— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 8, 9, 10 ... 20, 21, 22  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 25/9/05 23:33

Þótt flestir Geöffar séu mér lærðari legg ég til að Lærði-Geöff kynni sér bragfræðina betur. Nóg um það:

Finna má í minni brók
margt sem stúlkur gleður:
talsvert djarfan tussulók,
tign og þrumuveður.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 25/9/05 23:52

Finna má í Bölverks brók
býsn af ýmsu smáu
Bremsufar og brostin hrók
bragð af kjöti hráu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 26/9/05 14:18

Geöff varla greindur er
gaur með góða dælu
hellir út um höfuð sér
herfilegri þvælu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 26/9/05 19:05

Mér finnst það nú einum of
ótækt rugl og blaður
hvort að gilji gráðugt klof
gamall íhaldsmaður.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 26/9/05 20:43

A'tti e'g m'er eitt sinn hest
ungur vard hann ellinn
F'ekk i' bakid fyrir rest
fyrirfo'r s'er kjellinn
(afsakid notkun a' o'aedra lyklabordi)

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 27/9/05 13:05

Hvað er nú fremst á forsíðunum?
Fundaði Dabbi með Kjartan og Haarde?
Eiga Jónína og Hannes íbúð í hlíðunum?
Hljóp Jóhannes á eftir eldgömlum Fordi?

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Prins Arutha 27/9/05 16:48

Nú sláturtíðin hafin er,
með hálfúldnar ullarflíkur.
Pungar súrir, harðfiskur, smér,
og sýrðar gimbrapíkur.

Prins Arutha af Krondor
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 28/9/05 05:48

Skapið úldið skít í gef
skál og tæmum glasið
löngum vaki lítið sef
leiðist slæma þrasið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 28/9/05 08:02

Labbaði ég Laugaveg
lítil voru klæðin
augnaráðin urðu treg
illa mátu gæðin

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 28/9/05 08:07

Banaspjótum berast á
bisnnessmenn á fullu.
Á þeim fasta allir sjá
íhalds forardrullu.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 28/9/05 14:38

Fjölmargt verður í fréttum í kveld
fjármálamenn í allskonarbralli.
Álft til Grikklands í ánauð var seld
og apakattagangur er enn í Heimdalli.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 28/9/05 16:49

Himinn grætur, glatast ský,
glottir sól að nýju,
lækir pissast lagnir í,
lepur sjór með klígju.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
gregory maggots 28/9/05 22:45

mér er kalt og mér er svangt,
mér er þreytt og get ei hangt
og dólað, því dagið er langt
framundan.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 29/9/05 09:14

September með gaddager
græt ég þurrum er hann fer.
Næstur kemur, nema hver!
níðingurinn október.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 30/9/05 10:52

Blóðheitur með bláa hönd,
blandaður að kyni.
Á við heimsins ystu strönd,
innmúraða vini.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 30/9/05 11:36

Hneykslin skekja Ísland enn,
ei sést nokkur týra,
valdasjúkir vondir menn
voru landi stýra.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 30/9/05 12:27

Allt er lífið eymdarskak.
Eyðist brautin greið –án tafar.
Okkur miðar afturábak,
ella nokkuð leið – til grafar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 30/9/05 12:35

Koma skal, við kúrum öll,
und´ kæfðri grund af snævi.
hefðum farið um víðan völl
ef lengri væri vor ævi

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 8, 9, 10 ... 20, 21, 22  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: