— GESTAPÓ —
Frjáls leikur Ívars: Hvernig er veðrið?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 81, 82, 83 ... 114, 115, 116  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 28/4/05 08:33

Skýjað.. smá vindur... ágætlega hlýtt.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/4/05 09:53

Alveg er það nú dæmigert að akkúrat á deginum sem ég þarf nauðsynlega á allri minni takmörkuðu einbeitingarhæfni að halda fyrir próf, þá kemur rjómablíða til að trufla mig. Það kæmi mér ekki á óvart að í lok dags muni ríkisstjórnin efna til blaðamannafundar og lýsa daginn sem besta dag þjóðarinnar frá fullveldisstofnun.

Svei.

‹Sparkar í veðurmaskínugarminn.›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heidi 29/4/05 12:16

Sumarið er loksins komið hingað, sól og 25C. En ég þarf að hanga inni og vinna ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 29/4/05 14:01

Hakuchi mælti:

Alveg er það nú dæmigert að akkúrat á deginum sem ég þarf nauðsynlega á allri minni takmörkuðu einbeitingarhæfni að halda fyrir próf, þá kemur rjómablíða til að trufla mig. Það kæmi mér ekki á óvart að í lok dags muni ríkisstjórnin efna til blaðamannafundar og lýsa daginn sem besta dag þjóðarinnar frá fullveldisstofnun.

Svei.

‹Sparkar í veðurmaskínugarminn.›

‹Gefur Hakuchi „nýja“ veðurvél
Það þarf aðeins að lappa upp á þessa... en ég held að þú ættir að geta notað hana. Hún er ekki kóbalt knúin eins og er samt.
Ferðu ekki létt með að laga hana?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 29/4/05 14:33

Ég þakka hugulsemina.

‹Skoðar gripinn upp og niður. ›

Þetta er greinilega prótótýpan af Siemens Z350. Hún dugði vel fyrir sinn tíma, þrátt fyrir kóbaltleysið en er heldur ónákvæm í óreiðureikningum.

Hins vegar er spindilveftumúffan sígild hönnun í þessum vélum og hafa síðari tíma útgáfur af veðurmaskínum ekki komist í hálfkvisti við gæði þessarar múffu. Ég mun tvímælalaust geta notað múffuna til að bæta vélina og auka afköst amk. um 10% eða svo.

Jájá, þetta kemur sér mjög vel. Takk fyrir.

‹Fer að klambra í veðurmaskínunni fornu og reyna að losa spindilveftumúffuna. ›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 29/4/05 15:26

‹Horfir með hryllingi á Hakuchi skrúfa vélina í sundur›
Já en Hakuchi, þetta er svo falleg vél... svo „Veðurvélaleg“.
Getur þú ekki haft nýju vélina í svipuðum stíl?
Maður verður nú að vita að maður sé að horfa á veðurvél...
‹Furðar sig á að „sígildri hönnun“ skuli breytt›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 29/4/05 15:31

‹Nýtur veðurblíðunnar léttklædd út í garði með svalandi drykk við höndina, gómsætt ávaxtasalat innan seilingar og fáklæddan garðyrkjumann (Emilio) fyrir augunum›
Ég kvarta ekki. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 29/4/05 15:41

Júlía mælti:

‹Nýtur veðurblíðunnar léttklædd út í garði með svalandi drykk við höndina, gómsætt ávaxtasalat innan seilingar og fáklæddan garðyrkjumann (Emilio) fyrir augunum›
Ég kvarta ekki. ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Júlía mælti:

Þetta er skammarleg umræða á allan hátt! Getið þið, stelpuskjátur (afsakið orðbragðið, mér ofbauð bara lesturinn), ekki farið út úr húsi án þess að hafa karlmann uppá arminn??? Skammist ykkar og farið á sjálfsstyrkingarnámskeið.

RokkMús, þér væri nær að fá foreldra þína með þér, þú ert alltof ung til að fara út án þeirra eftir kl. átta á kvöldin.

Og síðan hvenær var eini tilgangurinn með Baggalútsveru að ná sér í hjásvæfur???

Fyrirgefðu Júlía, mér fannst þetta bara svo skemmtilega ólík innlegg.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 29/4/05 15:48

‹Brosir alls ekki óvingjarnlega til Isaks› Tvíeðli drottningarinnar, góði.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 29/4/05 15:51

Einmitt, eða manneðli? Maður á auðvitað að skammast sín fyrir að leita svona uppi eldri ummæli. ‹Skammast sín›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 29/4/05 15:57

Þú skalt nú ekki fara að tapa svefni yfir þessu. Raunar finnst mér ummæli mín ekkert stangast á. Hann Emilio (af frændgarði Enriques, Escobar og Encarnacao) er náttúrulega ekki hjásvæfa, heldur gegnir svipuðu hlutverki og garðálfur - eitthvað til að hvíla augun á, en má skilja eftir úti í öllum veðrum. ‹Dreypir á svaladrykknum› Ég hef enn ímugust á ósjálfstæðum stelputrippum, sem hvorki geta né vilja standa á eigin fótum, án karlmannsnefnu uppá arminn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 29/4/05 15:59

Júlía mælti:

...heldur gegnir svipuðu hlutverki og garðálfur - eitthvað til að hvíla augun á...

Má ég sletta? Touché!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 29/4/05 16:08

Isak Dinesen mælti:

Má ég sletta?

Mér er nú verr við það, en lát vaða. ‹Gefur Emilio merki um að vera viðbúinn með tuskuna og þurrka›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 29/4/05 16:12

Júlía mælti:

Isak Dinesen mælti:

Má ég sletta?

Mér er nú verr við það, en lát vaða. ‹Gefur Emilio merki um að vera viðbúinn með tuskuna og þurrka›

Bara orðaleikir líka, þú ert í stuði!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 29/4/05 16:23

Þetta er einn af góðu dögunum. Njóttu, þeir eru fáir og fækkar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 30/4/05 17:42

Það er æði!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 30/4/05 17:47

Já. Yndislegt bara. Ég át borgara frá KFC úti á svölum fyrr í dag og naut þess afar vel.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 30/4/05 17:49

‹Býr til Taco›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
        1, 2, 3 ... 81, 82, 83 ... 114, 115, 116  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: