— GESTAPÓ —
Víddir
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3, 4  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 3/10/10 23:44

Sannleikurinn mælti:

Það hlæja allir að því bulli í dag að menn lifi í fjórvíðum heimi þar sem tíminn er fjórða víddinn.
Við lifum í margvíðum heimi - einum af óendanlega mörgum öðrum þar sem engin takmörk eru möguleg , ekki einu sinni takmörk fyrir ljóshraðanum.

Þeir sömu allir og telja að George Bush yngri (og faðir hans reyndar líka) séu í raun geimveru-eðlur sem dulbúa sig sem mannverur til þess að taka yfir jörðina?

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 4/10/10 11:28

Ég þyrfti nýja vídd...
36" myndi duga.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 4/10/10 13:05

Ég hef alltaf talið okkur búa í fimmvíðum heimi, samanber bókina góðkunnu, Brids í fimmtu víddinni eftir Mollo.
Sjá http://www.amazon.com/Bridge-Fifth-Dimension-Victor-Mollo/dp/0713487305

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 4/10/10 13:18

Hæ Goggur - ég verð ekki mikið með umræður um ´geimeðlur´ á Baggalútnum og langar lítið að ræða um málefni Bush - aranna.
Eru til geimeðlur sem borða kóbalt? Eða eru jafnvel til geimeðlur sem eru úr kóbalti eingöngu?

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 4/10/10 21:36

En þetta kjaftæðishjal um margvíðan heim þar sem engin takmörk ríkja - er í besta falli himinhátt fjall af rugli og vitleysu. Vissulega eru frumeindir að megninu til í raun tómarúm - það er utan kjarnans (hvers uppbygging er svo efni í aðrar umræður), þétts kjarna sem hefur raunverulegan og mælanlegan massa. Utan um hann svífa svo um rafeindir, sem breyta um hegðun ef maður asnast til að athuga þær nánar. Þær ferðast þó eftir ákveðnum brautum í hringferðum sínum kringum kjarnann en ekki er hægt að vita bæði skriðþunga þeirra eða staðsetningu eins og hinn ágæti Heisenberg skýrði eftirminnilega með óvissulögmáli sínu.

Engin takmörk fyrir ljóshraða já. Að þessu get ég ekki annað en hlegið þar sem takmörkin eru til staðar eins og vísindin hafa sýnt oft og tíðum.

Eitthvað segir mér þó að ákveðnir aðilar rugli hér saman fjölheima-kenningum og einhverju fjölvíddaþvaðri. Því að sannleikurinn er sá, að í okkar alheimi, hvort sem hann er partur af aragrúa annara alheima. eru mælanlegar þrjár rúmvíddir, auk tímans.

Æj, ég er hættur þessu fjárans röfli mínu. Svona í bili í það minnsta.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 5/10/10 10:11

Það er einfaldlega ekkert kjaftæðishjal og það vita allir í dag. Allir eru að tala um það og vart talað um mikið annað þessa dagana en hversu ótakmarkað hið ótakmarkaða er.
Óendanlegir alheimar , ótakmarkaðar víddir , ótakmarkaðir hraðar. Allt hjal um að til séu takmörk fyrir því hvernig líf þróast í alheimum , hvernig fólk getur heimsótt hvort annað , er ekkert nema hjátrú og bábiljur einar.
Enda var það David Lynch sem sagði að ef að þú hefur golfkúlustærð af alheim í huga yðar , þá geturðu ekki skilið staf í bók sem þú ert að lesa nema með því að víkka sjóndeildarhringinn.
Hvílík fyndni að fóllk haldi ennþá að tíminn sé til og sé e.k. ´fjórða´vídd. Það er til fortíð , nútíð og framtíð sem eru allar að gerast núna , og sem hver um sig er til í óendanlega mörgum útgáfum. Ég lifi einfaldlega í núinu og þess vegna er ég orðinn svona jarðtengdur.

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 3/3/11 18:01

Út frá umræðum á Kaffi Blút veltum vér fyrir oss vídd teiknimyndapersóna. Eru þær háðar eður óháðar tímavíddinni?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 3/3/11 18:04

Einnig má hér minnast á ljóshraða, en um hann hafa Goggur og Sannleikur rætt. Vér teljum oss hafa heimildir fyrir því, að ljóshraðinn hafi eigi ætíð verið hinn sami, og sönnunargagn þess sé mismunandi hraði útþenslu alheims.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 3/3/11 18:31

Undanfarið hef ég verið að lesa nokkrar eðlisfræðibækur og finnst það alveg stórmerkilegt efni og sé eftir að hafa ekki kynnst eðlisfræði fyrr. Ég er að les þessa dagana "Why does E=MC2" og aðra bók sem heitir Short introduction to relativity. Báðar alveg stórgóðar en ég kem einu ekki fyrir mig, bækurnar skýra það ágætlega út en ég næ því samt ekki af hverju ljóshraði er mesti mögulegi hraði sem hlutir geta ferðast á. Það hefur eitthvað með þyngdaraukninguna að gera að til þess að komast á ljóshraða þarf hluturinn að þyngjast nær óendanlega... en ég næ ekki af hverju hann þyngjist. Hefur það eitthvað með umsnúning á jöfnunni að gera? Fyrir mér á hraði að vera eins og alheimurinn, óendanlegur. Það er bölvað bull, en ég losna ekki við þá tilfinningu.

Og ég tek það fram að margvíddarkennigin sem ég nefndi í upphafi þráðarins er enn ofar mínum skílning, en ekki alveg jafn hátt. ‹Glottir eins og fífl›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 3/3/11 21:37

Samkvæmt lögmálum Newtons er ekkert því til fyrirstöðu að ferðast hraðar en ljósið, rétt eins og hljóðið. Einstein stöðvaði það með afstæðiskenningum sínum. Vér skiljum hana eigi til fullnustu, en hún gengur út á það, að þegar nálgast ljóshraðann brenglast margt, er á hægum hröðum virðist fast, s.s. massi og hraði. Líklega hafið þér nokkuð til yðar máls, er þér nefnið þyngdaraukninguna sem sennilega skýringu, vegna þess að ef þyngdin rýkur upp í óendanlegt þarf óendanlega mikla orku til að auka hraða hlutarins, sem hreyfist.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 3/3/11 22:52

Njerðir!

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Garbo 3/3/11 23:13

Hér væri við hæfi að steypa sér góðan kollhnís.

sígræn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/3/11 23:16

Kargur mælti:

Njerðir!

‹Ljómar upp›. Auk þess minnum vjer á að þetta er Vísindaakademían.

Grágrímur mælti:

Undanfarið hef ég verið að lesa nokkrar eðlisfræðibækur og finnst það alveg stórmerkilegt efni og sé eftir að hafa ekki kynnst eðlisfræði fyrr. Ég er að les þessa dagana "Why does E=MC2" og aðra bók sem heitir Short introduction to relativity. Báðar alveg stórgóðar en ég kem einu ekki fyrir mig, bækurnar skýra það ágætlega út en ég næ því samt ekki af hverju ljóshraði er mesti mögulegi hraði sem hlutir geta ferðast á.

Það má kannski segja að ástæðan komi fram hjer:

http://www.baggalutur.is/gestapo/viewtopic.php?t=9330&start=434

Í t.d. neðstu jöfnunni gengur ekki að v (hraði) verði stærra en c (ljóshraði) því ef það gerist þarf að reikna kvaðratrót af negatívri tölu. Reyndar væri hægt að flækja málið með því að 'svindla' í því tilviki og nota tvinntölur til að reikna kvaðratrótina (sjá umræður neðar í tilvitnuðum þræði) en oss minnir að sje það gert fari þetta allt út í tóma vitleysu (og þó ekki því þá er komin tímavjel ‹Ljómar upp›). Í öðrum tilvikum leiðir c=v til núlldeilingar sem gengur alls ekki (sjá t.d. efstu línu í tilvitnuðu innleggi).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 3/3/11 23:18

Ágætt. Vér mundum eigi skilgreininguna, þó hún sé kennd í framhaldsskólaeðlisfræði.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 3/3/11 23:33

Að auki má minnast á, að út frá ívitnuðum umræðum Vladimirs má gera að því skóna, að ferðalag, hraðar en ljósið, beini manni aftur í tímann, en af því leiðir, að tíminn er eigi einföld vídd, eins og áður hefði mátt telja, heldur að minnsta kosti tvöföld, eins og hinar kunnuglegu rúmvíddir.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/3/11 23:35

Tvöföld rúm eru ekkert alslæm. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hertoginn 4/3/11 12:16

Ímyndum okkur einvítt rými, sem er þá lína. Einvíð vera sem lifir í þessu rými kemst fram og tilbaka að endum línunnar en ekki í aðrar áttir. Ef við tökum línuna og sveigum hana í hring erum við búin að búa til tvívíðan hlut (hring) sem inniheldur einvítt rými (línuna). Einvíða veran getur þá ferðast endalaust, upplifir það sem einvítt en er í raun að ferðast tvívítt. Hringurinn er alls ekki endalaus þar sem hann er takmarkað stór, en er án endimarka þar sem hægt er að fara eftir línunni hring eftir hring eftir hring eftir hring ad nauseam.

Sömuleiðis er hægt að smíða þrívíðan hlut án endimarka sem þó er takmarkað stór með því að taka flöt og sveigja hann í kúlu. Tvívíð vera gæti þá ferðast allt í kringum yfirborð kúlunnar, upplifir það sem tvívídd en ferðast í raun í þrívídd.

Þá gæti allt eins verið til fjórða rúm-víddin (sú fimmta í heild sé tíminn tekinn með) sem við einfaldlega getum ekki gert okkur grein fyrir vegna þess að við erum þrívíðar verur og upplifum heim okkar sem þrívíðan. Þar sem við getum ekki gert okkur grein fyrir eða skynjað fjórðu rúm-víddina ætla ég ekki að hafa meiri áhyggjur af henni.

‹Sest út í heita pott og fær sér fagurbláan drykk›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 4/3/11 13:21

‹Skálar við Hertogann í fagurbláum drykk.›
Stórkostlegar vangaveltur, Hertogi, sem eiga fyllilega rétt á sér. Dæmi um þessa tegund brenglunar má finna í daglega lífinu, sem yfirborð jarðar, er vér getum upplifað tvívítt (sé eigi gert ráð fyrir fjöllum), en er auðsýnilega þrívítt í raun.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
        1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: