— GESTAPÓ —
Kviðsvilar
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 1/1/09 21:44

Kæru félagar í Vísindaakademíunni:

Flestir kannast við hugtakið kviðmágar og hafa á því sameiginlega skilning. Ekki ætti að þurfa að útlista það hér.

Hins vegar leikur meiri vafi á því hvernig tengslum kviðsvila er háttað.

Vísindaleg athugun mín hefur leitt í ljós eftirfarandi möguleika:

i. Þeir hafa legið með systrum - þ.e. hvor sinni systurinni

ii. Systur þeirra beggja hafa báðar legið með sama þriðja manni

iii. Kona sem annar mannana hefur legið með hefur legið með annarri konu sem hinn maðurinn hefur svo aftur legið með

iv. (Þetta er ögn flóknara.) Köllum kviðsvilana A og B en þriðja mann C. Nú hefur A legið með konunni X en B með konunni Y. Hins vegar hefur C legið með bæði X og Y. Sem gerir A og B að kviðsvilum

v. (Enn flækist málið.) A,B,X og Y eru sömu persónur og í dæmi iv. Hér tengjast X og Y þannig að X hefur legið með manninum D en Y með manninum E. D og E eru bræður. Það gerir A og B að kviðsvilum.

E.t.v. má ímynda sér fleiri skilgreiningar á hugtakinu. T.d. með aðstoð kynvillu. Mér þykir þetta mjög áhugavert.

Hafið þið eitthvað til þessa máls að leggja, kæru vísindamenn?

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

‹Þrælast í gegnum upphafsinnleggið og fær bæði hausverk og kviðverk›

Verðlaunaður séntilmaður. HEIMSMEISTARI í teningakasti 2007 og 2008. BLÁR.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 1/1/09 21:49

Mér finnst tillögur þínar allar afar áhugaverðar, og áskil mér rétt til að íhuga þær ögn nánar. Á meðan ég geri það, þætti mér gott að fólk deildi með mér eftirfarandi vangaveltu: Eru konur sem hafa legið með sama manninum kallaðar kviðmágkonur? Eða kannski eitthvað annað?

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 1/1/09 21:52

Vér teljum valkost „i“ þann, er næst markinu kemst.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 2/1/09 00:08

Ég held ég haldi mig bara við að vera kviðmágur... Reyndar er þetta orð "kviðmágur" gríðarskemmtilegt hafi maður á annað borð áhuga á orðsifjafræði.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 2/1/09 04:59

Hexia de Trix mælti:

Eru konur sem hafa legið með sama manninum kallaðar kviðmágkonur? Eða kannski eitthvað annað?

Ég hef tamið mér að nota það orð - þó mér sé nú reyndar ekki það tíðrætt um fyrirbærið sem það lýsir. Þó kemur fyrir að maður grípi til orðsins.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 2/1/09 05:50

Eins má velta því fyrir sér hvort tveir hommar sem legið hafa sama manninn hljóti ekki að vera bakmágar fremur en kviðmágar meður því að þeir dýfa í til baks en ekki kviðar.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 2/1/09 08:00

Kviðmágkonur hljómar vel. En þar sem kviðsvilar eru annars vegar, verður dæmið að vera frekar einfalt- ef það verður of flokið þá hættir það að þýða eitthvað... þannig að dæmin i til iii gætu einhvernveginn gengið upp.

En segið mér þetta:
'Eg á stjúpdóttir, ss. dóttir konunnar minar ólst upp hjá okkur að stórum hluta. Svo fór hún alltaf í fríum til pabba sins. Pabbi hennar bjó með konu nr.2 og á með henni son, sem er þá hálfbróðir stjúpdóttur minar. Nú á þessi ágæti maður konu nr. 3 og aftur með henni börn.

Ég varla get kallað blóðpabba stjúpdóttur minnar kviðmág, það finnst mér svo... einhvernveginn ruddalegt. Og hvað á ég þá að kalla
seinna konur hans, enda erum við hjónin td. ágætis kunningjar með konunni nr 2 i dag?

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 2/1/09 09:46

hlewagastiR mælti:

Eins má velta því fyrir sér hvort tveir hommar sem legið hafa sama manninn hljóti ekki að vera bakmágar fremur en kviðmágar meður því að þeir dýfa í til baks en ekki kviðar.

Getum við í framhaldinu þá rætt um baksvila?

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 2/1/09 11:35

Kiddi Finni mælti:

'Eg á stjúpdóttur, ss. dóttir konunnar minar ólst upp hjá okkur að stórum hluta. Svo fór hún alltaf í fríum til pabba sins. Pabbi hennar bjó með konu nr.2 og á með henni son, sem er þá hálfbróðir stjúpdóttur minar. Nú á þessi ágæti maður konu nr. 3 og aftur með henni börn.

Ég varla get kallað blóðpabba stjúpdóttur minnar kviðmág, það finnst mér svo... einhvernveginn ruddalegt. Og hvað á ég þá að kalla
seinna konur hans, enda erum við hjónin td. ágætis kunningjar með konunni nr 2 i dag?

Kviðmágur eða ekki kviðmágur - mér þykir hins vegar sýnt þegar til allra þessara þátta er tekið að það sé furðu stutt í að þú sért afi þinn.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 2/1/09 11:51

Ég er maðurinn minn! ‹Stekkur hæð sína›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 2/1/09 14:44

Ég hef nú velt þessu ögn fyrir mér. Málið á sér skemmtilega marga vinkla. Hér er einn vinkill.

Höfum hugfast að systkynavensl hafa (alla jafnan) ekkert með hugtakið kviðmág að gera. Hví ætti þá að þurfa að bæta þeim við þegar kemur að því að útskýra hugtakið kviðsvila?

Með þessi rök í huga hallast ég í augnablikinu að möguleikum iii. - v. Ég hef þó hvergi nærri lokið greiningu minni.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 2/1/09 15:08

hlewagastiR mælti:

Kiddi Finni mælti:

'Eg á stjúpdóttur, ss. dóttir konunnar minar ólst upp hjá okkur að stórum hluta. Svo fór hún alltaf í fríum til pabba sins. Pabbi hennar bjó með konu nr.2 og á með henni son, sem er þá hálfbróðir stjúpdóttur minar. Nú á þessi ágæti maður konu nr. 3 og aftur með henni börn.

Ég varla get kallað blóðpabba stjúpdóttur minnar kviðmág, það finnst mér svo... einhvernveginn ruddalegt. Og hvað á ég þá að kalla
seinna konur hans, enda erum við hjónin td. ágætis kunningjar með konunni nr 2 i dag?

Kviðmágur eða ekki kviðmágur - mér þykir hins vegar sýnt þegar til allra þessara þátta er tekið að það sé furðu stutt í að þú sért afi þinn.

Amma þín hvað?

Timburfleytarinn mikli.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 2/1/09 15:17

Þarfagreinir mælti:

Ég hef nú velt þessu ögn fyrir mér. Málið á sér skemmtilega marga vinkla. Hér er einn vinkill.

Höfum hugfast að systkynavensl hafa (alla jafnan) ekkert með hugtakið kviðmág að gera. Hví ætti þá að þurfa að bæta þeim við þegar kemur að því að útskýra hugtakið kviðsvila?

Með þessi rök í huga hallast ég í augnablikinu að möguleikum iii. - v. Ég hef þó hvergi nærri lokið greiningu minni.

Þó kviðmágar hafi eigi endilega nokkuð með systkin að gera, þá þarf eigi svo að vera, að hið sama gildi um kviðsvila.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 2/1/09 15:21

Það er raunar rétt. Ég var aðallega að hugsa þetta út frá rökrænum venslum. Mágur er hugtak sem tengist systkynatengslum, en þegar það er fengið að láni og kviðnum skeytt fyrir framan hverfur sá þáttur hugtaksins. Á hliðstæðan hátt er hægt að ímynda sér að systkynavensl myndu einnig hverfa úr myndinni ef hugtakið svili er fengið að láni í svipuðum tilangi.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 2/1/09 16:30

hafa þeir ekki legið samtímis með sömu konunni?

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 2/1/09 18:11

Upprifinn mælti:

hafa þeir ekki legið samtímis með sömu konunni?

Oft er það tungunni tamast sem hjartanu er kærast.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kiddi Finni 4/1/09 19:47

Upprifinn mælti:

hafa þeir ekki legið samtímis með sömu konunni?

Ég fór að hugsa málið uppá nýtt. Kannski ekki bókstaflega samtímis, en með stuttu millibili eða jafnvel þannig að samband manna A og B með konunni X hefur verið virk um sömu mundir.
Það gengur ekki að A er með X og hættir með henni og svo kemur B fimm árum seinna og segir, að heyrðu, nú erum við orðnir kvíðmágar...
Og auk þess að konan X er með tvo í takinu, þá er hvorugur mannanna kvæntur henni. Ef svo væri, þá eru þeir ekki kviðmágar, heldur er eiginmaðurinn kokkáll og hinn er viðhald eða friðill.
Eða hvað?

Timburfleytarinn mikli.
     1, 2  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: