— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 140, 141, 142 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 19/12/07 20:38

Okkar bíður tíðin tær,
töpum ekki neinu.
Hamingjunnar heljarblær,
heldur öllu beinu.

Þig ég elska ástin mín,
allt mitt vil þér gefa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leiri 19/12/07 21:42

Þig ég elska ástin mín,
allt mitt vil þér gefa;
Deyja ætla af ást til þín
Ó þú kæra Eva.

Unað finn í örmum þér,
allsæll þar ég kúri.

Leiri er gríðarlegt skáldaefni og dr. í íslenskum bókmenntum. Sérgrein hans er bragfræði síðmiðalda. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á stuttri ævi og ítrekað verið nefndur sem mögulegur nóbelverðlaunahafi á komandi árum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjöðvitnir 19/12/07 23:22

Unað finn í örmum þér,
allsæll þar ég kúri.
Líkt og fugli líður mér,
læstum inni í búri.

Þó víst sé úti vetrarsól,
vantar finnst mér snjóinn.

Hirðfífl nostalgíunnar. Drottnari einmanaleikans. Verndari þráhyggjunnar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leiri 20/12/07 00:29

Þó víst sé úti vetrarsól,
vantar finnst mér snjóinn.
Óska heitt um heilög jól,
hann að fá í skóinn.

Blessuð man ég bernsku jól.
björt mín lifnar sálarglóð.

Leiri er gríðarlegt skáldaefni og dr. í íslenskum bókmenntum. Sérgrein hans er bragfræði síðmiðalda. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á stuttri ævi og ítrekað verið nefndur sem mögulegur nóbelverðlaunahafi á komandi árum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 20/12/07 03:29

Blessuð man ég bernsku jól.
björt mín lifnar sálarglóð.
Siggi var á siffonkjól
og Solla hassi í pípu tróð.

Ilmurinn úr eldhúsinu
eftir skötuhelvítið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 20/12/07 23:38

Ilmurinn úr eldhúsinu
eftir skötuhelvítið.
Í glösin bætið búsinu
og betur dópið nýtið.

Látið ykkur líða vel
og lifið fyrir núið.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Leiri 21/12/07 00:11

Látið ykkur líða vel
og lifið fyrir núið.
Þreyja megið þið í hel,
þegar allt er búið.

Dópa mun og djúsa stíft,
drottins hátíð fagna.

Leiri er gríðarlegt skáldaefni og dr. í íslenskum bókmenntum. Sérgrein hans er bragfræði síðmiðalda. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar á stuttri ævi og ítrekað verið nefndur sem mögulegur nóbelverðlaunahafi á komandi árum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 21/12/07 11:41

Dópa mun og djúsa stíft,
drottins hátíð fagna.
Engu verður öli hlíft,
uns í dái þagna.

Verði góð þín vímujól.
Í vímu kveddu árið.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 24/12/07 09:31

Verði góð þín vímujól.
Í vímu kveddu árið.
Ég er fullur karl í kjól,
krullur set í hárið.

Sumir þurfa þessi jól,
þvílíkt mikið knús.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Starri 24/12/07 09:42

Sumir þurfa þessi jól,
þvílíkt mikið knús.
Hani minn sá hressi gól
heljarinnar blús.

Pakka fínan fæ í kvöld
forvitnin mig kvelur.

Frumeintakið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 24/12/07 10:16

Pakka fínan fæ í kvöld
forvitnin mig kvelur.
Hinkra myndi heila öld,
hérna þessi melur.

Gaman væri´ ef góða bók,
gæfi mér nú einhver.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Starri 24/12/07 23:49

Gaman væri´ ef góða bók,
gæfi mér nú einhver.
Ef þú fengir brúnt í brók
er brókin ekki hrein hér.

Jólaskapið skeður brátt
skrítið hvað þá gerist.

Frumeintakið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 25/12/07 10:33

Jólaskapið skeður brátt
skrítið hvað þá gerist.
Kannski verðum sæt og sátt,
saman hvað sem ‹hóst, hóst›

Gerist varla gjammað orð,
gagnlausara´ að ríma.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Starri 25/12/07 10:57

Gerist varla gjammað orð,
gagnlausara´ að ríma.
Snérist það um brauð á borð
berist það í tíma.

Strembist rím þá stikluvik
stráksinn má hér nota.

Frumeintakið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Andþór 25/12/07 12:01

Strembist rím þá stikluvik
stráksinn má hér nota.
Afsakið mig augnablik,
erfið verður lota.

Hangikjötið háma nú,
herfilega í mig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Starri 25/12/07 15:36

Hangikjötið háma nú,
herfilega í mig.
Reyndar á ég ráma frú
reynir hún oft við þig?

Grimmir hundar gelta á
gæludýr og ketti.

Frumeintakið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 26/12/07 00:40

Grimmir hundar gelta á
gæludýr og ketti.
Nenna ekki að tipla á tá
en taka strax á spretti.

Meyfæðingu Messías
af Maríu var getinn.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 27/12/07 23:28

Meyfæðingu Messías
af Maríu var getinn.
Jósep undir pressu: „Pass."
Pústar – það er letin.

Davíðs ætt var doldið sátt
er dómarinn var ráðinn.

vér kvökum og þökkum
        1, 2, 3 ... 140, 141, 142 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: