— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 340, 341, 342 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 8/10/05 23:03

Bræður góðir gangið nú
graðir út á knæpu,
þar fyrir hittið káta frú
fulla og með ræpu.

Graðir drösla dömu heim
dufla glaðir bíða,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/10/05 23:13

Graðir drösla dömu heim
dufla glaðir bíða,
Sofna eftir svaka geim
sætir tímar líða

Sagan þó er ekki öll
einhver myndi þýða

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 8/10/05 23:27

Sagan er þó ekki öll
einkver myndi þýða
mærin bústinn þráir böll
Bjarni vill henni ríða.

Þettað er klám og kjaftháttur
komin háttatími,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 9/10/05 23:01

Þetta er klám og kjaftháttur
komin er háttatími,
Nú mun hefjast minn hjartsláttur
hjá kvensu minni ég hími

Ég sjálfan mig í bólið ber
bíð eftir að komi mær

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 9/10/05 23:36

sjálfan mig í bólið ber
bíð eftir að komi mær
böllurinn ersvaka sver
svívirt gæti einar tvær

brosir mikið maður hver
mærð ef hlýtur nokkra

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 9/10/05 23:39

Ég sjálfan mig í bólið ber
bíð eftir að komi mær,
upp í rúm og reini hér
rauðar sé ég tíu tær.


Gömul lúinn trítlar Gyða
götuna heim á leið,

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Smali 10/10/05 08:27

Trítlar lúin gamla Gyða
götuna heim á leið,
með vatn á milli veikra liða
víða um sveitir skreið.

Af hverju í ósköpunum
ertu kæri vinur..

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leir Hnoðdal 10/10/05 08:43

Af hverju í ósköpunum
ertu kæri vinur..
Allur svon'á afturlöppunum
ógeðslega linur.

Morgun svali mér er kalt
margur sultardropi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 10/10/05 08:56

Morgun svali mér er kalt
margur sultardropi
rak ég mig á róna og valt
rennblautur minn lopi

Stundum vil ég standa á haus
stemningin er frábær

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leir Hnoðdal 10/10/05 09:23

Stundum vil ég standa á haus
stemningin er frábær
Lát ei taut og trauma raus
troða mér um grátær

Fólk í byggðum brosir við
Bónus á næsta horni

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 10/10/05 15:38

Fólk í byggðum brosir við
Bónus á næsta horni
vaggar út um vöruhlið
vagninn fylltur korni.

Ódýrt er það ekkert frat
almúgi vill meina

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 10/10/05 20:41

Laga aðeins fyrstu línu vegna ofstuðlunar.

Það er ódýrt ekkert frat
almúgi vill meina
billegt þeirra borugat
bónusrúllur skeina

Svínin munu fljúga frjáls
fyrr en trúi þessu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Offari 10/10/05 21:02

Svinin munu fljúga frjáls
fyrr en trúi þessu
mæli ég til þess máls
að þeir fari í messu

Hrói Höttur og hans lið
syndum töpuðu helling.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 10/10/05 21:21

Súnnítar og sjítar
saman leika á gítar
bjánalegt er bít þar
barbari þá vítar

Ef um Róm þú rambar
ræktu heimasið

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leir Hnoðdal 10/10/05 21:50

Ef um Róm þú rambar
ræktu heimasið
Þar borgarliðið þambar
þrotlaust rauðvínið

En komirðu til Kölnar
þá kíktu ölkrús í

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 10/10/05 21:51

Of seinn

Ef um Róm þú rambar
ræktu heimasið
Finndu flottan ölbar
og fáðér malt og svið

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 10/10/05 21:56

En komirðu til Kölnar
þá kíktu ölkrús í
Þá Heima herinn fölnar
og helst vill fara 'í frí

Ef Labbar þú í London einn
Þá láttu sem þú heima sért

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 10/10/05 22:09

Ef Labbar þú í London einn,
Þá láttu sem þú heima sért.
Inn á krána ekki seinn,
,,Eina pintu" segðu vert.

Ef bramlar þú í Brasilíu,
brenndu þér þá kaffi.

Seztur í helgan stein...
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 340, 341, 342 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: