— GESTAPÓ —
Bíómyndaglápið
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 48, 49, 50
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 31/3/09 13:58

Fór á danska mynd á kvikmyndahátið hérna: The Fighter, sem var skárri en ég átti von á.

Svo var ég að finna bíómyndasíðu sem hefur slatta af myndum sem er hægt að horfa á yfir netið, allt frá Holy Grail niður í argasta sorp:
http://www.moviesfoundonline.com/

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sannleikurinn 8/10/10 10:43

Ég er með minn eiginn vídeoklúbb á netsíðu einhvers staðar í heimi þar sem áhugasamir um óhugnað í videomyndböndum geta gjörst meðlimir.......

..
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrímur 2/12/10 23:18

Ég er þessa dagana að ósk vinkonu minnar að glápa á allar Harry Potter kvikmyndirnar... það gengur ílla, ég sofna alltaf yfir þeirri þriðju.

Einfættur Gestapói númer 2. • Atvinnuátfíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 3/12/10 14:53

Grágrímur mælti:

Ég er þessa dagana að ósk vinkonu minnar að glápa á allar Harry Potter kvikmyndirnar... það gengur ílla, ég sofna alltaf yfir þeirri þriðju.

Það eru þá skömminni skárri viðbrögð við myndefninu en þau sem heyrast vestan hafs.

Takk fyrir áheyrnina.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 10/5/11 13:25

Með hvaða ræmum mæla þeir mætu menn, er hingað mœta?

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/5/11 13:28

Millenium þríleiknum.
Second hand lions.
Allar discworld myndirnar (Going Postal er sú nýjasta)
Thor var heldur ekkert alslæm, ef þú vilt goðafræðina usaða.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Fergesji 10/5/11 13:32

Séð höfum vér Póstmeistarann í sjónvarpinu, og þótti sú ræma allgóð. Einnig Þúsaldarþríleikurinn. Þór þykir, eftir því, er vér höfum heyrt, illa fallinn til fræðslu almennings, en þeim betur til kvöldskemmtunar.

Konungur Efergisistan • Gáfumálaráðherra • Flöt jörð - Slétt föt - Hrein trú • Áttum bestu endurkomuna árið 2008 • Sturtufíkill
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/5/11 14:39

Tvítugur sonur minn var afar hrifinn af Fast and the furious ef marka má fésbókarstatus hans.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 11/5/11 00:02

Eins og Billhjálmur benti réttilega á er Secondhand lions prýðisræma. Super troopers er annars eðlis en sömuleiðis prýðisgóð.

Það held ég nú!
        1, 2, 3 ... 48, 49, 50
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: