— GESTAPÓ —
Húsráð
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 27/2/07 18:29

Vinna mín felst í því að ferðast yfir hálfann heiminn og aðstoða við keyrslu á og bilanagreina afar sérhæfðan hugbúnað í matvælavinnslu. Þar sem það myndi ekki alveg ganga upp að ég segði "ekki mitt starf, leitaðu til annars" þegar ég er kominn á staðinn þá verð ég að segja að ég starfi við notendaþjónustu. Og stundum er maður alveg að fara yfirum af þessu starfi - af þreytu og langdvölum fjarri konu og börnum.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 27/2/07 20:51

Ok. Ég er sáttur við þig og svarið. Sennilega vorum við hvorugur í rétta gírnum til að skiptast á orðum en mikið andskoti er oft erfitt að þegja þegar það fer manni best. Gangi þér vel vinur!

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 27/2/07 20:53

Þakka þér Vímus minn. Nei, satt er það, oft er erfitt að þegja, en kannski lærir maður það með aldrinum, við sjáum hvað setur. Móðir mín heitin gat þagað svo eftir því væri tekið, það er sko á hreinu.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 27/2/07 20:55

Rattati mælti:

..... Móðir mín heitin gat þagað svo eftir því væri tekið, það er sko á hreinu.

Það er alveg sérstakur hæfileiki.
‹Ljómar upp›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 27/2/07 20:59

Það er sko satt. Minningarnar eru að hrúgast inn núna, hún dó fyrir nokkrum vikum.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 27/2/07 21:05

´Já það er góður kostur en ég hef líka eitt mottó sem hefur reynst mér vel í sambandi við reiðina og segi gjarna að það sé í lagi að verða reiður því ég þekki engan sem einhvern tíma verður ekki reiður. Það er hinsvegar allt annað og verra að vera reiður. Það gerir engum nema manni sjálfum illt.
Sem sagt. Það er í lagi að verða reiður en það er ekki í lagi að vera reiður. Þar ræður maður sjálfur hvaða ákvörðun er tekin. Svo er misjafnt hve fljótir menn eru upp og það er til fólk sem gefur sér tíma eins og móðir þín að hugsa áður en eitthvað er látið vaða. Um hvað er þessi þráður annars?

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 27/2/07 21:08

Rattati mælti:

Það er sko satt. Minningarnar eru að hrúgast inn núna, hún dó fyrir nokkrum vikum.

Það segir sína sögu . Ég samhryggist ynnilega.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 27/2/07 21:09

Takk fyrir Vímus.

Nú varðandi efni þráðarins, þá er gott húsráð við reiði að setjast niður, draga djúpt andann nokkrum sinnum og telja hægt upp að tíu.

Er það ekki annars?‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið›

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 27/2/07 21:11

Það ku vera gott ráð, en ég hef reynt það og orðið reiðari.
‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 27/2/07 21:13

Það er gott ráð. Reyndar þekkti ég einn sem reyndi þetta en hann lagði sig ekki alveg nógu vel fram því talningin hans var oftast einn, tveir og tíu og svo var kjaftshöggið látið vaða.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 27/2/07 21:17

Vímus mælti:

Það er gott ráð. Reyndar þekkti ég einn sem reyndi þetta en hann lagði sig ekki alveg nógu vel fram því talningin hans var oftast einn, tveir og tíu og svo var kjaftshöggið látið vaða.

‹Hlær› Þekki týpuna. Ein þeirra (ágætur kunningi minn) var t.a.m dæmd í fangelsi um daginnn fyrir að bregða fæti fyrir sýslumann, þar sem þeir mættu fyrir dóm til að taka upp mál gegn kunningja mínum fyrir að flengja leikskólakennara. Það þurfti ekki að segja mér nein nöfn þegar ég sá þá fréttina.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Andskotinn 18/3/07 02:05

séu menn of lengi úti og illa klæddir í miklum kulda fá þeir stundum kal, sé kalið slæmt er gott húsráð að skera burt kalna líkamshlutann

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 18/3/07 05:36

Sjáum hvort þetta kemst inn.

Mér finnst einstaklega skemmtilegt að búa til mínar eigin kryddolíur. Hér fylgja þrjár uppskriftir;

1)
Saxið smátt slatta af rauðlauk og púrru, setjið í krukku og hellið bragðlítilli oíu yfir. Hitið í örbylgjuofni eða yfir sjóðandi vatni. Hrærið og hitið aftur. Kælið og geymið í a.m.k. 1 viku.

2)
Blandið saman paprikukryddi, laukdufti, hvítum pipar og örlitlu salti. Hellið bragðlítilli olíu yfir. Hitið í örbylgjuofni eða yfir sjóðandi vatni. Hrærið og hitið aftur. Kælið og geymið í a.m.k. 1 viku.

3)
Bllandið saman fínt rifnum sítrónu-og Limeberki, fínt skornum eða krömdum hvítlauk, sesamolíu og slatta af steyttum kóríanderfræjum. Setjið í krukku og hellið bragðlítilli oíu yfir. Hitið í örbylgjuofni eða yfir sjóðandi vatni. Hrærið og hitið aftur. Kælið og geymið í a.m.k. 1 viku.

Gott er að hræra í olíunum nokkrum sinnum í viku, og jafnvel hita þær aftur, en munið að láta þærkólna áður en þeim er stungið í ísskáinn, og notið ímyndunaraflið við gerð þeirra, for fokks seik! Prófið að skipta hráefni a út fyrir hráefni b, ef ykkur finnst það betra. Svona olíur eru gulls ígildi þegar kemur að matreiðslu.

Olíu #1 er mjög gott að nota til steikingar á t.d. kartöfæum, en þá er einmitt sniðugt að hræra olíuna út í brætt smjörlíki. Athugið að þó kartöflurnar gætu virst brunnar (sérstaklega eftir ofnsteikingu) bragðast þær einstaklega vel.

Olíur #2 og 3 eru tilvaldar til steikingar á kjúkingabringum eða fiski, sem og ýmiskonar grænmeti.

Beðiat er velvirðingar á stafsetningarvillum og tölvunni kennt um.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
krossgata 18/3/07 19:30

Spennandi olíur, en ég ætla að sleppa hvíta piparnum, sem er eitt af fáum kryddum sem ég hata ásamt dilli.

Kvenskörungur forsetaembættisins. Hlerari við HB. Sporrekjandi ríkisins. Tilnefnd: Mesti laumupúkinn 2007 Gul ‹Drepur tímann› Ef þú getur lesið þetta ertu of nálægt. Laumuhluti: ÞráðurINN fundinn! 10. feb.. og annar 4. maí
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 18/3/07 22:39

Hér er alveg skothelt ráð til þess að ná varalit af skyrtukraganum. Með vaselíni má auðveldlega strjúka burt öll ummerki um áæskilegan varalit og "konan" verður ekki vör við neytt.

Einu vankantarnir eru þeir að ef þú ert týpan sem gengur um með vaselín í vasanum þarftu víst ekki að hafa áhyggjur af varlit á skyrtukraganum, eða varalit yfir höfuð og minnstar líkur eru á að þú eigir konu.

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 18/3/07 22:40

Er ekki vaselín í varasalva? Er nokkurt tiltökumál að vera með varasalva í vasanum?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 18/3/07 23:22

Vitna hér í það sem krossgata sagði á fyrstu síðu þessa þráðar:

krossgata mælti:

Eitt elsta húsráð við köfnun úr hlátri er að: Anda út, anda inn..... endurtakist eftir þörfum.
‹Glottir eins og fífl›

Öndun er stórlega ofmetin.

Sönnun lokið.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 18/3/07 23:49

Og oföndun getur beinlínis verið stórhættuleg. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: