— GESTAPÓ —
Bíómyndaglápið
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2, 3 ... 44, 45, 46 ... 48, 49, 50  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 23/4/06 01:05

Ég var að horfa á The General með og eftir Buster Keaton. Þetta er þögul mynd frá þriðja áratugnum. Þetta var afar skemmtileg hasarmynd og alveg ótrúlega vel gerð. Söguframvindan er svo fyrirhafnarlaus að undrun sætir. Þetta rennur svo hnökralaust í gegn og hvergi dauðan punkt að finna. Svo er auðvitað eitt frægasta 'tæknibrelluatriði' sögunnar en þar er heilli lest (alvöru heilli lest) keyrt út á brennandi brú og hrynur hún síðan ofan í á fyrir neðan. Þetta var víst fyrir tíma tölvuteiknaðra 'afreka' á hvíta tjaldinu. Að sjá þessa mynd með sínum blóðsvitatársatriðum fékk ást mína á kvikmyndum til að blossa á ný. Í sama mund blossaði upp hatur mitt á George Lucas (seinni tíma). Veit ekki af hverju. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Horfði einnig á Ripley's Game fyrir skömmu. Nýleg mynd um hinn siðlausa Thomas Ripley sem pissudúkkan og sætabrauðsltzjellingin Matt Damon gerði svo eftirminnilega illa skil í myndinni The Talented Mr. Ripley hér um árið. Í þetta sinn er Ripley leikinn af John Malkóvits. Karakterinn passar afar vel mónótóníska leikhæfileika Malkóvíts (siðlausir menn sem spila með fólk til að halda sér frá leiðindum). Þó Malkóvíts standi sig prýðilega þá hefur hann hreinlega ekki útlit sem fordómar mínir um siðlausan gosa eins og Ripley segja mér að hann eigi að hafa. Þar passar myrk fegurð Alain Delon betur en hann lék líka hr. Ripley eftirminnilega í hinni frábæru Plein Soleil en sú mynd er einmitt byggð á sömu sögu og The Talented Mr. Ripley og er miklu betri þó hún sé ca. 30 árum eldri.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Djákninn 23/4/06 10:45

Sá mynd F. F. Coppola, Bram Stokers Dracula aftur um daginn. Hrein unun að sjá stórfenglegan leik minn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ólafía 27/4/06 12:26

Ég horfði á Titanic fyrir ekki svo löngu. Elska þá mynd.

Ekki beint karakterstúdía, samt...meira svona epísk.

‹reynir að muna fleiri hugtök›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pluralus W 10/5/06 12:06

Hvað vill fólk sjá í bíó? Eru allir hrifnir af skemmtilegum og áhrifaríkum söguþráðum eins og Crash og American Beauty eða vill fólk bara fara á M:i:III og sjá öll flottu atriðin?
Sá annars King Kong í annað skiptið um daginn og verð alltaf jafn hissa á því að Peter Jackson hefur fundið uppskrift af þriggja tíma löngum myndum sem eru ekki of langar! Það er eins og tíminn standi í stað þegar maður horfir á ævintýramyndirnar hans. Svakalegur sögumaður þar á ferð! Veit einhver hvað hann gerir næst?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Grágrítið 10/5/06 13:12

Ég vill fá fleiri epískar WW2 stórmyndir og mikið fleira geimrugl!

Góðar stundir.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 21/5/06 22:45

Horfði á tvo skemmtilega westra um helgina.

Sú fyrsta var The Scalphunters, með Burt Lancaster, Ossie Davis, Telly Savalas og Shelley Winters. Frábær mynd í léttum dúr með hnyttnum díalóg. Mæli með henni.

Síðan horfði ég á myndina McLintock með John Wayne. Það var furðuleg mynd. Stórfurðuleg en skemmtileg engu að síður. Það verður að taka fram að í þessari mynd birtist aldeilis ótrúleg karlremba. Sem ætti ekki að koma á óvart þar sem framan á hulstrinu er John Wayne, skellihlægjandi, að rassskella fullorðna konu. Myndin er frá 1963 og ég held að meira að segja miðað við þann tíma þá er hún aftarlega á merinni.

Myndin fjallar um lítið. Annað en Wayne, sem er kapítalistanautgripabarón og atburði sem gerast í kringum hann. Samt er myndin ekki leiðinleg þó plottleysið sé ekki til staðar. Karakter Waynes er nokkuð merkilegur, hans fílósófía (mínus karlrembuna) gæti vel passað inn í Ayn Rand skáldsögu, nema hvað karakter Waynes er skemmtilegur. Merkilega meitluð fílósófía í þessum karakter. Myndin er jafnfram mjög sympatetísk gagnvart indjánum en er jafnframt svona aumingjavorkunnsöm. Þrátt fyrir alla þessa hugmyndafræðilegu ringulreið er þetta skemmtileg mynd, með fyndnum atriðum og mörgum plottlínum sem hreinlega tínast þó það komi ekki að sök.

Svo á myndin að vera byggð á leikriti Shakespeares; Skassið tamið. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 22/5/06 01:09

Skjár einn eða Sirkus sýndi fyrr í kvöld Annie Hall - ég var svo heppinn að ramba á stöðina, hvor þeirra sem þetta var, þegar myndin var nánast nýbyrjuð. Ég hafði séð þessa mynd áður, eins og flestallar aðrar myndir njarðarins taugaveiklaða, en það var engu síður vel þess virði að horfa á hana aftur. Það er alltaf skemmtilegt að fylgjast með fólki sem er ennþá skrýtnara og mislukkaðra en maður sjálfur. Einnig er stórkostlegt að fá innsýn í það hversu mikið ákveðnir þjóðfélagshópar í Ameríku (aðallega mennta- og/eða listafólk) getur röflað út í hið óendanlega um ómerkilegustu hluti, og greint allt og ekkert niður í kvarka. En auðvitað er margt viturlegt sem kemur út úr þessari hringavitleysu. Ég er sérstaklega hrifinn af lokaorðunum (þýð. mín):

Woody mælti:

Mér varð hugsað til gamals brandara: „Maður fer til geðlæknis og segir: 'Læknir, bróðir minn er brjálaður; hann heldur að hann sé kjúklingur,' og læknirinn spyr: 'Af hverju læturðu ekki leggja hann inn?' og þá svarar maðurinn: 'Ég myndi gera það, en ég þarf á eggjunum að halda.'.“ Ég held að það sé nokkurn veginn það sem mér finnst um sambönd; þau eru algjörlega órökrétt, vitfirrt, og fáránleg, en ég held að við höldum áfram að ganga í gegnum þetta af því að flest okkar þurfa á eggjunum að halda.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Renton 25/5/06 02:50

Hakuchi mælti:

Ég var að horfa á The General með og eftir Buster Keaton.

Buster Keaton er æðislegur!

Annars var ég að rifja upp gamla tíma með því að horfa á From Dusk Till Dawn. Hún er svo mikið rugl að það er ekki hægt annað en að elska hana. Ekta Tarantino mynd.

Cogito Ergo Cogito
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 27/5/06 01:00

Kóngur King, 0 stjörnur:

Ég var að eyða 3 klst. af ævi minni í að horfa á bullið King Kong, the Really Really Boring Version, eftir apaköttinn P. Jackson. Ég gæti í löngu máli talað um smekkleysu, afkáralegheit og bjánaskap. Dramatík sem ekki veit sinn stað og hasar sem er jafn óspennandi og amma að hekla. En ég ætla þó bara að vitna í vitrasta heimskingja bókmenntanna og lýsi myndinni með einu ensku orði: Boooríng.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Renton 27/5/06 02:57

Isak Dinesen mælti:

Ég gæti í löngu máli talað um smekkleysu, afkáralegheit og bjánaskap.

Mér fannst merkilegt að þú skyldir nota þetta orð, þar sem Peter Jackson gerði mynd hérna fyrir þónokkrum árum sem bar þetta nafn.

Annars hef ég ekki látið mér detta í hug að horfa á þessa nýju King Kong mynd.

Cogito Ergo Cogito
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 23/9/07 23:38

Nú er ég búinn að horfa á heilan helling af góðum bíómyndum undanfarið en ég vil nefna eina sérstaklega. Ridicule frá 1996 eftir franska vinnuhestinn Patrice Leconte er stórkostleg mynd og sá ég hana nýlega í annað sinn. Þetta er eitt af þessum verkum sem eru í senn frábær listaverk en einnig góð afþreying.

Barón, sem einnig er verkfræðingur fer til Versala stuttu fyrir frönsku byltinguna, til að leita stuðnings konungs við að þurrka upp mýrar í sveitinni hans, pupulnum til hagsbóta. Þá kemur í ljós að til að öðlast virðingu innan hirðarinnar er nauðsynlegt að hafa meira en lítið vald á því sem franskir kalla esprit, enskir wit og Íslendingar hvað? Hnyttni kannski.

Fyrir þá sem ekki eru frönskumælandi er nauðsynlegt að hafa ágæta þýðingu á textum, þar sem þetta gengur meira og minna út á orðaleiki. Ef ég man rétt var íslenska útgáfan vel þýdd.

Fjórar stjörnur af fjórum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Carrie 24/9/07 00:01

Ég horfði á True romance fyrir nokkrum dögum, Tarantino skrifaði handritið en því var örlítið breytt. Þetta var eitt sinn eftirlætiskvikmyndin mín vegna þess að mér fannst persónurnar svalar og samband Clarence og Alabama rómantískt. Um það bil tíu árum síðar finnst mér hún allt í lagi; eftirlætisatriðið mitt er enn kúl en ég varð þreytt á miklu ofbeldi sem gegnsýrir myndina. Á heildina finnst mér myndin ekki hafa elst vel.

Öryggiskona Hlerunarstofnunar og vitavörður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 24/9/07 00:27

Carrie mælti:

Um það bil tíu árum síðar finnst mér hún allt í lagi

Já, í besta falli allt í lagi. Ég áttaði mig reyndar strax á því að þetta væri hálfgert sorp þegar ég sá hana fyrst fyrir tíu árum. En við hverju er að búast þegar Kristján Slátur fer með aðalhlutverkið?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 24/9/07 11:18

Ég tók mig til um daginn og horfði á nánast allt mynddiskasafnið mitt, og fór svo og bætti í það. Ég asnaðist til að kaupa fjórar úr Mel Brooks safninu; 12 chairs, To be or not to be, Life stinks og High anxiety, en get ekki horft á þær. Hví? Jú, helvítis diskarnir eru "afritunarvarðir" og mynddiskaafspilunartækið neitar að viðurkenna að þeir séu til. Tölvan spilar þá reyndar, en stoppar í miðri mynd og segir diskinn skemmdan. Ég hata BT.

Svo að ég verð líklega að láta mér nægja að horfa á Young Frankenstein...enn einu sinni.

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 24/9/07 11:30

Sá í gærkveldi gamanmyndina "Wild hogs" Þetta er nú kanski ekki neitt kvikmyndasögulegt meistaraverk, en ég og mín elska höfðum bara virkilega gaman af henni. Sérstaklega fannst mér nördið William H. Macy standa uppúr. Helsti galli myndarinnar var Martin Lawrence. Hann fannst mér full ungur til að passa inn í "wild hogs" hópin sem annars innihélt aðallega nokkuð roskna karlmenn ( Macy, Tim Allen og John Travolta) Ray Liotta var flottur mótorhjólaskúrkur. Þetta er öndvegis afþreying og ágætlega fyndin.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 24/9/07 12:30

Nermal mælti:

Sá í gærkveldi gamanmyndina "Wild hogs" Þetta er nú kanski ekki neitt kvikmyndasögulegt meistaraverk, en ég og mín elska höfðum bara virkilega gaman af henni. Sérstaklega fannst mér nördið William H. Macy standa uppúr. Helsti galli myndarinnar var Martin Lawrence. Hann fannst mér full ungur til að passa inn í "wild hogs" hópin sem annars innihélt aðallega nokkuð roskna karlmenn ( Macy, Tim Allen og John Travolta) Ray Liotta var flottur mótorhjólaskúrkur. Þetta er öndvegis afþreying og ágætlega fyndin.

Ertu að grínast í mér? Getið þið ekki sett inn eitt innlegg án þess að minnast á hvort annað?!

Dóttir Keisarans. Sérleguraðstoðarmaður Dr Zoidbergs. Barnapía Barnsins. Ungur alki. Auli. Hamingjusöm.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/9/07 19:30

Um daginn endurnýjaði ég kynnin af aníme myndinni Porco Rosso eftir hinn mikla Hayao Miyazaki. Myndin fjallar um ástir og örlög flugmanna í Adríahafinu á þriðja áratug síðustu aldar. Myndin er unaður á að horfa. Eins og ég hef eflaust tönglast á áður er heimurinn fallegri í meðförum Miyazakis og verður fegurðin næstum því hjartskerandi áberandi á tímum í þessari mynd. Sagan er einföld en skemmtileg og fangar fullkomlega þennan spennandi frumkvöðlaanda sem fylgdi fluginu á fyrstu áratugum þess þegar flukappar voru þekktir með nafni og litu á sig sem riddara þátímans. Manni líður alltaf vel á sálinni eftir að hafa hellt sér í heim Miyazakis.

Horfið á myndir Hayao Miyazakis. Annars fáið þið bólu.

Konungur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 25/9/07 20:54

Isak Dinesen mælti:

Carrie mælti:

Um það bil tíu árum síðar finnst mér hún allt í lagi

Já, í besta falli allt í lagi. Ég áttaði mig reyndar strax á því að þetta væri hálfgert sorp þegar ég sá hana fyrst fyrir tíu árum. En við hverju er að búast þegar Kristján Slátur fer með aðalhlutverkið?

Aaahh já True Romance. Ég hef alltaf haft veikan blett fyrir henni sérstaklega eftir að ég lærði meira um bakgrunn Quentins Tarantínó handritshöfundar. Þessi mynd er í raun ekkert annað en draumórafantasía ungs nörds (Tarantínó að sjálfsögðu) sem á þeim tíma átti sér ekkert annað en sinn nördaskap, vídeóleigudjobb og stóra drauma.

Aðalkarakterinn er myndasögunörd sem vinnur í myndasögunördabúð (Tarantínó var bíónörd, fastur í vinnu á vídeóleigu), nokkurn veginn föðurlaus (pápi QT var lítið viðriðinn hans uppeldi þó hann hafi átt fósturpápa) sem verður fyrir því láni að hitta unaðslega stelpu sem getur þolað hans áhugamál og um leið nær hann að verða súperkúl eins og allar hasarhetjurnar sem hann dýrkar. Ég held t.d. að rifrildið sem aðalkarakterinn á við pabba sinn í myndinni sé langsamlegasta persónulegustu skrif Quentins nokkurn tíma. Þar hellast greinilega allar frústrasjónir sem herra T hefur birgt inni í sér yfir skáldaða föðurinn sem er að sjálfsögðu ekkert annað en tuskubrúða fyrir alvöru föðurinn sem yfirgaf hann.

Í þessu ljósi þykir mér enn nokkuð vænt um þessa mynd. Enda nörd.

Konungur Baggalútíu.
        1, 2, 3 ... 44, 45, 46 ... 48, 49, 50  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: