— GESTAPÓ —
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Svefnpurka 25/4/05 23:15

Tjah, ég hef heyrt ótal margar ádeilur um þennan félagsskap. Ég er nú bara ekkert nema forvitin um hvað ykkur málefnalega fólkinu hér á Baggalúti sjálfum finnst um þessa hreyfingu og það sem henni tengist.

Á að leggja þessi kanilreykajandi og orgíustundandi gerpi niður eða leyfa góða fólkinu í samfélaginu að blómstra og hjálpa gömlum konum yfir götu.

Eru þetta kannski bara staðalímyndir sem eru útí hött?

ZzZz ZzZ Zz zZzZ - Svefnpurka • Ég er í vafa... enda mikið vafamál.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 26/4/05 09:38

Haldiði skátunum bara frá mínum varðeldum, skemmtunum og fjöldasöng og þá verður þetta allt í góðu.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 26/4/05 09:43

Er ekki hátt hlutfall skáta líka framsóknarmenn, ég held að þetta sé sama syndrómið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Steinríkur 26/4/05 10:45

Það er nú fátt sama syndrómið og Framsóknarmennska, nema kannski gin- og klaufaveiki.

Í sjálfskipaðri útlegð frá skerinu um óákveðinn tíma.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 26/4/05 11:50

Má ég þá ekki vera með ykkur lengur?
‹Brestur í óstöðvandi grát›
Ég var skáti...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 26/4/05 12:00

Nornin mælti:

Má ég þá ekki vera með ykkur lengur?
‹Brestur í óstöðvandi grát›
Ég var skáti...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 26/4/05 12:02

Eitt sinn skáti, ávalt skáti?

Ég hef reyndar ekki stundað það að vera skáti í nokkur ár. Hef ekki farið á landsmót síðan ‹hugsar stíft› 1989.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 26/4/05 12:47

Ég hef séð nokkra ávala skáta.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/4/05 13:10

Ég var víst skáti.

Í minni æsku fengu nokkrir félaga minna skátabakteríu í nokkrar vikur. Ég þrjóskaðist við þessu rugli. En að lokum var ég dreginn á skátafund fyrir byrjendur. Ég sá þá fram á að geta lært að gera flotta hnúta, nota (leika með) vasahnífa og þess háttar.

En nei. Á þessum fyrsta fundi var börnunum safnað saman í sal og lokað. Stálpaður skáti mætti í salinn, með gítar og fór að gaula skátalög. Ég varð skelkaður en flúði ekki, því ég vildi ekki vekja athygli stóru skátana og þurfa að skýra af hverju ég væri að fara. Þannig að ég sat þarna og reyndi örvæntingarfullt að hugsa um eitthvað skemmtilegt til að gleyma þessari eymdarinnar tónlist. Skátakallinn hætti ekki að glamra á gítarinn og þetta virtist engan endi ætla að taka. Loksins þegar þessu lauk, þá settust skátarnir við borð og áttu krakkarnir að skrá sig. Ég skráði mig til að komast út sem fyrst án spurninga.

Ég mætti aldrei aftur.

Félagar mínir mættu í nokkur skipti í viðbót en þeir áttuðu sig á að þetta væri lummó og hættu að mæta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
albin 26/4/05 13:11

Ég átti einu sinn bíl með Scout hásingum...

‹Fattar allt í einu hvað þetta var asnalegt innlegg›

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 26/4/05 13:39

Ég mótmæli, ég mótmóli allur! Já ég mótmæli því að Gin og klaufaveiki og Framsóknarmennska sé sama syndrómið. Það vita það allir að Gin og klaufaveiki er atvinnusjúkdómur enskrar yfirstéttar (fá sér gin strax að morgni dags og fara þá þegar að sletta úr klaufunum).

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Alli Tralli 26/4/05 17:30

ég er skáti! Jötnar, Víkingum, Landnemum!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gröndal 26/4/05 18:48

‹Blótar herfilega og rífur hár sitt› þegiðu AlliTralli!

Ég heilsa yður að hætti gyðinga: Sabbat Shalom.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Berserkur 26/4/05 18:50

albin mælti:

Ég átti einu sinn bíl með Scout hásingum...

‹Fattar allt í einu hvað þetta var asnalegt innlegg›

Mig langar í International Scout. ‹Finnst þetta ekkert asnalegt›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 27/4/05 01:28

Berserkur mælti:

albin mælti:

Ég átti einu sinn bíl með Scout hásingum...

‹Fattar allt í einu hvað þetta var asnalegt innlegg›

Mig langar í International Scout. ‹Finnst þetta ekkert asnalegt›

Appelsínugulan kannski?

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 27/4/05 06:34

Er skátahreyfingin ekki einfaldlega úrelt í dag? Hún var fín á sínum tíma en ég hef grun um að það þyki fremur hallærislegt að yfirgefa tölvuna í dag til að hnýta einhverja hnúta og syngja þá hallærislegustu texta sem samdir hafa verið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gleðigöndull 27/4/05 09:45

♪ Jeg køre in min lille bil ♪ og aðrir smellir eru alveg óforbetranlegir. Ég var í skátunum í 4. bekk.
‹Fer að finna skátaklútana sem kostuðu þvílíkan pening útaf þessu snobbaða skátarugli›

Sjaldan er Bára stök, er hún hefur mök...
LOKAÐ
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: