— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 337, 338, 339 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 4/10/05 21:33

Aftansöngur séra minn
sýnist hæfa messu
Brúklegur er böllur þinn
að bora inn í skessu

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 4/10/05 23:15

AFTANSÖNGUR SÉRA MINN
SÝNIST HÆFA MESSU
Í HONUM GAULAR GÓURINN
GÖRNIN UPP FRÁ ÞESSU .
-----------------------------------

UPPRIFINN,.

VANTAÐI FYRRIPART,.
---------------------------------

TÖLTA SAMAN TÁTURNAR
TÓLINN VILJA PRÓFA,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 5/10/05 01:23

TÖLTA SAMAN TÁTURNAR
TÓLINN VILJA PRÓFA
litlu skuðaskjáturnar
sköndla vilja grófa

Brýst í mínu brjósti von
um betri tíma

fyrirgefið gleymskuna áðan

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leir Hnoðdal 5/10/05 11:21

Brýst í mínu brjósti von
um betri tíma
Af Tali til Óvódafon
aftur fór til Síma

Ég er trúr en tröllum gefinn
tryppin útum alla grund

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 5/10/05 11:30

Ég er trúr en tröllum gefinn
tryppin útum alla grund
læðist þó að aftan efinn
eigi léttir mína lund.

Ef ég vissi alltaf svarið
allan vafa tæki af

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 5/10/05 12:06

Hvar eru stuðlarnir hér Leir minn?

Af | Tali | til Ó | vóda | fon
aftur | fór til | Síma

Passið nú stuðlasetningu piltar. Höldum ósómanum á gáfulegu og vönduðu plani.

Ef ég vissi alltaf svarið
allan vafa tæki af (vanda sig Lærði!)
hefði ei í fýlu farið
er flóðhestinn mér mamma gaf

stuðla ber að brúka rétt
bjánaskapur sökkar

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leir Hnoðdal 5/10/05 12:18

Alltaf er verið að skamma mig

Kanski ofstuðlað en eru A og Ó ekki sérhljóðar ?

Maður les nú svo mikinn leir hér að ég fer að fara til endurskýrnar
‹Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér›‹Brestur í óstöðvandi grát›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 5/10/05 12:24

stuðla ber að brúka rétt
bjánaskapur sökkar
Brosir Enter ansi grett
illa Hnoðdal fökkar

Núna alveg andlaus sést
Upprifinn að norðan

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 5/10/05 12:48

Núna alveg andlaus sést
Upprifinn að norðan
væri ekki allra best
einfaldlegað borðann?

að norðan koma kynjadýr
kunna lítið, vita minna

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 5/10/05 14:04

að norðan koma kynjadýr
kunna lítið, vita minna
Sunnlendinga er sómi rýr
sitja löngum, ekkert finna

Húnvetningar helstir manna
af höldum þykja

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 5/10/05 20:25

Húnvetningar helstir manna
af höldum þykja
Þeirra haus ei þarf að kanna
þar er mykja

Þingeyingum þykir best
að þegja um sína kosti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leir Hnoðdal 5/10/05 20:48

Þingeyingum þykir best
að þegja um sína kosti
Vatnsdælingar væla mest
ef væta mætir frosti

Laufblöð falla Fyrði í
fjúka yfir götu

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 5/10/05 21:54

Laufblöð falla Fyrði í
falla yfir götu,
enda regnið eftir því
eins og hland úr fötu.

Mörgum bregður víst í brún
Baugsmálið á allra vörum,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 5/10/05 22:36

Mörgum bregður víst í brún
Baugsmálið á allra vörum
Jóna Ben það heitir hún
Sem hangir full á börum.

Fellur snjór og fölnar jörð
Fer að líða að jólum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 5/10/05 23:05

Fellur snjór og fölnar jörð
Fer að líða að jólum.
Erna Jóns mun eignast Hörð
og enda í hans bólum

Koma brátt oss kátu jólin
klæðast munu lopa þá

Lopinn hefur andlit |||||||| The kind monkey |||||||| Ég fíla rokk og rok
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 5/10/05 23:11

Koma brátt oss kátu jólin
klæðast munu lopa þá.
Löngu síðar kemur sólin,
sumarið mun knýja á.

En það er langt í beð og byrtu,
bjartsýn verum þangað til.

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 5/10/05 23:42

En það er langt í beð og byrtu,
bjartsýn verum þangað til.
Ég mun skrýðast hlýrri skyrtu
skjól mun bæði veita og il

Þó að vindar væli og gnauði
við þó skulum duga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 6/10/05 00:26

Þó að vindar væli og gnauði
við þó skulum duga.
Ekkert nema ellidauði,
okkur skal yfirbuga.

Kátir verum karlinn minn,
kveðumst á og ljóðum.

Prins Arutha af Krondor
LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 337, 338, 339 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: