— GESTAPÓ —
Þráður vikunnar - Stúfhendukeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 48, 49, 50, 51  
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 10/10/22 18:54

Píslavottur var ég talinn vondum hjá
Nótarnir mér níddust á.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 11/10/22 22:02

Árin færast yfir mig og andinn bregst,
eitthvað þó ég áfram dregst.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 13/10/22 18:47

Dregst ég heim því drukkið er nú drammið allt.
Heima bíður kaffið kalt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 15/10/22 14:51

Kalt er úti krummi minn, við komum inn,
við ofninn leggjum kalda kinn.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 18/10/22 13:37

Kinnar rjóðar konu sinnar kyssti hann.
Þessi vel á kvenfólk kann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 19/10/22 21:52

Kann ég bæði að koma saman kviðlingum
og koma saman kiðlingum.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 21/10/22 17:38

Kiðlingarnir nú koma sprækir; kvöldgjöf fá.
Ég mun setja alla á.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 25/10/22 21:41

Á ég bæði ákveikt kerti og ónýt spil.
Víst er gott að vera til.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 28/10/22 18:31

Til að mynda taldir þú, að trúin mín
væri bara glens og grín.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bakaradrengur 5/11/22 14:50

Grín mitt, þó sé græskulaust og gleðji sál,
ég get ey kallað gamanmál.

Hver hefur svo sem ekki ruglast á teskeið og kílói?
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 22/11/22 15:22

Málugur ég mörgum þótti mjög um of
og fékk því alltaf lítið lof.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 20/12/22 01:40

Lofa skaltu lukkuna og lífsins gjöf
úti' á heimsins ystu nöf.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/12/22 10:40

Nöfin brazt er nípuna ég náði á,
illt er hrapið ofanfrá.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 10/5/23 22:07

Ofan frá kom allskyns drasl; var að mér beint.
Illfýsni var ekki leynt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/5/23 15:48

Leynt hér bæð'og ljóst hér yrkja ljóðskáld góð,
þó enginn fjár- þann sæki -sjóð.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 4/6/23 16:38

Ég sjóða betur súpu kann en semja ljóð.
Er mín súpa ekki góð?!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/6/23 10:11

Góður hef ég gengið þennan götustíg,
ég enda næ er nár ég hníg.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 14/8/23 13:43

Hníga vinir valinn í og veill ég er.
Þeim ég bráðum fylgja fer.

        1, 2, 3 ... 48, 49, 50, 51  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: