— GESTAPÓ —
Nýyrði óskast - screencast
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 8/3/09 17:23

Ég er að fara að búa til kynningarefni í formi sem á ensku nefnist screencast.

Fyrir þá sem ekki vita er rétt að taka fram að screencast er myndskeið þar sem sýnt er hvað fram fer á tölvuskjá. Það getur verið mynd af heilum skjá eða hluta hans en hljóðrásin er tal þular sem greinir frá hvað er að gerast. Þetta hentar mjög vel til að leiðbeina um notkun forrita og vefsíðna eða til að sýna kraftbendilsglærur með tali.

Þýðingartillögur sem ég hetur eru skjávarp og skjákennsla. Hið fyrrnefnda liggur nokkuð beint við en er eiginlega frátekið þar sem apparat nokkuð heitir skjávarpi og það sem úr því kemur er þá væntanlega skjávarp. Síðara orðið felli ég mig ekki við því að annars vegar þarf markmiðið með skrínkasti þarf ekki að vera kennsla og hins vegar getur skrínkast verið hluti af kennslu án þess að ná yfir kennsluna í heild.

Hér á Lútlum hafa komið fram nokkur bestu nýyrði tungunnar, sum svo góð að sjálfur Timbur-Helgi yrði stoltur af ykkur. Má þar t.a.m. nefna orðið gagnvarp.

Ég er því vongóður um að þessi beiðni mín skili nothæfri niðurstöðu.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
8/3/09 17:48

Skjákast.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 8/3/09 18:22

Skjávarp.
Skjásýn.
Skerming.
Skermvarp.
Skermskot.
Skermsýn.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 8/3/09 19:25

Þakka þetta, þið báðir. Mér finnt þó ekkert af þessu virka þegar ég prófa að setja það inn í textann minn þar sem mikið er fjallað um skrínkast. Reyndar hljómar skerming prýðilega en það er dregið af danska orðinu skærm. Í mínu ungdæmi var aldrei þaðað um sjái á sjónvörpum heldur skerma. Svo stakk heinhver upp á að nota gamla orðið skjár sem reyndar þýðir gluggi. Það small í og því er frekar hæpið að draga fram skerminn aftur þykir mér.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 8/3/09 19:30

Tjaldvarp... eða veggvarp
‹Glottir eins og fífl›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 8/3/09 19:47

Krossgata: Tjald- eða veggvarp væri fínt nafn á það sem skjávarpinn gerir - en skrínkast er allt annað, sbr upphafsinnlegg.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 8/3/09 20:06

Leiðinlegt að búið sé að "ræna" skjávarpinu, það hefði verið svo ágætt að nota það núna. Deilivarp? Þar sem þú ert að deila skjáefni þínu með öðrum.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 8/3/09 20:37

Skjámiðlun/Skjáflæði
Samanber margmiðlun og rímnaflæði

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 8/3/09 20:43

Hmmmm... skjáflæði er ekki slæmt. Vera kann að eihver hafi þýtt streaming media sem flæði en skrínkast þarf hreint ekkert endilega að vera streaming media. Ég held samt að þetta valdi tæplega misskilningi. Þó er full ástæða til að lýsa eftir fleiri hugmyndum, því fleiri, því betra.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 8/3/09 20:45

Hvað þýðir þetta cast? Það þýðir varla kast, er það?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 8/3/09 21:07

Tja, mér finnst það ekki liggja beint við að orðið skjávarp sé frátekið. Því að það sem framkvæmt er með skjávarpa heitir auðvitað skjávörpun.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 8/3/09 22:07

Regína:
-cast merkir reyndar að kasta, svona bókstaflega séð. Þetta er sami liður og í orðunum broadcast og podcast.

Sreencast táknar í raun að atburðum á tölvuskjá sé ásamt mannsrödd miðlað - eða sent út - til áhorfanda/hlustanda um Gagnvarpið.

Hér er skrínkast um það hvernig maður býr til skrínkast

Blöndungur:
Ég er ekki sammála þér. Þó að vel megi rökstyðja að „útsending“ skjávarpa kallist vart skjávarp þá eru líkindi orðanna skjávarp og skjávarpi einfaldlega allt of mikil til að skjávarp sé nothæf þýðing á screencast. Það mun valda ruglingi.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 8/3/09 22:15

Skjábrot.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 8/3/09 22:18

Eða skjáskot.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 8/3/09 22:28

Skjákynning.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 8/3/09 22:30

Skjámiðlun... eða var það komið.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 8/3/09 22:34

Mér segir svo að galdurinn við að finna hér gott nýyrði sé að brjótast út úr viðjum morfólógíu frummmálsins og finna eitthvað sem ekki hefst á skjá-.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Huxi 8/3/09 22:41

Ég legg til að þú kallir þetta FIMBULFAMB. Þá fær líka notkun þessa ágæta orðs aukna og víðari merkingu en það hafði,t.d. þegar Blíða, vinkona Siggu Viggu lærði þetta orð og reyndi að brúka það um allt og alla með misjöfnum árangri.
Dæmi:
Nú ætla ég að fimbulfamba um þessa gerð af kartöfluflögum, eða; það verður fyrirlestur með fimbulfambi um notkun hástafa í færeysku

Misheppnaður valdaræningi * Efnilegasti nýliði No: 1 * Doktor í fáfræði * Faðir Gestapóa * Frændi Vímusar, Madam Escoffier og Herbjarnar Hafralóns * Forstöðumaður Veðurfarsstofnunar Baggalútíska Heimsveldisins * Forstjóri PRESSECPOL * Grænn
     1, 2  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: