— GESTAPÓ —
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
eiki 28/8/05 14:13

Ókei.... hver hefur séð fantastic 4?... þeir aðilar vita að öllum líkindum að það er afar slæm mynd... persónulega finnst mér að þeir hefðu átt að hætta á toppnum með myndasögu kvikmyndir og hafa sin city þá síðustu en vá þeir vita ekki hvenær á að hætta! og líka bara myndir yfir höfuð í sumar.... margar eru helvíti góðar en sumar eru bara þannig að maður fer og ælir í hléinu... samt er þetta allt auglýst sem stærsta mynd sumarsins... hvernig væri að hafa bara eina þannig mynd???

Eiki has spoken
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 28/8/05 16:14

Hvað er hún stór? Tvö hundruð fermetrar?

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 28/8/05 16:31

Í fyrsta lagi: Þú þarft ekki að hafa svona marga punkta eða spurningamerki. Hér á Gestapó er fögur íslenskan og rétt framreiðsla hennar tekin alvarlega. Vinsamlegast ritaðu heillegar setningar, þetta er ekki h**i.is eða þriðja flokks bloggsíða.

Í öðru lagi: Til hvers í ósköpunum fórstu á Hin fjögur fræknu til að byrja með? Það var yfirþyrmandi slorfnykur af þeirri mynd frá fyrsta auglýsingaspjaldi. Sýnishornið hefði strax átt að sannfæra þig um að þar væri banvænn saur á ferðinni.

Fyrir þá sem þekkja ævintýr hinna fjögur fræknu á teiknimyndasíðum hefðu séð undir eins að myndin yrði misheppnuð því eini karakterinn sem er virkilega svalur í þeim dögur, Dr. Drungi var fullkomlega misheppnaður, útlitslega séð.

Sumarvertíð Hollywood hefur verið gersamlega ömurleg. Hver drullumyndin á fætur annarri ratar sjálfkrafa í bíóhús landsins. Þetta er líklega versta sumar í langan tíma. Maður hefði vonað að bíóeigendur hér á landi hefðu notfært sér tækifærið, þar sem hver ömurlegi skellurinn (aðsóknarlega séð) rak annan í USA, sleppt að kaupa þær myndir og reynt fyrir sér með öðrum myndum, t.d. hasarmyndum frá Asíu eða Evrópu. En nei, hugsunarlaust troða þeir þessum saur sem jafnvel Bandaríkjamenn eru farnir að sveija við ofan í kokið á saklausum bíógestum. Verst er að heilalausar gelgjur fara á þetta drasl sem réttlætir fyrir bíóeigendum að halda þessari arfaheimskulegu stefnu áfram.

Vertu annars velkominn Eiki. Ég mæli með að þú kynnir þér notkunarleiðbeiningar að Baggalúti meðan þú ert að byrja hér. Leiðbeiningarnar finnur þú hér: http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=4011.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 28/8/05 19:08

Ég er sammála þér Hakuchi.
Ég er búin að asnast í bíó fjórum sinnum í sumar og aðeins ein þeirra mynda sem ég hef séð skildi nokkuð eftir sig. Ég man ekki einu sinni hverjar hinar þrjár voru..
Í raun eyddi ég um það bil 300 mínútum af æfinni í innihaldslaust hangs fyrir 800 krónur og poppkorn.

Þessar 124 mínútur sem ég gaf í Sin City voru þær einu sem ég sé ekki eftir.
Þá mynd gæti ég séð aftur og aftur.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Don De Vito 28/8/05 19:44

Þegar ég hugsa út í það er eiginlega búinn að fara voðalega lítið í bíó miðiað við fyrri sumur, ástæðan er einföld: Allt of margar lélegar Hollywoodfroðumyndir í sumar. Í fyrra voru líka margar froðumyndir en flestar þeirra betri en þær sem eru núna.

Doninn • Stríðsmangari Baggalútíska Heimsveldisins • Innflytjendamálaráðherra, maðurinn með stimpilinn • Settur forstjóri HSHB • Stórlax
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
SlipknotFan13 28/8/05 22:32

Skemmtilegt að benda á það í umræðum um sumarmyndir kvikmyndahúsana að stórmyndin 'Deck Dogz' var að skríða í hús.
Um er að ræða þriðja flokks ástralska unglingadellu um hjólabrettafólk, og sérstaklega fyndið þegar litið er til þess að hún virðist vera einhversskonar eftirhermumynd af Lords of Dogtown, sem er síðan spin-off mynd af Dogtown & Z-boys.
Hvaða forsendur liggja að baki þess að svona mynd fer í íslenskt bíó?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 28/8/05 23:09

Reyndi að rifja upp hvað ég hefði nú séð í sumar í bíó. Það gekk afar illa enda komst ég að því, sjálfur bíósjúklingurinn, að ég hef nákvæmlega EKKERT farið í bíó í sumar. Sá Sin City í vor á Nexusforsýningu og man ekki eftir því að hafa séð neitt síðan þá.

Önnur mynd sem ég ætla að vara ykkur við og er ókomin en það er ræpan Stealth sem ég keypti af götusala í N.Y. og sé EKKI eftir $5 til hans því hann sparaði mér heila bíóferð fyrir vikið. Hefði myndin verið góð, þó ekki væri nema bara smá, þá hefði ég farið og horft á hana í aftur í bíó (jafnvel tvisvar) og í fullum gæðum og notið þess í botn. En þar sem hún er arfavitlaus samsuða af vélmenninu í 2001, nútíma dramaútgáfu af Top Gun og full af leiðinlegum flug-hollywood-frösum þá hef ég engan áhuga á að sitja yfir henni og fara svekktur út, þá jafnvel í hléi, því það gerist nær ekkert í myndinni fyrir leiðinlega íslenska hlétímann.

Á þennan hátt er viss NEYTENDAVERND í boði þegar fengin er mjög ódýrt sýnishorn/útgáfa af komandi mynd. Hvar eru Neytendasamtökin í þessu máli? Er það allt í lagi að sýna manni leiðinlega mynd og sóa þannig tíma fjölda fólks og gera það pirrað? Ef lagður er saman sá tími sem er til spillis þegar 300 manns horfa á 2 og hálfs tíma mynd þá hverfur þar heill mánuður á einu bretti! Fyrir eina sýningu á einni glataðri mynd! Hver myndi ekki vilja fá heilan mánuð í aukafrítíma?
Endirinn kannski pólitískt rangur en hugsið málið, það er verið að svindla á þér og mér. Er það ekki?

___ ___ ___ ___ ___
VIÐBÓT:
Eitt datt mér í hug í kjölfarið á hamförum mínum hér að ofan og ætla að varpa henni fram hér á þessum vetfangi visku og hugmyndaauðgi.

HUGMYNDINA MÁ AFHENDA HVERJUM ÞEIM SEM HENNI ER BEINT AÐ, FRÍTT, Í BOÐI B. EWING

Hversvegna í veröldinni hefur ekkert fyrirtæki á sviði kvikmynda gefið út nýju myndina sína FYRST og þá allra fyrst í einmitt mjög ódýrri útgáfu (með 2ja rása hljóði kannski) og dreift henni um allan heim á DVD, VHS, BETAMAX eða hverju því sem hentar best á hverjum stað. Hér er ég að tala um ALLA myndina, helst alveg fullkláraða. Eftir 2 til 3 vikur er myndin síðan frumsýnd í bíóhúsum. Þeir sem vilja kynna sér myndina og sjá að hún er góð munu EFLAUST flykkjast í bíóin til að sjá hana á stórum skjá með góðu hljóðkerfi. Þetta á væntanlega ekki við um allar myndir eins og gengur og gerist en það má reyna þetta þetta.

Hver sá sem á ódýra eintakið sem selt var á $4 út úr búð fær $4 afslátt í bíó gegn framvísun "Proof of purchase" miða sem fylgir.

fjórir miðar á hverju eintaki væri draumur. Strikamerkið og merkingar í kring myndu segja um hvaða mynd er að ræða svo framkvæmdin er á flestum stöðum afar einföld. Fyrir kvikmyndafyrirtækin fá þau allavegana hluta af því sem fólk er til í að eyða frá forvitnum strax í upphafi og svo rest er fólk kemur í bíóhúsin, enn meira er þetta er síðan gefið út á almennilegu DVD.

Þeir neytendur sem myndu bara kaupa ódýru útgáfuna og ekki fara í bíó eiga það bara við sig og geta gert það sem þeir vilja með sitt verðlausa eintak.
Þeir sem skoða ó.ú. og koma í bíó með proof of purchase miða tapa ekki peningum og eru vissari um að sjá það sem þá LANGAR virkiega að sjá í bíó.

Kostir eru t.d. þeir að sé myndin góð þá spyrst hún enn betur út fyrir frumsýningu en ella þegar hún er þegar komin í kvikmyndahús. Þetta væri ókostur falli myndin ekki í kramið hjá fólki auðvitað.
Þannig að framleiðandi þyrfti að vera með mynd sem hann er viss um að slái í gegn til að gera þetta að raunverulegri framkvæmd.

Mig minnir að einhver kunnugur í þessum geira sé reglulegur gestur hér. Væri gaman að heyra frá honum/henni um þetta og líta á hugmyndina með opnum huga en ekki "svona hefur þetta alltaf verið" hugarfari.

Hugmyndin er 80% tilbúin...

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/8/05 09:45

Hafðu samband við eitthvert Hollywood fyrirtækjanna. Kynntu hugmyndina. Heimtaðu 10% í hugmyndalaun.

Fín hugmynd.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 4/9/05 21:56

Hakuchi mælti:

...
Vinsamlegast ritaðu heillegar setningar, þetta er ekki h**i.is eða þriðja flokks bloggsíða.
...

Ha? Er h**i.is orðinn þriðji flokkur? ‹gapir›

Eru þeir þá búnir að læra að ganga upprétt?

Sönnun lokið.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 5/9/05 01:02

Hakuchi mælti:

Hafðu samband við eitthvert Hollywood fyrirtækjanna. Kynntu hugmyndina. Heimtaðu 10% í hugmyndalaun.

Fín hugmynd.

B. Ewing mælti:

HUGMYNDINA MÁ AFHENDA HVERJUM ÞEIM SEM HENNI ER BEINT AÐ, FRÍTT, Í BOÐI B. EWING

Kannski fæ ég þá til að gefa mér sleikjó.

Siglingafræðingur Baggaflugs, teningaspilahúsasmíðameistari Baggalúts. •  • Stýrimaður Fjárfestinga og Margfeldisútvíkkunar Baggalútíska Heimsveldisins •  • Tryggingaráðherra Baggalútíu. Sendiherra S-Ameríku og Páskaeyju.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mótorinn 5/9/05 01:03

vonandi með kóbaltbragði

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 5/9/05 08:10

Já það var og minn kæri B.Ewing. Hugmyndin sem slík, myndi sennilega ganga í næstu neytendavænu útgáfu alheimsins. Ástæðurnar fyrir að hún myndi ekki ganga eru eftirfarandi.
.
1. þetta er erfiðasta málið. Framleiðandinn sem gerir myndina og dreifingaraðilar eru alveg sitthvor mafían. Eins og þetta er gert í dag er framleiðslunni/myndinni skipt upp í sýninga og dreifingar rétti.
.
1.1. Sýningaréttur Kvikmyndahúsa.
1.2. Útgáfuréttur leigumyndbanda/DVD. (Yfirleitt 2 til 3 mánuðum eftir lokasýningu)
1.3. Útgáfuréttu sölumyndbanda/DVD (Yfirleitt 2 til 3 mánuðum eftir leigu-útgáfu)
1.4. Sjónvarpsréttur fyrir læsta dagskrá (Yfirleitt ári eftir lokasýningu kvikmyndahúsa)
1.5. Sjónvarpsréttur. opin dagskrá (Yfirleitt ári eftir lokasýningu kvikmyndahúsa)
1.6. Endurútgáfa (eins eða endurbætt t.d, leikstjóra klippingin, litir, hljóð og aukaefni)
.
Yfirleitt kaupir sami aðilin alla réttina (er samningsbundinn) og endurselur síðan t.d. sjónvarpsréttinn. í öllum meginatriðum er þetta heildarmyndin.
.
Tækju nú t.d framleiðendur upp á þessari hugmynd þinni B.Ewing, sérðu fyrir þér hverning myndi ganga að selja ofangreinda rétti. Förum aðeins yfir það.

1.1. Sýningaréttur Kvikmyndahúsa.
Ekkert kvikmyndahús með sjálfsvirðingu myndi kaupa rétt á framleiðslu sem komin væri í umferð áður. Aldrei á sama verði og hætt er við að kvikmyndahúsum fækkaði verulega. í þessum iðnaði er lausnarorðið eftirvænting og hraði, að láta næstu eftirvæntingu valta yfir síðustu vonbrigði o.s.fv. Maður er alltaf að bíða eftir næstu mynd sem áhugi er fyrir að sjá. (Besta dæmi um mátt eftirvæntingarinnar og hverning hún selur er að sjáfsögðu Star Wars)
.
1.2. Útgáfuréttur leigumyndbanda/DVD.
Myndbandaleigur gætu bara lokað læst og hent lyklinum. Þar eru gríðarlega miklir fjármunir og jú, bara þáttur í menningu okkar sem myndi tapast.
.
1.3. Útgáfuréttu sölumyndbanda/DVD
Það er bara alveg afgreitt mál. Sú gríðarlega vaxandi grein myndi bara hrynja.
.
1.4. Sjónvarpsréttur fyrir læsta dagskrá
1.5. Sjónvarpsréttur. opin dagskrá
Sömu verð væri útilokað að fá fyrir þessa rétti.
.
1.6. Endurútgáfa
Hér væri allt komið í þessa ódýru, magn en ekki gæði vitleysu. Hugsanlega þó e-r sala.

Þegar hér er komið sögu er kynningar diskurinn þinn búin að gera fjöldan allan af fólki atvinnulaust. Brad Pitt og nýja frúin eru búin að ráða fimm leigumorðinga til að koma þér fyrir kattarnef, eftir að þau sáu síðasta launaseðil. Eigendur fleiri þúsund myndbandaleiga, út um allan heim (alveg um 100 á Íslandi) vilja finna þig í fjöru, og við hin værum ekki par hress með þig.
.
Til að reka nú smiðshöggið á þetta allt saman, þá gerði virt kvikmyndatímsrit könnun á enduráhorfi uppáhalds mynda viðkomandi. "Eitt ár eða minna frá síðasta áhorfi 17% karlar og 5% konur" Taka ber þó fram að þessi könnun var gerð fyrir 3 árum og almenn eign mynda aukist síðan þá. Riddarinn veit þó vegna reynslu sinnar í þessum málum, að enduráhorfshópurinn er frekar þröngur hópur manna svona almennt. Þó meira beri á honum hérna hjá okkur nördunum á Baggalút.
.
Til gamans má geta þess að eina myndin, sem Riddarinn hefur horft á þrisvar sinnum í röð án hvíldar, er Tarantino afkvæmið "Pulp Fiction"
.
B.Ewing fær þó sleikjóinn fyrir viðleitni.

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Aulinn 5/9/05 08:30

Gaman af því.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 5/9/05 10:19

Þetta með punktana... ég hef einkarétt á því hér! ÉG nota þá til að vera öðrum víti til varnaðar. Annars er ég að reyna að draga úr punktunum... ‹áttar sig á síðustu punktunum og reynir að stroka þá út en er of seinn því búið var að ýta á senda›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 5/9/05 18:19

...................
...............
...........
......
...
.
Muhahahahah.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/9/05 00:47

Ívar Sívertsen mælti:

Þetta með punktana... ég hef einkarétt á því hér! ÉG nota þá til að vera öðrum víti til varnaðar. Annars er ég að reyna að draga úr punktunum... ‹áttar sig á síðustu punktunum og reynir að stroka þá út en er of seinn því búið var að ýta á senda›

Fyrirgefðu Ívar, fattaði það ekki... ‹Fer og strokar út alla þrípunktana sína...›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 9/9/05 11:59

‹Blæs í lúður.›

LOKAÐ
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: