— GESTAPÓ —
Blöndungur kynnir sig
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 6/1/09 21:25

Það mun vera siður að nýliðar kynni sig.
Og það er þá kannski rétt, að láta verða af því. Fyrst ætlaði ég að bíða þartil ég væri orðin lukkulegur með einhverja mynd, svona í stað skjaldarmerkisins. En mér sýnist það í raun ekki skipta nokkru máli.

Blöndungur heiti ég. Ekki veit ég hvaðan þetta tökuheiti dúkkaði upp; ég tengist hvorki Blöndu né Blöndudal, kann lítið fyrir mér í innverki bílvéla, og hef ekki þann starfa að hella veigum í glös. Mér þykir ekki einusinni mysa sérstaklega góð.
Áhugamál mín eru af fjölbreyttu tagi. Að telja þau upp væri að gefa sig út fyrir að vera með mikilmennskuóra, eða þá hreinlega fúskara.
Ég er sízt gamall, en það er annars mjög afstætt. Til augnanna er ég ögn í ætt við Rimbaud, nefið er líkt og á Pavarotti, munnsvipurinn einsog á Jónasi frá Hriflu. Í heildina líkist ég helzt skuggamynd. Að viti jafnast ég á við hvaða landabruggara sem er, að öðru atgervi líkist ég helst lötum smala.
Það er ekki svo auðvelt að ná áttum í völundarhúsi Baggalútsins í fyrsta kastinu. Þessvegna stunda ég gjarnan þráðasafnið Kveðist á; það er einfaldara að skrapa vísukorn og taka í nefið.
Það gleður mig mjög, fái ég að stíga fullum fótum inn í hið eðla samfélag Baggalúts.

m.e.h. Blöndungur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/1/09 21:29

Velkominn sértu hér Blöndungur blíði
sem býrð hér til vísurnar niðri og uppi.
Uppalinn vel ertu, engu ég kvíði.
‹Ánægjustraumur frá hvirfli að huppi›

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Álfelgur 6/1/09 21:31

Velkominn! ‹Gefur Blöndung háa fimmu›

Mu!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 6/1/09 21:42

‹Pantar pizzu og kemur með bjór›

Velkominn! xT

Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wayne Gretzky 6/1/09 21:47

Andþór mælti:

‹Pantar pizzu og kemur með bjór›

Velkominn! xT

NEI þeir geta nagað Blöndunginn í sundur maður!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Sæll vertu Blændungur ‹Kyssir Blöndung á báðar kinnar›

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 6/1/09 22:03

Velkominn Blöndungur. Prýðiskynning þetta; zetur og alles.

Það held ég nú!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 6/1/09 22:31

Upplýsið fáfróðan, hvað þýðir skammstöfunin m. e. h.?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 6/1/09 23:22

„Með eina hendi“?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 6/1/09 23:23

Þá er hann hugsanlega fjarskyldur frœndi Haraldar og Grágríms.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Annrún 6/1/09 23:28

Velkominn félagi! ‹Ljómar upp›

Saklaus og sæt sveitastelpa - Opinbert ræktartröll Gestapó (ásamt Fergesji) - Alltaf til í góðar sturtuferðir.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Annrún mælti:

Velkominn félagi! ‹Ljómar upp›

Ert þú líka með eina hendi ?

Áfengi er skaðlegt eiturlyf sem brýtur menn niður bæði andlega líkamlega og félagslega • Það breytir persónuleikanum og deyfir siðferðisvitundina. Það er einnig nærandi og styrkjadi , gefur hraustlegt og gott útlit og bætir meltinguna .
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Velkominn!

En hún snýst nú samt
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 7/1/09 09:34

Velkominn Blöndungur. Þú hefur sannað á kveðskaparþráðunum að hingað átt þú fullt erindi.

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Blöndungur 7/1/09 12:42

Takk kærlega fyrir hlýjar móttökur.
M.e.h. er skammstöfun fyrir „með eigin hendi“, sem oft má sjá við undirskriftir manna á skjölum frá þeim tíma þegar ekki allir kunnu að skrifa. M.e.h. bætti ég við af rælni, fyrst ég var á annað borð að setja undirskrift (þó rafræn hafi verið).
Auk þess tel ég rétt að geta þess að ég breytti nú áðan í kynningunni, orðinu fauskur, sem ég veit ekki hvað þýðir, í hið réttara, fúskara.
Einhentur er ég ekki. Þó að ég þekki til einhentra, sem er hið besta fólk.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 7/1/09 14:48

Komdu fagnandi, Karborator sæll.

Gaman var að sjá þessa þjóðlegu skammtöfun undir textanum. Ástæða þess að menn höfðu fyrir því fyrr á öldum að taka fram að bréf væru rituð með eigin hendi var grobb. Þeir vildu taka það fram að þeir kynnu að skrifa, ólíkt hinum sem þuftu að láta rita nafn sitt fyrir sig en hripa sjálfir einfalt krossmark.

Skemmtilegri útgafa af skammtöfuninni tíðkaðis einnig en það vara mehe (án punkta). Hvað er þjóðlegra en að sá fyrri alda íslenskan bónda ljúka máli sínu með þeim hætti?

Tilgátu Gestapóa um að m.e.h. þýddi með eina hendi er óskiljanleg og skýrist helst með einhvers konar stundargeðveikikasti. Með sömu rökum væri einfættur maður með einn fæti. Þetta er auðvitað rugl. Einhentur maður er vissu lega með eina hönd og ritar þá með einni hendi - nema viðkomandi hafi lagt af fallbeygingar orða.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 7/1/09 15:55

Vjer bjóðum Blöndung hjer með formlega velkominn (samt með hefðbundnum fyrirvörum er eigi virðist þó mikil þörf fyrir núna).

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lepja 7/1/09 16:10

Er þetta einn af þeim sem Þarfagreinir var að tala um?

     1, 2  
» Gestapó   » Vjer ánetjaðir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: