxa.

Hér verður engri spurningu ósvarað.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/9/11 15:49

Hver er besta leiðin til að fá hæstvirta ritstjórn til að svara fleiri spurningum ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 20/9/11 15:54

Ert þú þá gáfaðri en Huxi?

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 20/9/11 16:10

Hvað er í matinn í kvöld?

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 20/9/11 16:13

Má sami Gestapói koma með meira en eina spunringu ?

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 20/9/11 16:30

Hversvegna svarar þú ekki þeim spurningum sem beint er til þín?
Ertu strax orðinn undir í samkeppninni?
Af hverjum er hvítlauskslyktin?
Ferð þú fram á mútur eins og samkeppnisaðilinn?

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 20/9/11 17:07

Ef að einhverjum skildi detta í hug að spyrja sömu spurninganna hjá mér og hér í þessu hrörlega musteri fáfræðinnar, þá eru réttu svörin að finna hjá mér. Ekki hjá pestó-Hvæsa.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/9/11 17:26

Ertu kominn í mútur?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 20/9/11 17:51

Vladimir: Setja upp innleggjaskatt á gestapó. Ritstjórn gerir ekkert nema taka fyrir það laun.

Nermal. Já.

Herbjörn. Heimagerð flatbaka með skinku, beikoni, sveppum og kryddpylsu, svo er ég að baka skúffuköku í eftirrétt.

Vladimir: það eru engin takmörk á spurningafjölda

Golíat. Ég svara öllu. Ég sagði ekki hvenær.- Nei. - Hvítlaukslyktin er líklega af Nermal. Ég kenni honum um flesta óþefi. og nei ég kýs að þiggja ekki mútur en frjáls framlög eru vel þegin.

Huxi. Ekki vera abbó.

Billi, nei ég er að bíða eftir framlögum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/9/11 18:11

Er mögulegt að það verði með tíð og tíma samráð um spurningar?
Verður það ólöglegt eða löglegt en siðlaust samráð?

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 20/9/11 18:34

Er mögulegt að þið félagarnir getið slegið tvær flugur í einu höggi þegar þið hittist í Öskjuhlíðinni?‹Heldur áfram að naga sviðalöpp›

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 20/9/11 18:42

Ef sameiginleg ákvörðun leiðir til þess að báðir aðilar hagnist, þá má skoða siðlaust, ég meina löglegt samráð.

Öskjuhlíð er ekki verri staður en hver annar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 20/9/11 19:48

Hvort er betra að steikja upp úr rapsolíu eða sólblómaolíu?

Af hverju eru ferskjur svona vondar?

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 20/9/11 22:17

Hver stal kökunni úr krúsinni í gær?

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 20/9/11 23:52

Af hverju dettur mér ekkert í hug til að spyrja um?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 21/9/11 06:05

Grágrímur, fólki einsog þér er ráðlagt að kaupa bara skyndimat og elda ekkert flóknara en núðlusúpu.
Þú gætir slasað þið við að gera eitthvað flóknara.

Ferskjur eru ekki vondar, þú ert bara furðufugl.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum eru þær búnar til í verksmiðju í miðbænum og það er maður sem setur þær beint í dósir.

Hlebbi, Nermal er þjófurinn

Regína
Ekkert mál snúðurinn minn, þú mátt bara kúra hérna og fylgjast með.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 14/2/12 23:42

Hví hvarf Hvæsi?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 21/6/21 15:18

Fergesji mælti:

Hví hvarf Hvæsi?

Vegna þess að tíminn er það horn tilverunnar, að atburðarrásin er óendanleg.
Allt tekur sinn tíma og venjulega gerist eitt á eftir öðru.

» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: