— GESTAPÓ —
Enn er kveðist á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 353, 354, 355 ... 453, 454, 455  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 6/11/05 16:52

Hlýna rætur hjartans þá
heyrir mærin pilti frá:
Augu þín svo ofurblá,
ylja mér frá haus til tá.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 6/11/05 18:06

Fimmtán Borgarfulltrúar
falast eftir sæti
Gaspra málum gullbrúar
gaula hátt með læti.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 6/11/05 18:24

Fimm er tala forleiks ljúf
fimur strýkur hexið
herði korða, kóng við úf
kátt þá verður sexið

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 6/11/05 23:28

Læt hér mistök leiðigjörn
leiðréttast í stöku
Offara inn í kvæðakvörn
kippi með í næstu törn

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 6/11/05 23:35

Törnin er mér töm við verk
tek ég þá til handa
Þegar les ég ljóðin merk
ligg og vil ei anda.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 7/11/05 00:51

Anda hratt já ótt og títt
enda kemur hér
kona ein með andlit frítt
óð í sex og ber

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 7/11/05 09:04

Bera skildi tár á torg
taumlaust flíka sorgum
Þar upp reka raunaorg
rifta spilaborgum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 7/11/05 09:06

djeskotans bjevítans......................mánudagar!!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 7/11/05 09:47

Spilaborgin Spillta dý
spákaupmanna ræsi
Berjast eins og slóttugt slý
slegist svo menn hvæsi.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 7/11/05 13:54

Hvæsti fyrst og hváði svo
hvernig má það vera
Ég huga mína temja tvo
trauðla kann að gera

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 7/11/05 14:29

Gera má úr gufustrók
góðan orkubolta
Virkja mætti brátt í brók
brotkraft margra volta.

KauBfélagsstjórinn.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Grislingur 7/11/05 15:40

Þangbrandur fór til Þýskalands
þarfir sínar að gera
en svo fór allt til andskotans
því aulinn var með stera.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 7/11/05 16:20

Sterum hef ég stungið æ oftar
stórum rassinn í
Argur ekki limnum loftar
lostans dautt er slý

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kveldúlfur 7/11/05 17:41

Slýið fagra, slorið nett
sleiki ég á kvöldin
Tangarhaldið tunglið slétt
tekur af mér völdin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leir Hnoðdal 7/11/05 20:56

Völd í höndum Villa rokk
valda munu pati
Gef mér heldur Gilla kokk
góður sjallakrati

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
lappi 7/11/05 21:22

Sjallakrati fór á flakk
fullur alla daga,
undan sveita bónda stakk
sjálfsagt mjög til baga.

[Ítrekað snupr: ST stuðlar ekki við S+sérhlj./V/J. Aldrei. Auk þess standa þessir ekki-stuðlar báðir í lágkveðum. Það er ekki síður ótækt. Lappi, hættu þessu rugli strax! Ég veit að þú kannt þetta. Hlebbi.]

lappi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 8/11/05 10:57

ratar sjaldan rata heim
ráfi þeir um lönd og höf
lausnin er að lóga þeim
og leggja þá í vota gröf

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 8/11/05 11:21

Gröf í rata ratar þeir
reit hann Enter forðum
Ekki safna árum meir
er við lógum, borðum

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 353, 354, 355 ... 453, 454, 455  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: