— GESTAPÓ —
Tímamótaverkið 'Pabbi þarf að vinna' - Baggalútur
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 27/8/05 15:17

Þráður þessi er ætlaður fyrir umræður vegna útgáfu köntrískífunar 'Pabbi þarf að vinna' sem er nú þegar talin tímamótaverk og er þá lítið lof borið á skífuna. Merki eru um straumhvörf í alþjóðastjórnmálum vegna útgáfu skífunnar.

Svo... komið nú með ykkar hugsanir um skífuna og álit.

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 27/8/05 15:29

Ég var fyrst að fá diskinn í gær, sökum því hvað hann var lengi að komast í þá verslun sem er þægilegust fyrir mig að fara í, þ.e. BT Skeifunni. Fór í hádeginu til að athuga í fimmta skiptið í vikunni hvort hann væri kominn, en nei. Þá fór ég að fá mér hádegissnæðing og sá þá BT bílinn vera á leiðinni í búðina og hljóp þá eins og ég ætti lífið að leysa og athugaði hvort diskurinn væri ekki með í sendinguni, og hann var það. Ég fjárfesti í tveimur eintökum, annað fyrir mig og annað fyrir hann Berserk. Er að hlust þessa stundina á Yfirvararskegg og er líklega búinn að hlusta á plötuna, tja, svona fimm til sex sinnum í gegn, og finnst hún alveg hreint frábær.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 27/8/05 16:48

Þessi plata er algert meistaraverk. Þó hef ég ekki hlustað á hana ennþá.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 27/8/05 16:49

Hún er snilld.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 27/8/05 17:09

Gunnar H. Mundason mælti:

Ég var fyrst að fá diskinn í gær, sökum því hvað hann var lengi að komast í þá verslun sem er þægilegust fyrir mig að fara í, þ.e. BT Skeifunni. Fór í hádeginu til að athuga í fimmta skiptið í vikunni hvort hann væri kominn, en nei. Þá fór ég að fá mér hádegissnæðing og sá þá BT bílinn vera á leiðinni í búðina og hljóp þá eins og ég ætti lífið að leysa og athugaði hvort diskurinn væri ekki með í sendinguni, og hann var það. Ég fjárfesti í tveimur eintökum, annað fyrir mig og annað fyrir hann Berserk. Er að hlust þessa stundina á Yfirvararskegg og er líklega búinn að hlusta á plötuna, tja, svona fimm til sex sinnum í gegn, og finnst hún alveg hreint frábær.

Mig langar í geislaspilara.
‹Brestur í óstöðvandi grát›

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 27/8/05 17:18

Pabbi þarfað vinna fór beint inn á topp 1 hjá mér. Magnað verk.

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 27/8/05 17:39

hundinginn mælti:

Gunnar H. Mundason mælti:

Ég var fyrst að fá diskinn í gær, sökum því hvað hann var lengi að komast í þá verslun sem er þægilegust fyrir mig að fara í, þ.e. BT Skeifunni. Fór í hádeginu til að athuga í fimmta skiptið í vikunni hvort hann væri kominn, en nei. Þá fór ég að fá mér hádegissnæðing og sá þá BT bílinn vera á leiðinni í búðina og hljóp þá eins og ég ætti lífið að leysa og athugaði hvort diskurinn væri ekki með í sendinguni, og hann var það. Ég fjárfesti í tveimur eintökum, annað fyrir mig og annað fyrir hann Berserk. Er að hlust þessa stundina á Yfirvararskegg og er líklega búinn að hlusta á plötuna, tja, svona fimm til sex sinnum í gegn, og finnst hún alveg hreint frábær.

Mig langar í geislaspilara.
‹Brestur í óstöðvandi grát›

Ég hef nú ekki notað geislaspilara í háa herrans tíð. Ég notast aðallega við tölvur og íPóða.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kargur 27/8/05 18:06

Hvunær mun þetta tímamótaverk verða sett á markaðinn hér í Bandaríkjasveit?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 27/8/05 21:22

Það er ekki gott að segja. Tollayfirvöld í mörgum ríkjum hafa aftrað innflutningi plötunnar.
Ríkisstjórnir um víða veröld telja boðskap 'Pabbi þarf að vinna' hættulegann og að almenningur megi ekki heyra hinn sanna boðskap. Lög á borð við 'Kaffi og sígó' eru gott dæmi.
En Baggalútur mun hafa betur í baráttuni við alræðið!

Lifi sannleikurinn!

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 27/8/05 21:35

Lev Sanning

Hvað, hver, hvur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 28/8/05 04:11

Ég heyrði í þeim á rás tvö á föstudaginn. Það var ákaflega gaman að heyra þá syngja Ást á pöbbunum eftir Leoncie!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
bauv 28/8/05 10:56

Er hægt að láta það lag á netið!‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Hvað, hver, hvur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ferrari 28/8/05 12:20

Þetta er tvímælalaust meistaraverk sem ætti að senda á hvert heimili á Jarðarkringlunni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 28/8/05 22:34

bauv mælti:

Er hægt að láta það lag á netið!‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Styð! Styð!

Hvenær kemur platan annars á výnil?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 28/8/05 23:53

Ég hef verið stoltur eigandi útgáfunnar í 3 daga núna og ég hef nánast ekki getað rifið eyrun frá græjunum. Þvílík tök á tungumálinu! Lagið um Öskjuhlíðina finnst mér einstaklega frábært. Loksins er kominn kveðskapur sem lætur mann gleyma Esjunni

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 29/8/05 09:15

Uuuu, hérna.... ég hef ekki enn komist yfir eintak svo ég hef lítið til málanna að leggja að svo búnu. Mig langaði bara að benda þeim á sem það geta að það þarf að fækka b-unum í titli þráðarins. ‹Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 29/8/05 11:25

En stendur þriðja b-ið ekki fyrir Baggalútur ? En fækka mætti b-unum niður í eitt með rithættinum 'Pab³i' ‹Ljómar upp›

En að mikilvægara máli: Vjer leggjum hjer með formlega til að rekist gestir hjer á dóma um þetta meistaraverk í falsmiðlunum þá láti þeir vita af því hjer í þræði þessum. Verði einhverjir dómar neikvæðir er nefnilega líklegt að margir hjer hafi ýmislegt við það að athuga ‹Athugar gagnagrunna forsetaembættisins yfir GPS-staðsetningar nokkurra gagnrýnenda og setur hnitin inn í stýribúnað fyrir kóbaltflugskeyti›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 30/8/05 01:22

Mikið óskaplega sem lagið 'Kaffi og sígó' sækir á mig... heyri það óma þótt slökkt sé á tækinu. Er ég orðin kex-ruglaður, þarf kannski að panta tíma hjá Zoidberg. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
LOKAÐ
     1, 2, 3  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: