— GESTAPÓ —
Vísa dagsins
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9 ... 20, 21, 22  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 16/9/05 14:07

Margt er gert um miðja nótt
mitt í fjósi hlýju.
Gutti dó úr sárasótt,
sulti og klamidíu.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 17/9/05 13:57

Sólin hátt á himni er
heimsins mesta prýði.
Þessi vísa virðist mér
vera dvergasmíði.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 18/9/05 02:06

Aumur, gamall, æðaber,
andfúll, hás og latur,
sveittur, lúinn, svangur er
sjúkrahúsamatur.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 19/9/05 17:54

Internetið er mitt líf,
yndi, griðastaður,
rekkja, skjöldur, skjól og hlíf,
skáld og yfirmaður.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 20/9/05 11:35

Finn ég gríðar glaður hér
glas og öskubakka.
Fljótur Drottinn, færðu mér
fleyg og vindlapakka.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 20/9/05 12:07

gleymskan er mitt glópalán
gleymdar eru skuldir
vinum finnst það vitlaus smán
víxlar eru duldir

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/9/05 12:44

http://www.heimskringla.net/ liggur niðri og því get ég ekki rímað...

Hvergi finn ég fjandans rímið
farlama ég ligg og baula.
Rímið horfið hverfur vitið
hátt ég nú í myrkri góla.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 20/9/05 16:17

Ákæran var aum og ljót.
Allt var þar í klessu.
Baugsmenn ekki berja grjót
ef bætt er ei úr þessu.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 21/9/05 23:52

Mitt er lélegt lyklaborð,
læt ég það á basar.
Ég á bara ekki orð
eftir þennan hasar.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 22/9/05 09:09

Tölvan mín er mikið þing,
magn af vísum geymir.
Sérhvern ungan Íslending
um slíkt tæki dreymir.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 22/9/05 12:46

Bakköppið þá búðu til
Bölverkur minn meti
Upp oft gufa orðaskil
í einu tölvuhreti.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Tobbi heimalningur 22/9/05 23:28

Vísa þessi er eftir góðan látin Húnvetning:
Dívanin er þarfaþing
þreyttum hvíld hann gefur
Efni í margann íslending
í hann farið hefur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 23/9/05 09:29

Hættur Davíð Oddsson er,
orðinn bankastjóri.
Mættu fleiri sjá að sér,
sérstaklega Dóri.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 23/9/05 13:01

Feta skalt þinn dimma dal
dánumaður góður
Á draugum þínum vinna val
vaxa mun þá hróður

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 23/9/05 15:56

Nú er úti norðan átt,
nálgast okkur vetur brátt.
Þykir mér það gaman grátt,
guðir veðurs hlægja dátt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 23/9/05 17:21

Flestum gefur æskuást
unað lífs í blóma
Trauðla vill úr minni mást
mey fjölkyngis ljóma

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 24/9/05 00:31

Þingmenn hreykja sjálfum sér,
sýnast, skammast, rausa,
svíkja, blekkja, svona er
sagan endalausa.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lærði-Geöff 24/9/05 10:51

Kærkomið heitt kaffið var
kom mér til að hlaupa
í kvöld skal klifrað á næsta bar
að klára bjórinn og staupa

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9 ... 20, 21, 22  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: