— GESTAPÓ —
Dagar íslensgukunátunar eru talnir
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 23/4/05 22:54

Hvað segið þið um það?

Er rétt að ungdómur Íslands sé á hraðri leið til málfræðilegrar glötunar í kjölfar textavæðingar farsíma, rafpósts af veraldarvefnum svokallaða sem og allrahanda textaskilaboða? Svo ekki sé minnst á margítrekaðan og illþolandi skort á leshæfum þýðingum á sjónvarpsefni?

Þó ekki sé aldinn að árum (miðað við þorra þjóðarinnar) þá áskotnaðist mér sú blessun að foreldrar mínir tóku mig illilega til bæna ef mér varð það á að tala slæma Íslensku. Nú í dag bý ég að þessari uppeldismeðferð sem að ég vil kalla sem svo, en ef að ég er að tala við ungdóminn og verður það á að leiðrétta málfarið, þá er svarið ýmist upp á engilsaxnesku ("Who cares") eða það er horft á mig eins og ég hafi gert eitthvað dónalegt.

Hvað á að gera? Flengja alla undir einhverjum aldri, svona bara upp á öryggið? Koma á fót Íslenskunámskeiðum og skylda landsmenn til mætinga á 5 ára fresti, og ef menn falla, þá senda þá til Færeyja? (Ef það væri gert, hvað þá með námskeið í stefnuljósanotkun og umferðarmenningu?)

Eða kannski koma skólakerfinu á réttan kjöl aftur?

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 23/4/05 22:56

Er ekki annars réttara að segja að dagarnir séu taldir?

‹Flissar gríðarlega›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
RokkMús 23/4/05 22:57

‹Flissar hlíðarlega.›

Þjónn Holmes næstu 14 ár.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 23/4/05 22:59

Það er í það minnsta nokkuð öfgafullt að halda því fram að dagar kunnáttu séu taldir. ‹Stekkur hæð sína›

Auðvitað má maður að leiðrétta unglinga sem tala vitlaust, who cares þó þeir móðgist.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 23/4/05 23:01

Já, einhver verður að halda uppi aga á þessu liði og kenna þeim góða siði. Svo fer það alltaf gríðarlega mikið í taugarnar á mér þegar fólk talar vitlaust mál. Það er nánast eins og að reykur liðist út um eyru mín.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 23/4/05 23:03

Alveg er ég sammála þér, en að vísu missi ég stundum út úr mér einhverja vitleysu, en það telst ekki með.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 23/4/05 23:04

feministi mælti:

Það er í það minnsta nokkuð öfgafullt að halda því fram að dagar kunnáttu séu taldir. ‹Stekkur hæð sína›

Auðvitað má maður að leiðrétta unglinga sem tala vitlaust, who cares þó þeir móðgist.

Ég vil nú samt benda á að það eru ekki einungis unglingar sem tala vitlaust þó svo að þeir séu í miklum meirihluta.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 23/4/05 23:06

Tigra mælti:

Ég vil nú samt benda á að það eru ekki einungis unglingar sem tala vitlaust þó svo að þeir séu í miklum meirihluta.

Það er mikið rétt.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 23/4/05 23:07

Já, það er alveg rétt hjá þér Tigra, enda var ég að vísa í fyrsta innleggið með þessu svari mínu. Það getur verið nokkuð pínlegt að standa frammi fyrir því að spá í hvort maður eigi að leiðrétta ömmmu eða ekki.

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 23/4/05 23:08

Rattati mælti:

[...] Þó ekki sé aldinn að árum (miðað við þorra þjóðarinnar) þá áskotnaðist mér sú blessun að foreldrar mínir tóku mig illilega til bæna ef mér varð það á að tala slæma Íslensku. [...]

En þér var aldrei kennt að skrifa hana?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
RokkMús 23/4/05 23:08

Mér fannst þetta nokkuð rétt.

Þjónn Holmes næstu 14 ár.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 24/4/05 00:07

Samkvæmt sk-reglunni er „íslenska“ ekki með stórum staf.
Þar að auki fannst mér „tala slæma íslensku“ ekki alveg virka.... það er eitthvað við þetta „slæma“...

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
moni 24/4/05 00:15

eg ekkiskillja gvað þjú segja

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
moni 24/4/05 00:17

‹Starir þegjandi út í loftið› eru allir farnir að lúlla‹Klórar sér í höfðinu›‹Brestur í óstöðvandi grát›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 24/4/05 00:19

moni mælti:

‹Starir þegjandi út í loftið› eru allir farnir að lúlla‹Klórar sér í höfðinu›‹Brestur í óstöðvandi grát›

Nei, en stundum er best að leika dauðan

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rattati 24/4/05 00:21

Hexia de Trix mælti:

Samkvæmt sk-reglunni er „íslenska“ ekki með stórum staf.
Þar að auki fannst mér „tala slæma íslensku“ ekki alveg virka.... það er eitthvað við þetta „slæma“...

Ég tek þessar aðfinnslur til mín og viðurkenni þessi málfræðileg mistök, kenni því um að ég las textann ekki nógu vandlega yfir áður en að ég sendi hann. Samt dálítið kaldhæðnislegt. ‹Brestur í óstöðvandi grát›

Hitt stend ég þó við, sem er aðalmál textans, að málnotkun hérlendis er frekar á undanhaldi. Frétt í Morgunblaðinu fyrir skemmstu bendir einnig á að bókalestur sé á undanhaldi. Þykir mér það slæm frétt. Mér þykir vænt um íslenska tungu en ég er ekki, frekar en margir aðrir fullnuma í henni.

Formaður kvenfélagsins Truntan. Baróninn af Langtíburtistan.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Magnús 24/4/05 00:25

"Dagar íslensgukunátunar eru talnir", ég ætla að vona að þetta sé grín.

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 24/4/05 00:26

maður á aldrei að fara yfir eitthvað í huganum þegar að maður er búinn að ýta á enter

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5, 6  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: