— GESTAPÓ —
Eyðublaðatilraun á vegum ASSB
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 13/6/08 09:50

Niðurstöður úr tilraun sem ég framkvæmdi á vegum ASSB (Allsherjar SkrifræðisStofnun Baggalútíu) fengust rétt í þessu. Markmið tilraunarinnar var að komast að því hversu háu fjölriti væri unnt að skila þannig að skrift undirritaðs skildist til þess að stofnunin fengi sem flest eintök af hvers konar skýrslum og eyðublöðum sem útfyllingaraðili skilaði þeim.

Í krafti starfs míns náði ég að ræna dágóðum bunka af útfyllingarmiðum með áþrykkjanlegum pappír sem hægt er að setja saman til að sjá hversu þykkur bunkinn getur verið.

Ég byrjaði í fimmriti og sóttist það auðveldlega. Ég skrifaði nokkur blótsyrði á kínversku ásamt nafninu mínu og skildist textinn vel á fimmta blaði. Ég fikraði mig yfir í níu blöð og þurfti þá aðeins meiri viljastyrk til að láta möppudýrin hjá skrifræðisstofnuninni tauta sig fram úr níunda blaðinu.

Lokatilraunina framkvæmdi ég með fjórtánriti þar sem fylla þurfti út umsókn til stöðu Vitamálaráðherra ásamt leyfisbréfi fyrir Leikhús Billa bilaða. Eftir langar þrætur við skrifræðisdýrin bak við þykka glerið í stofnuninni tóku þau loks við vitamálaráðherraumsókninni þrátt fyrir að hafa hafnað henni fyrst á þeim forsendum að nafnið mitt væri of óskýrt á þrettánda og fjórtánda blaðinu, þrátt fyrir að ég hafi skrifað óvenju fast. Gamli maðurinn sem svaf bak við lúguna í leikhúsinu gerði hins vegar engar athugasemdir.

Niðurstaða mín er því sú að fjölga megi flestum ef ekki öllum umsóknareyðublöðum í Baggalútíu upp í fjórtánrit, starfsmönnum stofnunarinnar til mikils hægðarauka og aukinnar nákvæmni í eftirliti sínu. Legg ég til að framkvæmdum þessum verði þegar hrint af stað.

Ritað í Baggalútíu föstudaginn þrettánda apríl 2008,

Hvurslags

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 13/6/08 10:03

‹Þakkar hvurslags fyrir þessa tilraun í fjórtánriti›

Takk
Takk
Takk
Takk
Takk
Takk
Takk
Takk

Takk
Takk
Takk

Takk
Takk
Takk

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 13/6/08 17:17

‹Fer með rótsterkt kaffi til gamla húsvarðarins í leikhúsinu›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: