— GESTAPÓ —
Úff..
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Miniar 3/9/09 07:55

Ég er ekki mikill aðdáandi þess að kynna mig svona þegar ég geng inn á nýtt spjallsvæði, hvað svo sem það kallast.
Það er einhvernvegin vitlaust, að mínu mati, að ættlast til að manneskja gefi "rétta" mynd af sjálfri sér í svona kynningarþráðum, ekki bara vegna þess að fólk á það til að vitandi gefa rangar upplýsingar heldur einna helst af því að við stöndum okkur sjálfum allt of nærri til að hafa sjálfsmynd sem er hlutlaus. Og það er vitað mál að sá sem getur ekki verið hlutlaus getur ekki séð hlutina eins og þeir eru, einungis eins og manni finnst að þeir séu.
Eða eitthvað í þá áttina.
Það er allavega mín afsökun.

Svo er skemmtilegra, að mínu mati, að læra að kynnast manneskju í rólegheitunum með því einfaldlega að skiptast á skoðunum.
(Já, eða kannski nenni ég ekkert frekar að lesa kynningarþræði en að skrifa þá.)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 3/9/09 08:40

Velkominn Miniar!
Það væri nú samt gott að vita hver áhugamál þín eru og á hvaða þráðum þú verður virkastur.
Leikjum? Kanntu að berja saman vísu? Ertu meira fyrir almenna spjallið og jafnvel rökræður? Eða ertu stríðnispúki? Ertu spenntur fyrir Mafíu?
Ætlar þú að kaupa í KauBa? Eða drekka Blút á Kaffiblút?

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hvæsi 3/9/09 08:59

Vertu velkominn nýliði, en þó með fyrirvara.
Baggalútur er samfélag sannleikans, öll erum við hér undir okkar rétta nafni og því er mikilvægt að Miniar sé ekki tilbúningur þinn.
Ef svo er gerum við kröfu á að þú varpir fram þínu rétta nafni.
Hér eru margar og flóknar reglur sem ber að virða og bendi ég fyrst og fremst á "ráð til nýliða".
Ég man ekki alveg hvar sá þráður er, mig minnir að ég hafi séð hann bakvið skrifborðið þarna.
‹Bendir í átt að kakópotti Hexíu›

Einnig ráðlegg ég þér að leita hér í þráðasafninu að "innflytjendahliðið" Þar sem Don DeVito ræður öllu og annast vegabréfsáritanir.
Án stimpils frá honum gætir þú átt von á að verða brókaður hérna á ganginum og verðir fyrir barðinu á óknyttum frá fáráðlingum einsog Grágrím, Kargi, Ívari, Jóakim og fleirum.

Sá eini hér sem er treystandi er að fullu er ég, þarsem allir hinir eru óttalegir kjánar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Miniar 3/9/09 18:45

Byrja þá spurningarnar.
Ég hef tæknilega séð áhuga á öllu, þó það fari að einhverju magni eftir því hvernig á það er horfið.
Rökræður finnst mér skemmtilegri en rifrildi og heimspekilegar pælingar einna skemmtilegastar.
Ætli ég byrji ekki í leikjunum, en enda ábyggilega á endanum með puttana í öllu eins og vant er.
Ég hef ekki föndrað neinar vísur í nokkur ár svo að ég neyðist til að reyna að hressa uppá minnið fyrst.
Ég er ekki beint stríðnispúki. Ég er meira svona kaldhæðnispúki og almennur vitleysingur.

Miniar er ekki minn hugarburður. Hann er ég og ég er hann.
Því er svo farið að það er einfaldlega spurning um tíma (aðalega hvenær ég nenni) þar til Miniar verður mitt nafn í þjóðskrá. Það er að segja, ef mér tekst að múta mannanafnanefnd.
Drengirnir hætta vel að bróka mig fyrr ef þeir átta sig á því að ég nýt þess.

Og ég treysti ekki neinum sem segir "treystu mér" þó að það sé ekki beint orðað þannig. Ég hef séð of margar spennu og hryllingsmyndir til að láte mér detta svoleiðis vitleysu í hug.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ekki treysta Hvæsa. Hann er nakinn undir svuntunni. ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

‹flissar kjánalega›

Veiru og sýklavopnasérfræðingur Baggalútíu - Frilla Konungs - Líffræðikennari í Barnaskóla Baggalútíu - Kóbaltblá - Jólabarn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 3/9/09 20:50

Sæll Miniar.

Velkominn sértu og ég vona að þér líki vistin hér í Baggalútíu það vel að þú endist eitthvað til að dvelja hérna meðal okkar. Það eru nokkrar reglur sem við reynum að hafa í heiðri og ein þeirra er sú að vanda málfar og stafsetningu. Það vantaði lítillega uppá það í innleggi þínu hérna fyrir ofan. Svo þætti mér gaman að vita hvers vegna þú ákvaðst að flytja til Baggalútíu. Þetta land okkar er ekki alveg í alfaraleið eins og þriðjaheimsríkið Hugi eða spillingarbælið Barnaland... Og að ógleymdu fasistaríkinu Facebook sem allt er að gleypa.

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 3/9/09 23:27

Velkominn. Undir engum kringumstæðum skalt þú treysta Hvæsa, bara svo það sé á hreinu.

Farðu svo að haska þér í Innflytjendahliðið. xT

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 4/9/09 08:21

Segðu mér Miniar, hef ég ekki séð þig áður hér?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Miniar 4/9/09 09:48

Ég átta mig á því að stafsetning og málfar er mikilvægt hérna en ég er örlítið ryðgaður þegar kemur að rituðu máli á íslensku.
Ég er að vinna í því að reyna að leiðrétta það eitthvað.

Ég þekki eitthvað fólk hérna og svo er það bara þannig að einhverstaðar verða vondir að vera.
Hugi er eitthvað eins og krakkhæli finnst mér. Fullur af rökleysu, vitleysi, hugsunarleysi, vonleysi, og bulli. Ekki beint minn smekkur.
Þarf ég nokkuð að segja eitthvað um Barnaland?

Ívar, það er mögulegt að við höfum sést. ‹Starir þegjandi út í loftið›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 4/9/09 11:01

Miniar mælti:

Fullur af rökleysu, vitleysi, hugsunarleysi, vonleysi, og bulli.

Þú hefðir mátt fara alla leið og tala um rökleysi líka, fyrst þú minntist á vitleysi. Það hefði verið smart, sérstaklega ef þú hefðir sleppt bullinu.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 4/9/09 16:11

Hér er allt fullt af bullleysi!

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 4/9/09 16:52

Velkominn... og mundu að stríða Hvæsa... hann er bleikur og elskar Pestó ... ‹Glottir eins og fífl›

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 5/9/09 04:46

Fullur af vonleysi og bulli. Hljómar eins og þú ættir að passa vel hér í hópinn. En passaðu þig á gjörningnum sem kokksófétið kallar mat. Hann getur ekki einusinni soðið vatn án þess að brenna það við.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Miniar 5/9/09 10:32

Regína mælti:

Miniar mælti:

Fullur af rökleysu, vitleysi, hugsunarleysi, vonleysi, og bulli.

Þú hefðir mátt fara alla leið og tala um rökleysi líka, fyrst þú minntist á vitleysi. Það hefði verið smart, sérstaklega ef þú hefðir sleppt bullinu.

Ég átta mig á því núna, en það er of seint.
Sannt er það sem sagt er, 90% gáfna er að vera gáfaður áður en það er orðið of seint. ^^

Þakka góð viðbrögð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 5/9/09 15:29

Rattati mælti:

Fullur af vonleysi og bulli. Hljómar eins og þú ættir að passa vel hér í hópinn. En passaðu þig á gjörningnum sem kokksófétið kallar mat. Hann getur ekki einusinni soðið vatn án þess að brenna það við.

Þarna þykir mér nú ómaklega vegið að kokksófétinu. Ég veit staðfest dæmi þess að honum tókst eitt sinn að sjóða vatn án þess að það brynni við. En mikið djöfulli varð það ólseigt hjá honum...

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grýta 6/9/09 13:17

Er ekki kominn tími á, að þú sýnir okkur feisið þitt Mininar?

- Aðstoðarskólastjóri Barnaskóla Baggalútíu - Samfélagsfræðikennari við sama skóla - Kaupfjelagsstýra KauBa -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/9/09 13:23

Velkomin(n) Miniar...

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 7/9/09 10:00

Án þess að vilja hljóma of jákvæður, þá verð ég að ljóstra því upp að mér lýst bara nokkuð vel á nýliðann og get vel hugsað mér að hengja hann fljótlega á mafíuþræðinum.
Velkominn Miniar. (Hverskonar ónefni er það?)

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: