— GESTAPÓ —
Enn er kveðist á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 339, 340, 341 ... 453, 454, 455  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 11/10/05 08:48

Áður en ég fæddist hér,
ég lenti oft á múrvegg.
Langt er liðið sýnist mér,
enda lét mér vaxa skegg.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 11/10/05 09:10

Skeggið höku skyggir á
skýtur undir hendur
gjarnan vil ég góðu ná
og greiða það í rendur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 11/10/05 13:11

Rendur vill hann reyna við,
reynsla hans er sundruð.
Þetta mitt innlegg, munið þið,
mun númer áttahundruð.

‹Stekkur hæð sína›

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 11/10/05 14:14

‹biður um hljóð í hirðinni og skálar fyrir prinsinum›
Hundruð orða heyri ég
held ei fyrir eyra
láttu vaða lukkuleg
lát oss hafa meira

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sloppur 11/10/05 16:50

Til hamingju Prins!

Meir mér sýnist liggja við,
að mega sjást með ykkur.
Komið öll, já komið þið,
kannski ég, þó ég sé gikkur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Smali 11/10/05 19:48

Lína gamla langsokkur
listagóði þangkokkur
gerðarlegi gangrokkur
góða ekki stang´okkur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/10/05 20:38

Okkar líf er ansi stutt
oft vill það mig svíkja
Leiðir hefur hjartað rutt
heljarför við líkja

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Smali 12/10/05 07:15

Líkja má við konfektkassa
kerskni örlaganna
fljúgir þú á fyrsta klassa
fríðra á meðal svanna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 12/10/05 10:02

Svannar nokkrir sváfu hér,
saman ofan í laut.
Notuðu allir nefið á sér,
nema þessi sem hraut.

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 12/10/05 11:59

Hraut ég úr mér hávaða
hún var ekki sátt
fældi burtu fágaða
frúna eftir drátt

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 12/10/05 12:23

drátthagur ég dæmist ei
ef draga á hring og ferla
en við að fleka frillugrey
fágæt þyki perla

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 12/10/05 13:53

Perlan mikil prýði er
praktísk mjög og fögur
orða ég og yrki hér
öfugmælasögur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 12/10/05 18:27

sögur kann ég konum af
kellingum og dræsum
já, stundarfró sem guð mér gaf
og geymdí heimsins ræsum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 12/10/05 18:41

Ræsum land og rekum lýð
í réttir eftir flokkum
Stefnur engar, streymir níð
á stjórnun hinna, alla tíð

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 12/10/05 21:25

Tíð var ein og tjónlaust skip
á téðu skeri ísa
þá Enter var með unglingssvip
og eltingsgröð hver físa

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 13/10/05 09:06

Físa djörf frá Deildará
dreif sig ein í fjósið.
Tíu beljur tuggðu strá,
tuddinn slökkti ljósið.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 13/10/05 09:39

Ljós ei skín í langa tíð
leti fylgir vetri
ennþá sit og ólmur bíð
eftir tímum betri

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 13/10/05 12:58

Bestur var í bólförum
Berti gamli á Hólum.
Hömpaði í hjólbörum
hösla vildi á jólum...

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 339, 340, 341 ... 453, 454, 455  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: