— GESTAPÓ —
Nýyrði óskast - screencast
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 8/3/09 22:49

Best væri að finna upp eitthvað alveg nýtt orð, og þá væri það bara aukageta ef orðið næði einhvernveginn að lýsa verkanaðinum sem felst í screencastingi. Ný orð - einföld, þjál og falleg. Einmitt þannig er hægt að nota þau í skáldskap!
Helst eitthvert einsatkvæðis orð sem félli í sjaldgæfan beygingarflokk.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 8/3/09 22:58

Gætirðu gefið mér nákvæma hugmynd um hvað þetta orði þýðir?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 8/3/09 23:01

Screen, er það ekki tjald?
Líklega skiptir það engu ... ‹dæsir mæðulega og hallar höfðinu út um gluggann›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 9/3/09 01:16

Ívar: fylgdu stiklunni minni á síðunni fyrir framan, þá áttarðu þig á hvaða fyrirbæri þetta er.

Regína: Jú, screen þýðir vissulega tjald. E.t.v. var ég allt of fljótur að vísa tillögu Krossgötu um tjaldvarp á bug. Það er bara vel athugandi.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 9/3/09 09:53

En einhvers konar skin? Er ekki komin lengra með það en að vera enn þá föst í skjám. Skjáskin.
Hef reyndar verið að hugsa um íð líka, íðskin.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 9/3/09 10:28

Var nokkuð komið íslenskt orð yfir podcast? Einhvern veginn finnst mér að þessi tvö orð mættu vera tengd í íslensku þýðingunni.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 9/3/09 11:01

Texi Everto mælti:

Var nokkuð komið íslenskt orð yfir podcast? Einhvern veginn finnst mér að þessi tvö orð mættu vera tengd í íslensku þýðingunni.

Jú, það er hlaðvarp ‹Ljómar upp›

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 9/3/09 11:06

Nú hafa gömlu myndvarparnir í kennslustofunum flestir lagt upp laupana. Þar sýndi kennarinn glærur stundum á hvolfi, speglaðar eða jafnvel hvort tveggja við mikla kátínu áhorfenda en þessi tækni gerir nær alveg það sama, þó er þetta meira lifandi en tússlitaðar glæruúrklippur. Ég man að keypt var í minn iðnmenntaskóla skjár sem hægt var að setja ofan á myndvarpana (gömlu), nokkurs konar fyrirrennari skjávarpanna, og gat myndavarpinn þannig gert raunverulega það sama og sýnt er í hlekknum (í MUN minni gæðum að vísu).

Ég legg til að orðið myndvarp verði notað líkt og orðin hlaðvarp og gagnvarp. Síðan verði orðið myndvarpi einfaldlega notað yfir þessar gagnlegu græjur.

„Nú skal ég sýna ykkur á myndvarpinu...“ o.s.frv.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 9/3/09 14:40

B. Ewing mælti:

Texi Everto mælti:

Var nokkuð komið íslenskt orð yfir podcast? Einhvern veginn finnst mér að þessi tvö orð mættu vera tengd í íslensku þýðingunni.

Jú, það er hlaðvarp ‹Ljómar upp›

Alveg rétt. Það minnir mig samt bara á að „varpa einhverju út á hlað“.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 9/3/09 15:10

Skjánám (menn nema það sem gerist á skjánum með töluðum leiðbeiningum)

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 9/3/09 21:35

Víðvarp?

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 9/3/09 21:53

Skjáflutningur. Næsta!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 4/6/09 16:47

Var komin einhver lausn í þetta mál hjá þér hlewagastiR?

Það væri gaman að sjá hver niðurstaðan varð.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 4/6/09 17:40

Niðurstaðan varð tjaldvarp. Ég hef tjaldvarpað töluvert síðan ég spurði og nota eingöngu þetta orð. Flestum fellur vel við það strax, hinir segja það venjast vel.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Jarmi 4/6/09 17:52

Afbragð! Ég hefði stungið upp á orðinu „sjávarp“ en það er líklega ekki betra.

Jarmi - 110 oktan og helblekaður á því. Dólgur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 4/6/09 21:24

Krossgata á heiðurinn af þessu. Enda snillingur.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 4/6/09 21:56

Hún er svo sannarlega gínius...

To live outside the law, you must be honest.
        1, 2
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: