— GESTAPÓ —
Árshátíð 2010
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 12/11/10 10:55

Ég gæti hugsanlega komið til að taka við verðlaunum.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 12/11/10 11:39

Ég var að reka glyrnurnar í að ég var búinn að boða komu mína í fjórfalt afmæli þetta sama kvöld. Það er því frekar litlar líkur á mætingu af minni hálfu nema þá frekar seint og þá þarf ég ekki á hreppaflutningabílnum að halda nema þá til heimferðar. Þetta er allt frekar óljóst ennþá svo að ég segi bara: Ég kem ef ég kem en annars kem ég ekki.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/11/10 11:42

Raunheimaafmæli mun líka hafa áhrif á það hvort ég láti sjá mig.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Villimey Kalebsdóttir 14/11/10 12:18

Ég fer yfirum ef þið eruð að boða komu ykkar á síðustu stundu.

‹glottir›

6 dagar í árshátíð

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 16/11/10 17:20

Ég verð ekki með í rútunni. Ég kem með strandfaraskipinu.

Er þetta ekki annars á sama stað og vanalega? Klukkan hvað á ég svo að mæta?

Varaformaður Sundráðs Baggalútíu, stjórnarmaður Ungmennasambands Baggalútíu, ritari Ungmennafélagsins Andspyrnunnar og 1. varamaður á lista Bændaflokksins í Hreppsnefnd Ýsufjarðar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Urmull Ergis 16/11/10 17:35

Verður þessi árshátíð onlæn?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 16/11/10 17:42

Urmull Ergis mælti:

Verður þessi árshátíð onlæn?

Nema hvað?

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 17/11/10 08:54

Urmull Ergis mælti:

Verður þessi árshátíð onlæn?

Íslenska er í hávegum höfð hér á þessum vef, slettur og annar leiðindatalsmáti óskast sendur á h**a.is

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Miniar 17/11/10 15:42

Nema eitthvað breytist, verð ég því miður að sleppa þessari ársátíð.
Lofa að mæta á næsta ári, nema eitthvað komi uppá.

Staðreyndir breytast ekki þótt þú sért þeim ósammála.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Forynja 19/11/10 13:51

Ég ætla að koma svo þið skuluð passa gaurana.....muahahahahahaha! ‹Styður báðum höndum á mjaðmir, hallar sér aftur og hlær eins djúpum hlátri og unnt er›

Hvar er þetta annars? ‹Glottir eins og fífl›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 19/11/10 15:21

Huxi mælti:

Ég var að reka glyrnurnar í að ég var búinn að boða komu mína í fjórfalt afmæli þetta sama kvöld. Það er því frekar litlar líkur á mætingu af minni hálfu nema þá frekar seint og þá þarf ég ekki á hreppaflutningabílnum að halda nema þá til heimferðar. Þetta er allt frekar óljóst ennþá svo að ég segi bara: Ég kem ef ég kem en annars kem ég ekki.

Við sjáumst þá ef þú sést í minni viðurvist.

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dularfulli Limurinn 19/11/10 16:55

Þar sem ég skemmti mér vel í fyrra, ráðgeri ég að sýna andlit mitt á krá einni eftir að minni vinnuskyldu er lokið,
svo fremi það verði innan skemmtanatíma kráarinnar.
‹Krossleggur fingur um rólegt vinnukvöld›

Sérlegur asnahalahanastélskokteilhristari og einkaþjónn. Sérfræðingur í Eskimóaflippum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 19/11/10 17:50

Ísdrottningin mælti:

Urmull Ergis mælti:

Verður þessi árshátíð onlæn?

Íslenska er í hávegum höfð hér á þessum vef, slettur og annar leiðindatalsmáti óskast sendur á h**a.is

Hvaða nöldur, hann er með æ og alle græjer!

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 19/11/10 18:05

Ég kem að sjálfsögðu ef einhver efaðist.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 19/11/10 19:54

Golíat mælti:

Ísdrottningin mælti:

Urmull Ergis mælti:

Verður þessi árshátíð onlæn?

Íslenska er í hávegum höfð hér á þessum vef, slettur og annar leiðindatalsmáti óskast sendur á h**a.is

Hvaða nöldur, hann er með æ og alle græjer!

Nöldur, NÖLDUR ‹Guðar frostrósum móðguð á gluggana›
Þó ég hafi verið á fjöllum um tíma er mér ekki kunnugt um að dagskipanin hafi breyst svo gjörla hér að menn geti óáreittir og óumvandaðir laumað hér inn slanguryrðum (þrátt fyrir íslenskan staf!)

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 19/11/10 21:27

Þetta er augljóstlega danskt æ.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 19/11/10 22:44

Hvursu margir skyldu nú ætla að mæta? ‹Hlakkar til›

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Villimey Kalebsdóttir 19/11/10 23:48

Mættu nú alveg vera fleiri.

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: