— GESTAPÓ —
Lox hófzt það!
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Holly Who 9/1/10 02:57

Fyrir nokkrum árum síðan, jafnvel lengur eða skemur þá ætlaði ég mér að gerast Baggalútskona. Frestunarárátta eða gleymzka skiptist á að koma í heimsókn og brátt gleymdi ég því að ég ætlaði að kynnast Baggalúti nánar. Kannski ófyrirgefanlegt?

Síðan fór að óma úr útvarpinu jólalögin Baggalúts og ég minntist þess sem ég hafði heitið mér fyrir löngu....og svo gleymdist það enn og aftur ‹Glottir eins og fífl›

Í kveld þá var ég andvaka og ég var farin að vafra um líklegar og ólíklegar síður þegar alt í einu mundi ég eftir Baggalúti og heitinu mínu. Ég greip áminninguna meðan hún var sem ferzkust og skráði mig og ég er nú baggalútsverji? Hvað nefna menn sig hér sem hingað koma? ‹Starir þegjandi út í loftið›

En sátt er ég í það minnzta, þetta hófzt! xT

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 9/1/10 09:02

Vertu velkomin Hollí hú!

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Það er svo mikill hávaði á göngunum hérna að maður heyrir ekki sínar eigin hugsanir. Stafir, hækjur og önnur stoðtæki smella svo á dúknum að maður getur hreinlega ekki sofið.

JÓLABARN ---- Dáldið svag fyrir Jóakim Aðalönd
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 9/1/10 09:17

Þú átt ekki að sofa núna heldur gamli, það er morgunmatur!

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Anna Panna 9/1/10 11:44

Holly Who mælti:

...Hvað nefna menn sig hér sem hingað koma? ‹Starir þegjandi út í loftið› ...

Þú myndir vera orðin Bagglýtingur og vertu velkomin í þann hóp. ‹Fagnar heil ósköp› Ertu búin að bóka tíma í myndatöku? Mér finnst að þú eigir að vera græn, allt gáfaða og fallega fólkið er grænt!

♦ brjálaði demanturinn ♦ valkyrja ♦ elvis ♦ nýliðaskelfir, konan með hinn stimpilinn ♦ blámannagrúppía ♦ fæst nú einnig með háskólagráðu ♦
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 9/1/10 13:24

hófst var aldrei með z

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Günther Zimmermann 9/1/10 14:06

Stoxeyri hef ég séð skrifaða svo í 17. aldar texta.

Antiqvarius Imperii BACCALVTII - Vörzlumaður Fjársjóðskammers forsetaembættisins.
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 9/1/10 14:28

Velkomin, en þó með fyrirvara um að þú íslenskir nafnið þitt og færð þér Hvæsabláa mynd !

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 9/1/10 14:46

Hvæsi mælti:

Velkomin, en þó með fyrirvara um að þú íslenskir nafnið þitt og færð þér Hvæsabláa mynd !

Þetta heitir nú gay-blár.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 9/1/10 15:07

Sæl. Ertu í lagi?

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Velkomin. Fáðu þér sæti og láttu eins og þú sért heima hjá þér.

En hún snýst nú samt
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Holly Who 9/1/10 18:14

Ég er agalega sátt við þessa tilögu þína Anna Panna um græna litinn, ég samþykki þá tillögu. Að íslenzka nafn mitt kemur líka sterklega til greina. Gef mér aðeins tækifæri til að rata um króka Gestapós.

Hófzt var síðan skrifað með z jú, orð sem enduðu á st voru gjarnan skrifuð með z, ásamt fleiru. Ég vísa í http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=192 því til stuðnings sem jafnframt er áhugaverður lestur.

Ég þakka annars góðar móttökur og efast ekki um að veran hér verði áhugaverð

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 9/1/10 18:17

‹bíður eftir að hlebbi leiðrétti misskilning Hollíar í löngu og vel rökstuddu máli.›

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Holly Who 9/1/10 18:44

Mikið væri nú gaman ef einhver gæti leyzt hina miklu ráðgátu notkunar z í mál okkar áður en það var fellt út. Ef Hlebbi er svo fróður, þá bíð ég nú líka spennt. ‹Ljómar upp›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 9/1/10 19:35

Þetta er engin ráðgáta. Z var skrifuð þar sem framburður er s en stofninn er ds eða ts, og jafnvel ðs.
Dæmi: Hundsa verður hunza, en er núna skrifað hunsa.
Verð er stofninn í verslun, var því skrifað verzlun.
Betra er stofn í best, það er því skrifað bezt ef z er notuð.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 9/1/10 20:22

Huxi mælti:

Sæl. Ertu í lagi?

Halló... Á ekki að svara manni?

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Holly Who 9/1/10 20:30

Halló jú fyrirgefðu. Nú veit ég ekki hver skilgreining þín sé á því að vera í lagi. Ég verð því að segja að ég tel mig ágætlega gangfæra.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 9/1/10 21:11

Útvarpsstjóri mælti:

‹bíður eftir að hlebbi leiðrétti misskilning Hollíar í löngu og vel rökstuddu máli.›

Punktur tekinn. ‹Glottir eins og fífl›

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: